Hugleiðing

Jæja þá er mann að skríða saman eftir ælupest, er samt enn með svima og lystarleysi. Ég er nú samt búin að afreka að mæta í fermingarveislu, drulluslöpp og ræfilsleg, fékk svona flass back W00t leið eins og ég væri þunn, frekar krípí upplifun. En svo fór ég náttla á stóra fundinn í gær, sem var bara snilld eins og alltaf, eða 4 síðustu ár sem ég hef verið svo lánsöm að vera sólarmegin í lífinu Cool Svo er það stórfjölskyldan í mat á morgun, sem er mest gaman, enda örugglega skemmtilegasta og flottasta stórfjölskylda sem sögur fara af.

Mér finnst málshættir alveg yfirgengilega skemmtilegir, margir hverjir alla vega, ætla samt ekki að kaupa mér páskegg vegna þess að ég er að reyna að borða eins lítið súkkulaði og ég mögulega get, kaupi mér kanski eitt pínuoggulítið, og þá bara vegna málsháttarins Tounge Talandi um málshætti læt ég einn fylgja hér með, sem er ótrúlega sannur og einn sá flottasti sem ég hef lengi séð.

Reiði er eins og rýtingur, sem þú rekur í eigið hold. Tær snilld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband