Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hvaða stjórnsemi er í gangi?

Ekki skil ég hvað fólk er að fárast yfir svona smotteríi, það er ekki eins og þetta sé eitthvað ný tíska, það þykir ekki par fínt að vera girtur upp í görn nú á dögum. Árum saman hafa strákarnir plömmað dömurnar og þær ku vera sáttar með sína menn, ungunum mínum þykir mamma sín nú vera full brókuð á köflum, en það er önnur saga. Sem betur fer fyrir stjórnsama skólastjóra og aðra sem eiga erfitt með að sætta sig við þessa tísku, færist buxnastrengurinn ofar með aldrinum. Leyfum unglingunum endilega að klæða sig eftir eigin geðþótta, það er svo margt miklu, miklu óhuggulegra sem vert er að hafa áhyggjur af.
mbl.is Bannað að borða á nærbuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá pæling

Ég var svona að pæla. Ætlaði reyndar að vera sofnuð, en það er bara svo gaman hjá mér að ég nennti ekkert að vera sofnuð.

Það sem ég var að pæla var miðaldurinn.

Er það ekki dæmigert um að maður sé orðinn miðaldra, þegar maður kaupir sér gagnsæjan náttkjól, en man svo allt í einu eftir að maður þekkir bara engan sem ennþá getur séð í gegnum hann LoL 

Eða þá, að þegar að mann langar að hreyfa sig, leggst maður niður þar til löngunin hverfur Grin

Nú eða þegar kvöldverður við kertaljós er ekki lengur rómantískur, vegna þess að maður getur ekki lesið það sem stendur á matseðlinum Gasp

Eða þegar maður hamast við að slétta hrukkurnar í sokkunum, og uppgötvar að maður er alls ekki í neinum sokkum Blush

Svo er okkur sagt að það sé eðlilegt að verða gleyminn er við eldumst, það sem okkur er hins vegar ekki sagt er að við söknum þess ekki verulega Tounge

Við þurfum ekki að forðast freistingar þegar við eldumst, þær forðast okkur Crying

 


Eins gott...

Vínið verður einungis í boði fyrir sérlega efnað fólk, eins gott að það var sérstaklega tekið fram, aldrei að vita nema fátækur almúinn hefði farið að frínast í mjöðinn. LoL
mbl.is Kassi af kampavíni á 50 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjaður matur

Mikið svakalega eldaði ég góðan mat áðan, vissi bara ekki að ég væri fær um annað eins, við kláruðum sko allt, gleymdum samt ekki Pollaling sem er sjúkur í kjúklingabringur. En já! Vel á minnst Polli árkaði á Akrafjallið á laugardaginn með minni gönguglöðu og harðduglegu systur. Held hann sé með pínu harðsperrur, en mikið var hann sæll og glaður eftir túrinn.

Ég er að hugsa um að fara bráðum að pilla mig í rúmið, ég hef nebbla ekki haft mikinn tíma til að sofa undanfarið, eða ekki gefið mér tíma í það öllu heldur, verið að sofa allt of fáa tíma, helst þarf ég að sofa í mína átta tíma og ekkert minna. En það er yfirleitt skammt öfganna á milli hjá mér, enda ekki alki fyrir ekki neitt, alltaf stutt í stjórnleysið ef ég er ekki stöðugt á vaktinni. 

Ég býð góða nótt og verið góð hvert við annað InLove


Arabavitleysingar

Það er naumast að þessum Aröbum liggur á í hjónasængina, 11 ára tittur, allsendis óvíst að komið sé sé niður á guttanum. Held svei mér þá að ungarnir mínir séu bara á góðri leið með að pipra, drengurinn að verða 15 og stelpan að verða 17.

Annars er svo sem ekki fallegt af mér að gera grín að þessu, blessuð börnin eiga svo sannarlega alla mína samúð, þau hafa örugglega ekki atkvæðisrétt í málinu, mér finnst alveg hrikalega  sorglegt hvernig þessir arabar fara með börnin sín, að láta þau ganga í hjónaband á þessum aldri segir allt sem segja þarf um foreldrana.


mbl.is 11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur hallæriskall.

Vááá! Ég verð nú að viðurkenna fáfræði mína í kjöltudansmálum, hef nebbla aldrei dansað þannig dans, skil samt engan vegin hvernig dansmeynni hefur tekist að reka hælinn í augað á manninum, eða þá hvernig kallinum datt í hug að höfða skaðabótamál gegn stúlkunni, ég held hann hefði betur haft vit á að þegja um málið, þetta er eitthvað svo innilega hallærisleg, best fyrir svona vælukjóa að halda sig bara á heima við í stað þess að vera að rembast við eitthvað sem þeir ráða svo ekkert við.
mbl.is Krefst skaðabóta eftir kjöltudans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima er best

Þá er nokkuð ljóst að ég held mig heima þessa páskahelgi, ekki að ég hafi svo sem ætlað í einhverja langferð, reikna þó með að skreppa upp í Borganes í fermingu og svo fer ég náttla á fund fundanna í Höllina á Föstudagin langa. Enda ekki slæmt að kúra með ungunum mínum og borða páskegg, svo er alveg bráðnauðsinlegt að hóa saman stórfjölskyldunni, borða saman og bara hlæa og skemmta sér. Jæja verð að koma mér úr tölvunni og sinna litla ðmmusnúllanum mínum sem var að detta inn úr dyrunum InLove

 

 

 


mbl.is Dýrt páskaferðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jibbý!

Ég yrði sko ekki lengi að sannfæra doksa um að setja mig á svona pillu, þrjár til fjórar á dag, í það minnsta. Svo gæti ég nátlla bara gúffað í mig súkkulaði allan liðlangan daginn, eins og mér einni er lagið. Svakalega yrði ég nú glöð og spræk ef ég kæmist yfir svona töfralyf, málið er samt sem áður að ég er löngu hætt að falla fyrir galdrapillum, af hvaða tagi sem þær eru. Það fylgir nebbla alltaf með að bestur árangur náist ef mann drekkur tvo til þrjá lítra af vatni á dag, sprikli helst í tvo tíma sjö daga vikunnar, sneiði hjá öllu sem er fitandi, þar með talið súkkulaði og þá er ég bara ekki með lengur, enda pillan óþörf svo frama lega sem maður fylgir öllum góðu ráðunum sem fylgja með í pakkanum.
mbl.is Nýju ljósi varpað á orsakir offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drasl

Held ég sneiði hjá kínverskum leikföngum í náinni framtíð, ljóta draslið og stórhættulegt í þokkabót Angry


mbl.is Mega Brands innkallar leikföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tapa hvað?

Tapa í sjómann! Hvaða, hvaða, ef að maður tapar í sjómann þá er um að gera að lúskra hressilega á mótherjanum, ekki gengur að sætta sig við að tapa mótþróalaust. W00t Grínlaust! Er ekki málið að sleppa bara sjómanninum ef maður er eitthvað slappur í höndunum, það hefur allavega reynst mér alveg ágætlega hingað til. Wink
mbl.is Þoldi ekki að tapa í sjómanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband