snorri
6.4.2008 | 13:26
Afmælisbarn dagsins! Snorri Sturluson, það eru 15 ár síðan ég fæddi þennan snilling, myndin er tekin á Spáni síðasta sumar, litla krúttið er hann Haukur Leó ömmustrákur, já ég er sko rík kona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er í gangi?
6.4.2008 | 12:47
Alveg er þetta makalaus sunnudagur, aftur frétt um eina af mínum örfáu uppáhalds leikurum, hvað er eiginlega í gangi? Ég elska Renée ekki mikið minna en Heston, ég fer eiginlega aldrei í kvikmyndahús, eða á nokkura ára fresti, en ég lét Bridget Jones og Ben Hur ekki fram hjá mér fara, ég get horft á Bridget Jones aftur og aftur og aftur.....Bara snildin ein..
![]() |
Zellweger segist vera hræðileg stjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snillingur.
6.4.2008 | 12:38
Ég get ekki sagt að ég eigi marga uppáhalds leikara, en Charlton Heston er svo sannarlega einn af þeim og hefur verið í vinningsliðinu mínu frá alda öðli, þegar ég fór í bíó á Ben Hur sat ég gjörsamlega heilluð af kallinum, vinkonum mínum til mikillar skelfingar, þær áttu ekki orð yfir hrifningu minni enda gæinn hátt í 40 árum eldri en við, þeim fannst ekki mikið til hans koma, við vorum illa þjakaðar af gelgjuskeiðinu um þetta leiti, sjálf var ég óþolandi gelgja með tilheyrandi píkuskrækjum og ranghugmyndum sem tilheyra þessum aldri. En það fór þó ekki fram hjá mér að þarna var mikill snillingur á ferð.
Blessuð sé minning hans.
![]() |
Charlton Heston látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bráðdrepandi
6.4.2008 | 12:04
Fuss og svei! Skyndibitar eru örugglega bráðtrepandi, svo eru þeir ekki einu sinni góðir, það eru líka ekki þeir sem fita mig. Það sem mér finnst verst að vara án er súkkulaði, og það er það sem sest utan á minn fagra kropp
Ég er heldur ekki að tala um eitthvað smotterí, ég gæti vel hugsað mér súkkulaði í hvert mál, ég er svo í stanslausu "súkkulaði fráhaldi" sem að virkar þannig að ég má bara borða ÖRFÁ súkklaði á dag.
Til að friða samviskuna er ég mjög mikið í heilsusúkkulaði þessa dagana, ég nenni ekki að fara neitt nánar út í það, heilsusúkkulaði virkar svipað og venjulegt súkklaði, maður fitnar sem sé alveg fullt af því, en það sem skeður og er svo brilljant er að heilinn minn segir mér að þetta sé alveg bráðhollt og losar mig við óþægilegar hugsanir um aðhald... aðhald.....fúla aðhald..
![]() |
Offitufaraldur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nákvæmlega.
6.4.2008 | 01:12
Nákvæmlega mín sannfæring til margra ára, sjálfsagt vegna þess hve sjálfmiðuð ég er, mér finnst nebbla vatn ekkert sérlega gott, eiginlega bara hundvont. Alla vega mjög svo óspennandi að þamba vatn í lítratali, og vera svo á stanslausu renniríi á klóið....
![]() |
Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hjáguðadýrkendur.
6.4.2008 | 01:00
![]() |
52 stúlkur fluttar af búgarði sértrúarsöfnuðar í Texas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brjálaða borg.
5.4.2008 | 17:15
Já! Það er alltaf sama fjörið í borginni, mikið á ég nú gott að hafa haft vit á að pilla mér þaðan á sínum tíma. Ég get svo svarið það að það er ekki margt sem minnir mig á að ég hafi slitið barnsskónum í þessari brjáluðu borg. Það er allt orðið breytt, og þá meina ég allt. En það er nú ekki heldur eins og ég hafi farið í gær, sei sei nei, það var ekki einu sinni á þessari öld. Allt er breytingum háð, "risa stóri" skólinn sem ég gekk í fyrstu árin er ekki einu sinni skóli lengur, hann er heldur ekki stór lengur, heldur bara pínu lítið hús..öss öss söös!
Eða þá sveitin, nei nei hún er horfin líka, ég fór nebbla í tjaldútilegu í mjóddina og berjamó upp í Seljahverfi... Ég tilheyrði frumbyggjum Breiðholtsins.... var samt sannur vesturbæingur fyrstu 10 ár ævinnar
Já svona er lífið, kemur sífellt á óvart.
![]() |
Þrír handteknir eftir hópslagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta væri kannski...
5.4.2008 | 16:49



![]() |
Kossaflens í Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugrökk.
5.4.2008 | 16:40

![]() |
Bauð bófa í kaffi og köku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurhæfing
5.4.2008 | 16:37
Endurhæfing? Kannski er þetta eitthvað sem getur hjálpað konum sem búa við heimilisofbeldi, og ef svo er þá er þetta bara frábært. Ég veit svo sem ekki neitt um þetta mál nema það sem kemur fram í fréttinni, sem er reyndar hvorki mikið né ýtarlegt. En ég svona prívat og persónulega er ekki hissa á að konur myrði maka sína eftir að hafa búið við stöðugt ofbeldi af þeirra völdum, kannski árum saman, því miður komast allt of margir karlmenn upp með að misþyrma konum sínum líkamlega, kynferðislega og andlega í mörg ár, jafnvel marga áratugi, sumir alveg fram í rauðan dauðann...
![]() |
Sviðsetur morð sem hún framdi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)