Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Skattmann

Loksins búin að skila skattframtalinu, tók ekki mjög langan tíma, samt um að gera að geyma það fram á síðustu stundu Wink Mjög mikil frestunarárátta sem hrjáir mig þessa dagana, eða reyndar bara alla daga Tounge En hvað með það svo sem? Hver hefur sinn djöful að draga, og þetta er minn, fínt ef þetta væri bara sá eini, en sei, sei, nei þeir eru sko miklu fleiri djöfsarnir sem ég drattast með dagsdaglega.

Annars smassaði ég einum fataskáp í parta áðan og skutlaði honum út á pall, svo er bara að bíða og vona að einhver komi og hirði hann upp og skutlist með hann á haugana. Hann var eitthvað svo óspennandi og kvikindislega ljótur greyið. Svo skottaðist ég upp á pósthús með stóran búnka af bréfum sem ekki tilheyra mér, heldur fyrrverandi ábúendum þessarar íbúðar. Og ég fór í bankann og gekk frá heimilislínunni, og ekki má nú gleyma aðalafrekinu mínu sem var að merkja útidyrahurðina, það er eitthvað sem er ekkert víst að ég hefði endilega gert, líkt mér að vera ekkert að standa í svoleiðis smotteríi, en pósturinn Páll er með eitthvað væl, svo ég bara dreif í því. LoL

Í kvöldmatinn ætla ég að hafa steikta ýsu, kartöflur, hvítlauksbrauð og ferskt salat, nammi namm Smile

Nenni ekki meiru í bili. Bæjó spæjó.


Er ekki alveg málið?

Er ekki alveg málið að eitthvað mikið hafi farið úrskeiðis við uppeldi foreldranna sjálfra? Af þessum lýsingum að dæma eiga þeir alla vega ákaflega bágt, spurning um að hringja bara í mig, ég skal svo lesa hressilega yfir hausamótunum á þeim, og vel það. Nei, nei bara grín, betra fyrir þau að senda grislingana til mín, ég sé svo um að kenna þeim að hlíða, tek þau líka í kennslu í almennum mannasiðum, ekki það að ég sé einhver snillingur í þessum málum, enda þarf svo sem engan snilling í málið. Það þarf að tala við börn, veita þeim endalaust mikla ást og hlýju,búa þeim öryggi, og bara hlúa að þeim á öllum sviðum, ala þau svo upp við jákvæðan aga. En hvað er ég þykjast allt vita? Kanski spurning að láta blessuð börnin í hendurnar á fagaðilum og sjá hverju hægt er að bjarga, ef foreldrarnir eru þá ekki búnir að skemma þau varanlega.
mbl.is Foreldrar barnanna oft til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotans glæpahyski

Akkúrat! Burtu með þessi andskotans glæpahyski, hvað er verið að hleypa svona liði inn í landið? Á hvaða forsendum koma þeir eiginlega? Sem ferðamenn eða hvað? Því í ósköpunum er ekki kannað til hvers þeir eru að frínast hingað, hvað með sakavottorð? Þetta er aðal ástæðan fyrir því útlendingahatri sem maður verður var við alls staðar í dag. Mér finnst ekki nokkur ástæða til að halda þessum skítalöbbum uppi í okkar fangelsum, nær væri að gera betur við landa okkar sem dvelja í fangelsum landsins. Mér finnst að það ætti að reka þá úr landi hið snarasta og leyfa þeim að dúsa í dýflissum í sínum eigin heimalöndum.

Í kvöld sat ég í góðra vina hópi og þar var mikið rætt um útlendinga, þarna var fólk frá 15 ára til 73 ára og allt þar á milli, sem sé breiður aldur, allir voru sammála um að innflytjendamálin væru fyrir löngu komin í tóma tjöru, og allir voru búnir að fá upp í kok af þessu glæpadrasli.

Rasismi eða ekki rasismi, umburðarlyndið með útlendingunum fer minnkandi með degi hverjum, alltaf minnkar hópurinn sem tekur upp hanskann fyrir þá, það er að minnsta kosti mín reynsla.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara eitthvað.

Jæja þá er maður heldur betur búin að borða á sig óþrif, úff ég skil bara ekkert í þessu áti, hamborgarhryggur með ávaxtasalati, hrásalati, rauðkáli, kartöflum, sætum kartöflum og sósu. Vanilluís, bananasplit, heit marssósa, eplapay, að ógleymdum páskaeggjunum.

Ég læt málshættina fylgja hérna með.

Hálfnað er verk þá hafið er.
Enginn man öll sín orð sjálfur.
Batnandi manni er best að lifa.
Ef allir væru jafnir þá væri enginn mestur.
Allar ár renna til sjávar.
Sálargæði gefa andlitsfegurð.
Vont samtal spillir góðum siðum.
Sá á fund sem finnur, ef enginn finnst eigandinn.
Oft brjótast með þeim barnórar, sem saman eiga að búa.

Hér er alla vega hluti af þeim.


Vantar kærleikann?

Æji! Það er eitthvað svo sorglegt hvernig allt verður vitlaust á svona frídögum. Allir ætla að sletta ærlega úr klaufunum, loksins komnir í nokkura daga frí. Engin hefur að markmiði að gista fangageymslu eða skandalísera sökum ölvunar heilu og hálfu næturnar.Lífið er ekki áreynslulaust nokkrum manni, áreytið og spennan sem gargar á okkur úr öllum áttum verður mörgum einfaldlega ofviða. Hvernig getum við vonast eftir hugarró þegar við erum stöðugt að eltast við eitthvað og keppa að einhverju.

Allt of margir eyða tíma og orku í að ásaka alla aðra um það sem miður fer, í stað þess að átta sig á að þeir geti lagt sitt af mörkum. Við ættum að byrja innra með okkur sjálfum, komum okkur sjálfum í lag, hreinsum út vondar tilfinningar og gamlar syndir, áður en við vitum af erum við farin að geisla frá okkur friði og kærleika í stað hroka og neikvæðni.

Ekkert er ómögulegt: Breytingin byrjar hjá einstaklingnum, fer þaðan inn í samfélagið, borgina, þjóðina og heiminn.


mbl.is Fangageymslur fullar í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskagaman

Gleðidda páska LoL Já þetta sagði frumburðurinn minn á öllum stórhátíðum á sínum yngri árum, hvort það voru jól, páskar eða bara ef einhver átti afmæli, hann var ekkert að flækja málin neitt extra mikið á þessum árum, hann lagði sko ríka áheyrslu á dddd ið. En hvað um það, ég ráfa hér um íbúðina eins og sauður í leit að sameiginlegu páskeggi okkar mæðgna, en mín elskulega dóttir vildi endilega deila sínu eggi með mér, sem kom sér nú svona og svona þar sem ég ætlaði ekki að borða neitt páskegg, auðvitað afþakkar mann nú ekki svona fallegt boð frá sinni uppáhalds dóttur, maður kann sig nú, ég verð víst að láta mig hafa það að háma í mig súkkulaði "eins og mér finnst það nú vont " en já maður verður stundum að hugsa um fleiri en sjálfan sig, ekki vil ég særa litluna mína. Glætan! Að hún yrði sár, hún fengi bara meira og það gæti ég sko ekki horft upp á.

Snorri afþakkaði páskaegg á síðustu stundu mér til mikillar hrellingar, ég hef nebbla sko alltaf fengið allt súkkulaðið hans því hann er lítið fyrir sollis, og ég búin að auglýsa það um allar jarðir að ég ætli sko ekki að kaupa mér páskaegg út af því hvað ég er stabíl á þessu sviði Blush

Hláturinn lengir ekki bara lífið, hann gerir það líka svo svakalega skemmtilegt, við Snorri grétum í bókstaflegri merkingu langt fram eftir nóttu glápandi á Næturvaktina, vorum svo sem búin að sjá hana í tívíinu en hlógum enn meira í þetta sinn og hættum ekki fyrr en allt var búið.LoLLoLLoL

Svona fyrir þá sem ekki vita: Þá var Sundhöllin í Reykjavík vígð á akkúrat þessum degi, 23. mars árið 1937.

Svo var það einnig 23. mars sem söngsveitin Fílharmónía var stofnuð, árið 1960.

Og þá hafið þið það! Ég ætla hins vegar að fara að sansa fyrir fjölskylduhittinginn, sem verður seinna í dag, svo reyni ég að kíkja eftir páskegginu svona í framhjáhlaupi, má reyndar ekki byrja fyrr en heimasætan rís úr rekkju, guð má vita hvenær það verður Sleeping

Já við erum svo yfirgengilega barnaleg á þessu heimili, felum páskegg og fleira skemmtó, þó hér búi enginn undir 15 ára aldri. Ekki má mann gefa ömmusnúllanum páskegg, ekki enn, en koma tímar koma ráð.

GLEÐIDDDDA PÁSKA Heart

Og munið að vera góð við kvort annað, og alls ekki stela súkkulaði frá kvort öðru, ja nema þið séuð svona útsmogin eins og ég Wink ég get nebbilega alltaf kennt Polla mínum um, hann stendur með sinni og myndi aldrei reyna að þrætaGrin


Páskafjör

Jæja þá er loks búið að baða bæði menn og málleysingja á þessu heimili eins og við höfum fyrir venju fyrir páskana, svo endurtökum við kanski leikinn aftur með vorinu, svona ef vel liggur á okkur. Það er svooo góð lykt af honum Polla mínum og hann er alveg geggjað mjúkur, sætur og krúttaralegur, mesta sjarmatröll í heimi. Við Snorri ætlum að fara að horfa á næturvaktina, fengum hana í láni hjá mömmsunni minni og náttla pabbanum mínum líka, það er örugglega temmilega langt síðan við sáum hana í sjónvarpinu, eigum við að ræða það eitthvað! Eins gott að gleyma ekki þessum skemmtilegu frösum.

Jæja þá, góða nótt og sofið rótt.InLoveHeart


Mig langar líka!

Mig langar svo að vera þarna! Brjálað stuð og geggjað gaman Grin Ég fer sko næst, hvað sem tautar og raular, Ísafjörður er einn fallegasti staður á landinu, en bara svo langt í burtu frá Akranesi, ég á bara góðar minningar frá Ísó, ég átti nebbla ömmu og afa á Ísó. En ég verð fyrir vestan í andanum og læt það duga þessa páskana.
mbl.is Rokkhátíð hafin á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað?

Og hvað? Bíða þá eiginmennirnir, bræðurnir eða frændurnir á hóteltröppunum auðmýktin uppmáluð eins og þeim einum er lagið? Ekki treysta þessir siðlausu þorparar, (sem fyrir mér eru ekki annað en vansæmd mannkynsins) konunum til þess að ferðast einum, aka bíl né neitt annað, við hvað ætli þeir séu hræddir? Ætli þeirra stærsti ótti sé að konurnar komist að því að þeir séu ekkert annað en hræddar gungur, sem geta afrekað fátt annað en að níðast á minni máttar?
mbl.is Bara fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing

Jæja þá er mann að skríða saman eftir ælupest, er samt enn með svima og lystarleysi. Ég er nú samt búin að afreka að mæta í fermingarveislu, drulluslöpp og ræfilsleg, fékk svona flass back W00t leið eins og ég væri þunn, frekar krípí upplifun. En svo fór ég náttla á stóra fundinn í gær, sem var bara snilld eins og alltaf, eða 4 síðustu ár sem ég hef verið svo lánsöm að vera sólarmegin í lífinu Cool Svo er það stórfjölskyldan í mat á morgun, sem er mest gaman, enda örugglega skemmtilegasta og flottasta stórfjölskylda sem sögur fara af.

Mér finnst málshættir alveg yfirgengilega skemmtilegir, margir hverjir alla vega, ætla samt ekki að kaupa mér páskegg vegna þess að ég er að reyna að borða eins lítið súkkulaði og ég mögulega get, kaupi mér kanski eitt pínuoggulítið, og þá bara vegna málsháttarins Tounge Talandi um málshætti læt ég einn fylgja hér með, sem er ótrúlega sannur og einn sá flottasti sem ég hef lengi séð.

Reiði er eins og rýtingur, sem þú rekur í eigið hold. Tær snilld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband