Er ekki alveg málið?

Er ekki alveg málið að eitthvað mikið hafi farið úrskeiðis við uppeldi foreldranna sjálfra? Af þessum lýsingum að dæma eiga þeir alla vega ákaflega bágt, spurning um að hringja bara í mig, ég skal svo lesa hressilega yfir hausamótunum á þeim, og vel það. Nei, nei bara grín, betra fyrir þau að senda grislingana til mín, ég sé svo um að kenna þeim að hlíða, tek þau líka í kennslu í almennum mannasiðum, ekki það að ég sé einhver snillingur í þessum málum, enda þarf svo sem engan snilling í málið. Það þarf að tala við börn, veita þeim endalaust mikla ást og hlýju,búa þeim öryggi, og bara hlúa að þeim á öllum sviðum, ala þau svo upp við jákvæðan aga. En hvað er ég þykjast allt vita? Kanski spurning að láta blessuð börnin í hendurnar á fagaðilum og sjá hverju hægt er að bjarga, ef foreldrarnir eru þá ekki búnir að skemma þau varanlega.
mbl.is Foreldrar barnanna oft til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband