Frábært framtak

Frábært framtak hjá borginni og löngu tímabært. Það eru því miður margir illa staddir vegna fíknisjúkdóma og þurfa meira en meðferð til að ná heilsu á ný. Ég fagna öllum úrræðum sem yfirvöld bjóða upp á í þessum efnum. Fólk sem er að koma úr meðferð þarf á stuðningi að halda, það er langt frá því að vera albata, fíknisjúkdómar eru flóknari en svo að maður leggist bara inn á sjúkrahús og fái lækningu, það sem tekur við eftir meðferð er mikil andleg vinna, alkahólistar og fíklar þurfa að geta tekist á við 24 tíma prógramm per sólahring það sem þeir eiga eftir ólifað.

Það er því mikill ábyrgðarhluti að ætlast til að fólk sem jafnvel á ekki einu sinni fastan samstað plummi sig, af því einu að það er hætt að nota, það þarf svo miklu meira að koma til. Það er engin sæmilega upplýstur og þokkalega greindur einstaklingur sem heldur því fram að þessi lífshættulegi sjúkdómur sé aumingjaskapur, það er gróði fyrir þjóðfélagið í heild sinni að þessu fólki sé hjálpað að koma undir sig fótunum og hefja nýtt líf.

Það er enginn maður svo aumur að hann sé ekki þess virði að honum sé rétt hjálparhönd, vilji hann það sjálfur.


mbl.is Nýtt búsetuúrræði fyrir fólk sem þarf stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband