Furðuleg árátta.
7.4.2008 | 06:41
Furðuleg árátta að þurfa að svívirða legstaði þeirra sem látnir eru. Þvílík illska sem mannskepnan býr yfir, trú og pólitík kalla fram verstu og aumingjalegustu hvatir sem búa innra með manneskjunni.
Múslímar eiga pottþétt eftir að hefna grimmilega, enda ekki vanir að hafa hægt um sig ef þeim finnst á sig ráðist. Mér finnst alveg hrikalega dapurlegt hvernig geggjaðir vitleysingar eru sífellt að ögra þessum öfgahópum. Þeir sem hóta fólki lífláti fyrir að teikna grínmyndir af sínum æðra mætti, sitja tæplega aðgerðalausir yfir alvöru skemmdarverkum af þessu tagi.
![]() |
Grafir múslíma svívirtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
oj oj!
7.4.2008 | 06:04
Oj oj oj! Gaman fyrir þá sem hafa eytt löngum tíma í nám, fornleifafræðinám allt so, vera svo bara gruflandi í kúk alla daga.
Nei hæ. Varst þú ekki að útskrifast úr Háskólanum?
Jú einmitt
Og hvað ertu svo að jobba?
Ég er nú mest í mannaskítnum þessa dagana
![]() |
Nýjar vísbendingar um fyrstu mennina í Ameríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagshugvekja
6.4.2008 | 15:07
Eins og þeir sem mig þekkja, vita að ég er ekki mjög sleip þegar kemur að tæknilegum tilfæringum, meira svona á mannlega sviðinu. Ég var sum sé að fatta hvernig ég get sett inn myndir á bloggið, já núna fyrst, ha ha ha
Ég á nú eftir að fínpússa þessa nýju uppgötvun mína, fikta meira og læra meira. En helgin bara að verða búin og allt, hún hefur verið fín hjá mér, var með litla ömmuprinsinn á föstudagsnótt og við höfðum það geggjað kósí. Verst hvað hann Polli minn er hrikalega afbrýðisamur, ég var búin að fara með gaurinn upp í fjall og leyfa honum að hlaupa, hann hljóp stanslaust í meira en klukkutíma upp og niður út og suður, en það var ekki að breyta neinu, um leið og Haukur mætti á svæðið umbreyttist litla kvikindið med de samme.
En það er ekkert skrítið, Polli er vanur að vera númer 1 og finnst erfitt að deila athyglinni. Ausa sys var að hringja og bjóða Pollaling í fjallgöngu, þau ætla að skunda á Akrafjall, hvað annað? Ég og heimasætan ætlum hins vegar að skutlast í fermingaveislu, þá þriðju þetta árið, við ætlum að taka Hauk yfirkrútt með okkur. Snorri afmælisbarn ætlar að heimsækja pabba sinn, svo það verður barasta enginn heima á Holtinu á eftir. Svandís er í ræktinni, munur ef ég hefði drullast með henni... en nei nei ég nennti því náttla ekki, best að fara að græja sig fyrir veisluna.
Bæjó spæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snorri
6.4.2008 | 14:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haukur Leó
6.4.2008 | 14:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svandís
6.4.2008 | 13:33
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)