Smá pæling

Ég var svona að pæla. Ætlaði reyndar að vera sofnuð, en það er bara svo gaman hjá mér að ég nennti ekkert að vera sofnuð.

Það sem ég var að pæla var miðaldurinn.

Er það ekki dæmigert um að maður sé orðinn miðaldra, þegar maður kaupir sér gagnsæjan náttkjól, en man svo allt í einu eftir að maður þekkir bara engan sem ennþá getur séð í gegnum hann LoL 

Eða þá, að þegar að mann langar að hreyfa sig, leggst maður niður þar til löngunin hverfur Grin

Nú eða þegar kvöldverður við kertaljós er ekki lengur rómantískur, vegna þess að maður getur ekki lesið það sem stendur á matseðlinum Gasp

Eða þegar maður hamast við að slétta hrukkurnar í sokkunum, og uppgötvar að maður er alls ekki í neinum sokkum Blush

Svo er okkur sagt að það sé eðlilegt að verða gleyminn er við eldumst, það sem okkur er hins vegar ekki sagt er að við söknum þess ekki verulega Tounge

Við þurfum ekki að forðast freistingar þegar við eldumst, þær forðast okkur Crying

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahhahah einmitt!

Gleðilega Páska!

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband