Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Æji krútt.

Æji krúttið! Vonandi leyfa þeir svíninu
að lifa áfram, það bara má ekki éta þetta
litla duglega krútt, sem er búið að
hafa svona mikið fyrir að halda lífi.

mbl.is Svín lifði í 36 daga í rústum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það sem ég hef alltaf haldið.

Já sæll! Ekki ætla ég að fljúga með Indversku flugfélagi þar sem pissfullir kallar stíra vélunum, ekki svo að skilja að það hafi eitthvað staðið til, bara að láta vita að það standi ekki til svo það sé nú á hreinu, annars get ég sagt ykkur að ég hef heyrt flugmann, sko rammíslenskan "flögmann" segja frá því að hann hafi oft stýrt flugvél áður en af honum rann alminnilega, og það sem meira er að hann sé aldeilis ekki einn um það, svo bara ræður fólk hvort það trúir mér eður ey.
mbl.is Of margir fljúga fullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjörn í Akrafjalli

Jamm, jamm, margir sjá hvítabirni í hyllingum þessa dagana, kannski ekkert skrítið þar sem allir eru að skima eftir böngsum út um allar jarðir. Svo bara sér fólk það sem það sem það vill sjá og í dag vill það einmitt sjá ísbirni, ekki hesta og alls ekki kindur og íturvaxna hrúta. Ég get svo svarið að ég sá ísbjörn upp í Akrafjalli í gær, ég lá nú barasta í sólbaði á meðan Polli minn hljóp upp og niður fjallið án þess að blása úr nös, enda er hann hundur en ekki kona eins og ég, og þar sem ég lá þarna í sakleysi mínu er mér litið upp í hlíðina fríðu og sé þá þessa líka drifhvítu skepnu hlunkast niður brattann og ég náttla gríp símann minn og hringi í 112, mér var svo illa brugðið að ég ætlaði varla að geta stunið upp erindinu, en það tókst þó á endanum og sá sem svaraði lofaði að senda sérsveitina í einum skíð logandi hvelli, enda ekki á hverjum degi sem hvítabirnir sjást við rætur Akrafjalls, ég hljóp svo eins hratt og fæturnir gátu borið mig að bílnum mínum og vonaði og bað að björninn næði nú ekki honum Polla mínum, um það leiti sem ég var að hlamma mér inn í bíl heyri ég sagt góðan daginn, Hvað? getur hann talað líka? Ó may God! Nei, nei hann getur auðvitað ekki talað, þetta var þá bara maðurinn sem var með Bjössa, já eða þá hundinum, en það skal tekið fram að þetta var sko engin smáhundur eins og hann Polli minn, sei, sei, nei! Þetta var hvítur, ja eða sonna gulur labrador. Maður getur nú tekið feil þegar mann sér ekkert fyrir sólinni sem skín alla daga, kannski ég hafi bara fengið snert af sólsting, já og séð ofsjónir annað eins hefur nú hent besta fólk, og líka migCool
mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni

Fagnaðarefni að íslendingur skuli hljóta viðurkenningu frá Vísindaráði evrópsku gigtarsamtakanna fyrir rannsóknir um sóragigt, ég er ein af þeim sem þjáist af þeim andskota, því miður virðist þessi sjúkdómur liggja í ættum, samt er engin mér nákomin með hana. Það verður fróðlegt að fylgjast með hversu ættlæg hún er, sjálf var ég að byrja á nýjum lyfjum og bind miklar vonir við að þau virki betur en þau sem ég var á áður, exemið mitt er að dofna til mikilla núna, sem er bara stórkostlegt það hefur fylgt mér síðan ég var unglingstrippi, alltaf einhverjir blettir, svo það er bara voða gaman hjá minns þessa dagana Smile
mbl.is Fær viðurkenningu fyrir rannsóknir á sóragigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Mikið afskaplega er þetta sorglegt mál,
hvað í veröldinni fær móðir til að haga sér svona?
Og hvað í ósköpunum getur móðir fengið út úr
því að misþyrma barni sínu?
Ég velti því líka fyrir mér af hverju
langamma og ættingjar barnsins trúðu
ekki að barninu væri misþyrmt þrátt fyrir
að hafa séð áverkana, mér finnst það
vægast sagt grunsamlegt, það fer tæplega
á milli mála þegar barn er allt út í brunasárum
að eitthvað mikið er að.
Það er alltaf jafn dapurt þegar farið er illa með börn.


mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalmáltíðin á morgnana.

Framvegis ætla ég að elda á morgnana, í fyrramálið er ég að spá í að hafa steiktan fisk, franskar kartöflur og svo náttla piparsósu og remúlaði fyrir þá sem það vilja, ekki má gleyma salatinu það verður bara svona týpískt salat, með máltíðinni ætla ég að bjóða upp á kóka kóla, í eftirmat verður ís með súkkulaðisósu og ferskum jarðaberjum, ég reikna með að við borðum upp úr sjö. Brilljant alveg hreint, laus við allt matarstúss á kvöldin því þá fáum við okkur auðvitað morgunkorn eða ristað brauð.
mbl.is Stór morgunverður auðveldar megrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegar konur.

Ég er ekki hissa á að frú Picasso hafi
 látið hafa eftir sér að ef maðurinn
hennar myndi einhventíma hitta konu
á götu sem liti út eins og konurnar
í málverkum hans myndi snarlíða yfir hann.

mbl.is Picasso verk selt á 538 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar hallærislegt.

Mér finnst allt svona kvenna kjaftæði eitthvað svo leim, ekki vissi ég heldur að til væri eitthvað sem héti kvennasögusafn,
ég er miklu meira fyrir jafnrétti,
það væri sama hvað væri í boði ekki
færi ég að þramma í einhverja kvennagöngu
í lopapeisu og vaðmálsbrók, ekki alveg minn tebolli.


mbl.is Kvennamessa við laugarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þetta að vera grín?

Er ekki verið að grínast í okkur? karlmenn sem hafa náð tvítugsaldri mega kaupa kynbombuna, eða á þetta ekki annars að vera kynbomba. Ég held að heimurinn sé endanlega að tapa glórunni, gaman væri að vita hvort það væri markaður fyrir skvísuna, ekki trúi ég að nokkur maður sem hefur þó ekki væri nema lágmarksgreind festi kaup á kvikindinu. En hvað veit ég svo sem?
mbl.is Vélmenni lifnar við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttulingur.

Ég gæti alveg hugsað mér að eiga einn svona krúttuapa til að knúsa, mér hefur alltaf langað til að eiga apa, þeir eru svo miklar krúsídúllur, það er til mynd af mér með einum litlum sætum apa´sem er í ljósbláum sokkabuxum og röndóttum bol, þessi mynd var tekin 1978 á Spáni, ég á líka mynda af mér haldandi á ljónsunga sem er líka alveg hrikalega krúttlegur, verst hvað hann var uppdópaður litla greyið og gott að svona lagað er ekki gert lengur, eða það held ég, allavega hef ég ekki séð þetta síðan þarna um árið, adios.
mbl.is Simpansar róa hver annan með kossum og knúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband