Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ástralski kynfæraflokkurinn!

Ástralski hjálpartækjaflokkurinn, eða ástralski kynfæraflokkurinn hljóma báðir flott, ég verð nú samt að segja að mér finnst soldið leim að Ástralir skuli þurfa að stofna sér stjórnmálaflokk til þess að mega tala um kynlíf án þess að allt verði vitlaust.
Og við sem erum komin inn í tuttugustu og fyrstu öldina,
frábært framtak hjá henni engu að síður, um að gera að hrista hressilega upp í þessum forpokuðu teprum.

mbl.is Kynlífsflokkur í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir kunna að bjarga sér!

Þetta kallar maður að hafa ráð undir ryfi hverju W00t 
senda sjálfan sig í pósti úr fangelsi ha,ha,ha,

Hrikalega fyndin uppákoma Tounge


mbl.is Fangi slapp í pósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gulla gull.

Ég ætla að safna saman "öllu" gulli sem ég finn á þessu heimili og láta bræða það í einn stóran klump, síðan ætla ég bara að versla jólagjafir fyrir gull þetta árið. Verst er þó hvað lítið er til af því, alla vega einn gamall giftingahringur sem ekki er notaður lengur og svo náttla krossar og dót sem ungarnir mínir fengu í fermingargjöf og sonna.
Annars held ég bara að þetta verði góður dagur, ég á heila hráköku í ísskápnum og meira að segja rjóma með, svo ég get gúffað í mig og slappað af í allan dag, sem er ekki slæmt.
Í gærkvöldi fékk ég nokkrar yndislegar konur í mat til mín og slöfruðum við í okkur brjálaðri kjúklingasúpu, hún var svooo góð svo fengum við okkur auðvitað hráköku og kaffi í eftirrétt, kvöldið var yndislegt í alla staði, mikið spjallað og hlegið við kertaljós og kósí.
Er ekki lífið dásamlegt?


mbl.is Nýtt gullæði í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona á að mótmæla.

Akureyringar kunna greinilega á þetta,
annað en við hérna fyrir sunnan,
en það er ekki of seint fyrir okkur að taka norðanmenn okkur til fyrirmyndar.


mbl.is 500 sýndu samstöðu á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Hvert erum við eiginlega að stefna?
Það er eins og að fólk sé alveg búið að missa það
á þessu litla landi okkar. Kastandi matvælum hægri, vinstri og núna flugelda, þetta segir mér ekki annað en að þeir sem taka þátt í svona rugli eru ansi illa á vegi staddir, svo er náttla hægt að kenna "kreppunni um" ég held að fólk ætti frekar að nýta orkuna til annars, það fer svo mikil orka til spillis þegar við erum uppfull af reiði og sjáum ekkert annað en dauða og djöful í hverju horni. Það eina sem fólk hefur upp úr svona fíflagangi er að það er sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda.

mbl.is Flugeldi kastað inn á lögreglustöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þoli ekki svona.

Þeir sem þessu stjórna hljóta að vera gersneyddir mannlegu eðli, að neita sveltandi fólki um matvælaaðstoð er svo átakanlega sárt að manni verður illt. Ég þoli bara ekki þessa hryllilegu grimmd sem mannskepnan býr yfir, það virðast engin takmörk vera fyrir vonsku mannanna.


mbl.is Íbúar Gaza fá ekki mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Ingó?

Spurning um að senda Ingólf okkar Arnarson "styttuna sko"
til Kulua Lumpur?

mbl.is Deilt um hafmeyjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úpps!

Úpps! Ég er búin að lesa þetta þrisvar og hvað?
Þetta er einfaldlega of flókið fyrir minn litla heila.
Hversu geggjað getur fólk orðið?
Við lifum náttla á tölvuöld svo skítt með þetta, sýndar eða raunveruleiki, bíttar ekki nokkru máli. W00t

mbl.is Sýndarframhjáhald - raunverulegur skilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánar!

Afskaplega finnst mér svona framkoma alltaf
hallærisleg, ég hef ekkert á móti friðsælum mótmælum
og finnst sjálfsagt að fólk komi saman og láti í sér heyra,
en þegar fólk er farið að kasta matvælum í hús eða hlekkja sig
við skipamastur eða eitthvað álíka gáfulegt þá bara fæ ég
kjánahroolll!
Ekki nóg með að liðið er að kasta vörum sem einhver hefur þurft að borga fyrir, heldur þarf að fá flokk mann til að þrífa eftir þessa misvitru kjána.

mbl.is Þinghúsið þrifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá þeim.

Ég ætla ekki að nýta þennan dag í að rakka niður það sem vel er gert, heldur líta jákvætt á málin,
þetta er að minnsta kosti byrjun og einhversstaðar verður að byrja.
Góður dagur til að draga kreppuslikjuna frá glyrnunum og brosa LoL

 


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband