Sjónvarp eða ekki?

Ég er svo sem alveg sammála, sjónvarp á ekki heima í svefnherbergi að mínu mati, en hitt er svo annað mál að börnin mín eru með sjónvörp í sínum herbergjum, þannig að ekki ræð ég nú miklu á mínu eigin heimiliErrm

Annars er þetta ekki alslæmt fyrirkomulag, þar sem þau eru sjaldnast sammála um á hvað skuli glápa í það og það skiptið. Reyndar eru grísirnir mínir ekki með neinar stöðvar tengdar, vegna tæknilegra örðuleika en þau eru með dvd spilara bæði tvö.

Sem er alveg brilljant, því þá sjaldan að horft er á sjónvarpsstöð koma allir saman í stofunni og horfa saman, sem skeður næstum aldrei því við erum bara með Ríkissjónvarpið eins og er, líka vegna tæknilegra örðugleika.

En það er alveg á glæru að sjónvarp fær ekki inngöngu í mitt dásamlega svefnherbergi, ALDREI GetLost það hefur ekki alltaf verið svo, nú hins vegar ræð ég þessu alveg ein og hlusta bara á ljúfa tóna úr geislanum, þvílík sæla!


mbl.is Sjónvarp í svefnherberginu hefur slæm áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Sko ég er alveg samála þér í að sjónvarp á ekki heima í svefnherbergi, en maðurinn minn er ekki alveg á sama máli, og þegar ég lamaðist og átti frekar erfitt með að komast fram í stofu til að horfa skellti hann sjónvarpi inn í herbergi þannig að það er inni í svefnherbergi, ég segi ekki að í dag er ég ósköp fegin því ég þarf að leggja mig mikið og þá er ósköp gott að geta dreift huganum ef ég get ekki sofnað. En ef ég fæ einhverju ráðið þá fer það út úr herberginu við fyrsta tækifæri.

Helga Auðunsdóttir, 9.4.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: hofy sig

Já ég skil þig alveg, ég myndi örugglega gera það sama.

Bata og baráttukveðjur til þín.

hofy sig, 9.4.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband