Við erum komin af öpum.

Þetta er einmitt það sem ég hef alltaf verið að reyna að sannfæra aðra um, við misgóðar undirtektir. Mín reynsla er einfaldlega sú að strákar byrja strax í frumbernsku að gefa frá sér hin undarlegustu hljóð, hljóð eins og burr og tritrirtii eða eitthvað sollis, þeir byrja ótrúlega fljótt að herma eftir hljóðum í bílum og hrískotabyssum, hver kannast ekki við lítinn gutta sem geysist um á miklum hraða apandi eftir til dæmis flugvél, nú eða slökkviliðsbíl........Dirú..dirú...dirú....dirú..

Sjálf á ég 2 stráka og eina stelpu, það eru tæp 2 ár á milli stelpunnar og yngri stráksins, stelpan er eldri, þannig að sá stutti var neyddur í barbíleik og fleira á sínum bernskuárum, hann hins vegar var fljótur að mótmæla, en fékkst þó til að taka þátt ef hann fékk að hafa Kasí Mótó kallinn sem er nú ekki beint líkur hinum íðilfagra Ken, Kasí var forljótur með kryppu og alles, þannig að hann fékk náð fyrir augum guttans. Hann vildi ekki fyrir sitt litla líf leika Ken þó systan legði sig alla fram um að sannfæra brósa sinn um að Ken væri kúl.  

Þetta er pottþétt meðfætt, ömmukrúttið mitt er strákur, hann er rétt rúmlega 1 árs og er strax farin að apa eftir bílum, hún móðir mín á 2 dúkkur eina svarta og eina hvíta, við buðum litla töffaranum upp á að leika sér með þær vinkonurnar á dögunum, og viti menn! Hann virti þær vart viðlits, en hafði þó fyrir því að kasta þeim til hliðar sármóðgaður og súr yfir kellingunum í lífi sínu.

Mér finnst mjög svo marktækt að styðjast við rannsóknir á öpum, við erum jú þegar öllu er á botninn hvolt komin af öpum, og ég er stolt af því, ég elska apa.Heart


mbl.is Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á „strákaleikföngum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Sammála þetta er meðfætt hjá strákum, á einn lítinn frænda foreldrar hans skildu ekkert í því þegar stráksi tekur allt í einu upp á því að herma eftir hljóðum í bílum, hvar lærir hann þetta  spyr móðir hans það hefur enginn kennt honum þetta, þetta hlýtur að vera meðfætt sagði faðirinn stoltur, En að við séum kominn af öpum neeeei ekki sammála því við erum komin af geimverum vil ég meina en það er mín skoðun.

Guðjón Þór Þórarinsson, 8.4.2008 kl. 07:18

2 Smámynd: hofy sig

Mér líst betur á apana

hofy sig, 8.4.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband