Lélegur bókmenntasmekkur
10.4.2008 | 08:55


![]() |
Biblían vinsælust vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég hélt það væri eitthvað allt annað.
10.4.2008 | 08:46
Ja há! Ég get nú ekki sagt að ég sé hissa á að andlitið spili stórt þegar stofnað er til fyrstu kynna, enda á harla litlu öðru að byggja. En þetta með stóru kjálkana og litlu augun er ég ekki alveg að fatta.
Síðan eru það auðvitað persónutöfrarnir sem gilda, það er ekki beint upplífgandi að vera í félagsskap með drepleiðingu og sjálfmiðuðu fólki, jafnvel þó það sé fegurra en sjálf sólin.
![]() |
Andlitið ákvarðar samböndin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flottar uppeldisaðferðir
10.4.2008 | 08:34
Rosalega líst mér vel á svona uppeldisaðferðir, ég er sannfærð um að þær virka vel á öll börn, líka börn sem ekki eru með nein þroskafrávik, það er örugglega vænlegra að hvetja heldur en að vera sífellt að skammast, einhvernvegin held ég að skammir geri bara vont verra, foreldrar sem eru endalaust að skamma og refsa kalla oftar en ekki fram neikvæða hegðun í fari barna sinna.
Það er að minnsta kosti mín sannfæring, ég næ miklu frekar fram því jákvæða í mínum börnum með því að tala við þau, hvetja þau og hrósa.
Ef að þú brosir framan í heiminn, brosir heimurinn framan í þig
![]() |
ADHD: Hjartanærandi aðferðir gefast vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábært framtak
10.4.2008 | 08:09
Frábært framtak hjá borginni og löngu tímabært. Það eru því miður margir illa staddir vegna fíknisjúkdóma og þurfa meira en meðferð til að ná heilsu á ný. Ég fagna öllum úrræðum sem yfirvöld bjóða upp á í þessum efnum. Fólk sem er að koma úr meðferð þarf á stuðningi að halda, það er langt frá því að vera albata, fíknisjúkdómar eru flóknari en svo að maður leggist bara inn á sjúkrahús og fái lækningu, það sem tekur við eftir meðferð er mikil andleg vinna, alkahólistar og fíklar þurfa að geta tekist á við 24 tíma prógramm per sólahring það sem þeir eiga eftir ólifað.
Það er því mikill ábyrgðarhluti að ætlast til að fólk sem jafnvel á ekki einu sinni fastan samstað plummi sig, af því einu að það er hætt að nota, það þarf svo miklu meira að koma til. Það er engin sæmilega upplýstur og þokkalega greindur einstaklingur sem heldur því fram að þessi lífshættulegi sjúkdómur sé aumingjaskapur, það er gróði fyrir þjóðfélagið í heild sinni að þessu fólki sé hjálpað að koma undir sig fótunum og hefja nýtt líf.
Það er enginn maður svo aumur að hann sé ekki þess virði að honum sé rétt hjálparhönd, vilji hann það sjálfur.
![]() |
Nýtt búsetuúrræði fyrir fólk sem þarf stuðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjónvarp eða ekki?
9.4.2008 | 07:59
Ég er svo sem alveg sammála, sjónvarp á ekki heima í svefnherbergi að mínu mati, en hitt er svo annað mál að börnin mín eru með sjónvörp í sínum herbergjum, þannig að ekki ræð ég nú miklu á mínu eigin heimili
Annars er þetta ekki alslæmt fyrirkomulag, þar sem þau eru sjaldnast sammála um á hvað skuli glápa í það og það skiptið. Reyndar eru grísirnir mínir ekki með neinar stöðvar tengdar, vegna tæknilegra örðuleika en þau eru með dvd spilara bæði tvö.
Sem er alveg brilljant, því þá sjaldan að horft er á sjónvarpsstöð koma allir saman í stofunni og horfa saman, sem skeður næstum aldrei því við erum bara með Ríkissjónvarpið eins og er, líka vegna tæknilegra örðugleika.
En það er alveg á glæru að sjónvarp fær ekki inngöngu í mitt dásamlega svefnherbergi, ALDREI það hefur ekki alltaf verið svo, nú hins vegar ræð ég þessu alveg ein og hlusta bara á ljúfa tóna úr geislanum, þvílík sæla!
![]() |
Sjónvarp í svefnherberginu hefur slæm áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gott að eiga góðar vinkonur.
8.4.2008 | 11:22
það er nú ekki slæmt að eiga góðar vinkonur, en gott hjá honum að vera ekki að æða út í fast samband. Ekki gekk það síðasta svo vel hjá kalli, kannski hann bjóði mér í rómantískan kvöldverð, ég hefði ekkert á móti því að tilheyra vinkonuhópnum, en ég myndi náttla segja honum að það þýddi ekkert að vera að reyna neitt við mig, hann er bara ekki mín týpa hann Paul, svo er hann aðeins of gamall fyrir mig líka....
Verst að hann veit ekki númerið hjá mér, og enn verra að hann veit ekki einu sinni að ég er til. Sko fyrir hann......Palla sko, sko.
![]() |
Með þrjár í takinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum komin af öpum.
8.4.2008 | 06:28
Þetta er einmitt það sem ég hef alltaf verið að reyna að sannfæra aðra um, við misgóðar undirtektir. Mín reynsla er einfaldlega sú að strákar byrja strax í frumbernsku að gefa frá sér hin undarlegustu hljóð, hljóð eins og burr og tritrirtii eða eitthvað sollis, þeir byrja ótrúlega fljótt að herma eftir hljóðum í bílum og hrískotabyssum, hver kannast ekki við lítinn gutta sem geysist um á miklum hraða apandi eftir til dæmis flugvél, nú eða slökkviliðsbíl........Dirú..dirú...dirú....dirú..
Sjálf á ég 2 stráka og eina stelpu, það eru tæp 2 ár á milli stelpunnar og yngri stráksins, stelpan er eldri, þannig að sá stutti var neyddur í barbíleik og fleira á sínum bernskuárum, hann hins vegar var fljótur að mótmæla, en fékkst þó til að taka þátt ef hann fékk að hafa Kasí Mótó kallinn sem er nú ekki beint líkur hinum íðilfagra Ken, Kasí var forljótur með kryppu og alles, þannig að hann fékk náð fyrir augum guttans. Hann vildi ekki fyrir sitt litla líf leika Ken þó systan legði sig alla fram um að sannfæra brósa sinn um að Ken væri kúl.
Þetta er pottþétt meðfætt, ömmukrúttið mitt er strákur, hann er rétt rúmlega 1 árs og er strax farin að apa eftir bílum, hún móðir mín á 2 dúkkur eina svarta og eina hvíta, við buðum litla töffaranum upp á að leika sér með þær vinkonurnar á dögunum, og viti menn! Hann virti þær vart viðlits, en hafði þó fyrir því að kasta þeim til hliðar sármóðgaður og súr yfir kellingunum í lífi sínu.
Mér finnst mjög svo marktækt að styðjast við rannsóknir á öpum, við erum jú þegar öllu er á botninn hvolt komin af öpum, og ég er stolt af því, ég elska apa.
![]() |
Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á strákaleikföngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Týpískt!
8.4.2008 | 05:39

![]() |
Lyftan brann yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvurslags?
7.4.2008 | 18:18
![]() |
Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ömmu og afa ferðir!
7.4.2008 | 07:34
Ömmu og afa ferðir! Börn eru orkumikil! Ekki alveg nýjar fréttir, sum markaðssetning er svo átakanlega kjánaleg eitthvað, nýjasta dillan er sú að smala saman örvasa gamalmennum eins og mér, senda liðið með barnabörnin upp í óbyggðir, eins og það er nú skemmtilegt, svo má maður barasta labba á sínum lúnu löppum, eltandi ungviðið upp um fjöll og fyrnindi. Síðan er boðið upp á gistingu í kofum þar sem allir kúldrast hver ofan í öðrum, gamlingjarnir mega svo standa í biðröð við prímus að sjóða pulsur og hita kakó ofan í grislingana. Þá á eftir að koma liðinu í svefn.. Og á fætur að morgni....
Ég get nú ekki alveg sagt að draumaferðin mín sé akkúrat þessi ferð.
En sé samt fyrir mér að jólagjöfin í ár verði einmitt þessi hryllingur.
Umslag með fallegu korti og mynd af barnabörnunum auðvitað, í kortinu er svo mynd af úber fallegu húsi með arni, uppbúnum rúmum og kósíheitum sem erfitt er fyrir einmanna ömmur að standast, ferð fyrir þig elsku amma og "okkur" í sveitasælu í faðmi hárra fjalla.
Ég ætla að frábyðja mínum börnum að þau skuli ekki voga sér að gefa mér svona ferð, nema ef hjólastóll fylgir, hann þarf ekkert að vera rafknúin, krakkarnir skiptast bara á að aka stólnum, enda uppfull af orku eins og segir í auglýsingunni..
![]() |
Ferðafiðringurinn kominn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)