Mamma elskar fisk.
5.4.2008 | 16:19
Móðir mín er mikill fiskaðdándi, svo mikill að manni hreinlega ofbýður nú stundum, hún tekur nebbilega fisk fram yfir kjöt og allt, hún myndi glöð vilja borða soðna ýsu á sjálfum jólunum. Þannig að fólk getur núna hætt að furða sig yfir mínum yfirburðagáfum, ég er nokkuð viss um að hún mamma mín hefur ekki slegið slöku við í fiskiátinu á meðgöngunni.
Aftur á móti er ég ekki nógu dugleg að borða fisk, finnst hann samt góður, það er að segja ef hann er góður, en soðin ýsa fer ekki inn fyrir mínar varir, alla vega ekki með mínu samþykki, borðaði hana þegar ég var krakki, stappaða með miklum kartöflum og slatta af tómatsósu....
![]() |
Fiskur gerir börnin greindari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ógeð!
4.4.2008 | 17:19


![]() |
Segja birni pyntaða í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frekja og hroki.
4.4.2008 | 11:49
Stórt skap, eða frekja og hroki, mér finnst fólk allt of oft skýla sér á bak við stórt skap. Það er tvennt ólíkt að vera skapstór eða að vera að drepast úr frekju og mikilmennskubrjálæði. Margir frægir haga sér eins og allt snúist um þá, og þá eina. Þetta lið lifir og þrífst á athyglinni sem það vekur, sumum finnst líka neikvæð athygli betri en engin
![]() |
Naomi Campbell laus gegn tryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðinn þreyttur
4.4.2008 | 11:40
Æji! Kallinn orðinn þreyttur, ég er svo sem ekki hissa á Ronnie, enda er gaurinn búinn að rúlla síðustu 33 árin ásamt hinum steinunum, ég hef fílað þessa töffara frá frá unga aldri, það fer engin í sporin þeirra.
Í dag eru þeir sannkallaðir ellismellir, en úthaldið! Ég væri sátt ef ég gæti státað af þó ekki væri nema broti af þeirra orku, þegar ég kemst á þeirra aldur. Ekki sýnist mér heldur að þeir hafi verið að ofnota lýtalæknana, eins og margir frægir ellismellir, ég byði nú ekki í ef Mike overdósaði á botoxinu, því eins og einhver sagði, maðurinn er með BARNSBURÐAVARIR
´´Eg elska þessa gaura..
![]() |
Vill hvíld frá Rolling Stones |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fáránlegt.
4.4.2008 | 08:29
Mér finnst fáránlegt að það geti verið geðþóttaákvörðun presta og forstöðumanna trúfélaga hvort þeim þóknist að staðfesta samvistir samkynhneigðra, nógu klikkað er að fólk megi ekki giftast í hinum heilögu kirkjum landsins þeim sem það vill giftast, hvort það er kona og karl, tvær konur eða tveir karlar, get ég ekki séð að komi prestum og prelátum komi það andskotann eitthvað við.
Ég gef lítið fyrir það stendur í Biblíunni, sú bók getur bara ekki verið sönn.
Guð er góður, Guð gerir ekki mannamun og honum er slétt sama um hvort fólk er samkynhneigt, tvíkynhneigt eða gagnkynhneigt.
Það er að minnsta kosti mín sannfæring.
![]() |
Prestar geti staðfest samvist samkynhneigðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sorglegt.
4.4.2008 | 08:15
![]() |
Myrti nýfætt barn sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég elska H&M.
3.4.2008 | 18:15


![]() |
Rei Kawakubo hannar fyrir H&M |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frekar fyrir nunnur og munka.
3.4.2008 | 12:31
Ég er alveg rothissa á þessari frétt, hvað er eiginlega unnið með geldingu? Ég hélt að það hafi bara verið gert í Rómarveldi fyrir margt löngu, og þá í þeim tilgangi að drepa niður kynhvöt, þegar Kali kúla og hans nótar voru með kvennabúr sem þeir létu svo geldingana passa.
Mér finnst þetta eitthvað mjög svo brenglað, að krakkar geti bara trítlað sér inn á heilsugæslu og beðið um eitt stykki geldingu takk. Ekkert sérstakt ferli á undan, eins og sálfræðiráðgjöf, aldurstakmark og sonna.
Þetta ætti heldur að standa munkum, nunnum og síðast en ekki síst kaþólskum prestum til boða, og jafnvel bara frítt
![]() |
Geldingar í fegrunartilgangi bannaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drama drama!
3.4.2008 | 12:15
Drama drama! Nú þykir mér fokið í flest Þurfa labbakútarnir í Leikhúsinu virkilega á lögregluvernd að halda?
Sérsveitin kannski að vígbúast, allur er varinn góður, það sagði alla vega skessan og skeindi sig áður en hún skeit
![]() |
Aðgengi takmarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannvonska eða?
3.4.2008 | 10:20
![]() |
Grindhoruðum ketti bjargað af lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)