Dónar
3.4.2008 | 10:12

![]() |
Buðu lögreglu upp á kaffi og vöfflur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alveg makalaust erum við púkó.
3.4.2008 | 10:09
Iss piss! Alveg makalaust hvað stjórnmálaumræðan á Íslandi er smásmuguleg, ekki veit ég hvort við "almenningur á Íslandi" erum svona afburða nánasaleg ef stjórnmálamenn eiga í hlut, eða hvort það er bara meðfæddur hæfileiki okkar að kunna að leggja saman tvo og tvo og fá út fjóra. Hvað munar um okkur svo sem um 200 þúsund kall? Ekki munar mig mikið um það, enda fékk ég hvorki meira né minna en 4000 kall meira í umslagið heldur en síðustu mánaðamót.
Við verðum að standa við bakið á þessum elskum, þau eru líka bara að gera þetta fyrir okkur, ekki viljum við að það fari illa um greyin í háloftunum.
Þetta er líka svo miklu hagstæðara í alla staði, það sjá það nú allir, nema kannski við, sem er svo sem ekkert að marka þar sem við erum bévaðir nískupúkar....
Ég ætla að vera alveg brjálæðislega jákvæð í dag. Eins og reyndar ég er næstum alltaf.
![]() |
Munaði 100-200 þúsund krónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir hvað standa hryðjuverkasamtök.
2.4.2008 | 23:39
Þeir líta svo á að þeir myrði ekki saklausa, en hvað með óvinina? Skyldu þeir þá vera réttdræpir að þeirra mati? Og hvað með seka, ætli þeir séu líka réttdræpir?
Dálítið ruglingslegt, að æðsti maður hryðjuverkasamtaka fullyrði að hann myrði ekki saklausa borgara.
Fyrir hvað standa hryðjuverkasamtök, er ég að missa af einhverju?
![]() |
Al-Zawahiri: SÞ óvinur íslam |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara flottur
2.4.2008 | 21:19
Alveg dásamlega krúttleg uppákoma.
Diddiriddidí! Best að skella sér til Færeyja... eða.. eða.. bara Þórshafnar, bíttar engu
Klikkað umburðarlyndur náungi, og mikill húmoristi, það mættu nú margir taka hann til fyrirmyndar.
BARA FLOTTUR.
![]() |
Lenti á rangri Þórshöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jibbý!
2.4.2008 | 21:06
Ég var ein af þeim sem skutlaði mér í biðröð í dag, hún var reyndar mjög stutt, við erum nebbla með svo margar bensínstöðvar hérna á Skaganum
En okey ég fyllti náttla drossíuna, og svei mér þá ég góndi svo mikið á þessar fáu hræður í röðinni, að úpps! Sull sull, já ég sullaði bensíni út á allan fína bílinn minn, en það gerði svo sem ekki mikið til, bensínið var hvort sem er svo billegt í dag, nú svo brunaði ég eins og leið liggur upp í Borgarfjörð, bara svona í útsýnisbíltúr, datt meira að segja í hug að halda áfram alla leið til Akureyrar. En hætti við á síðustu stundu.
Svona var ég nú ánægð með bensínlækkunina,
já ég veit, það þarf ekki mikið til að gleðja mitt litla hjarta.
![]() |
N1 veitir 25 króna afslátt á eldsneytisverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brakandi blíða eða...
2.4.2008 | 20:43
Eitthvað held ég að Kári hafi verið að plata okkur, spurning hvort hann hafi eitthvað ruglast á degi Það var alla vega komin þrusu vorfílingur í mig, fór í fjallið í gær í brakandi blíðu
Við mæðgurnar lögðum svo á stað í lautarferð aftur í dag með Polla að sjálfsögðu, við skutluðumst upp í Borgarfjörð og það var sko alls ekki vor í lofti, 20 metrar " í hviðum reyndar" en samt hvínandi rok og skítakuldi, Polli lét það nú ekki stoppa sig og hljóp eins og byssubrenndur út um allar koppagrundir, við dömurnar hírðumst eins og hengilmænur inn í bíl á meðan, enda léttklæddar í stuttbuxum og hlýrabol.....
Nei ekki alveg, en samt ekki klæddar fyrir svona sluddu veður.
Vorið er samt ekki langt undan, svo mikið er víst og satt. Annars held ég að við finnum það sem við leitum að, ef að við leitum að hamingju finnum við hamingju, en ef að við leitum að eymd og böli þá finnum við eymd og böl.
Sælir eru einfaldir
aldrei misskildir fyrir annað
en það sem þeir eru. Úr Heimspekingur æðrast.
Betra er manninum að hugsa háleitar
hugsanir við grútartýru heldur en að
flatmaga í rafmagnsljósum og verða flón. Þórbergur Þórðarson.
Alltaf gaman að lesa svona snillinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áfram bílstjórar
2.4.2008 | 11:34
Hrikalega leiðist mér þessi harmagrátur hjá löggunni, auðvitað er almenningur í hættu við þessar aðstæður, það dylst varla nokkrum manni, en að vera að beita sektum og vera með skýrslutökur finnst mér alveg fáránlegt, í ljósi þess að þeir geta ekki tekið skýrslu af öllum þeim fjölmörgu bílstjórum sem taka þátt í mótmælunum, ætli þeir pikki bara út þessa fremstu og sekti þá, það finnst mér ekki rétt. Þeir ættu heldur að gráta utan í ráðherrunum og eldsneytiskóngunum ef að þeir á annað borð þurfa eitthvað að vera að væla og skæla.
Áfram bílstjórar....Það er nóg komið af þessu endalausa okri.
Næst á dagskrá er svo vöruverðið.... og svo... og svo... Já já það er sko af nógu að taka.....Niður með þetta fjárans okur á öllum sviðum.
Ég myndi taka þátt með bílstjórunum, ef að ég væri svo heppin að eiga fyrir bensíni.
![]() |
Klárlega almannahætta" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Frábært framtak
2.4.2008 | 08:35

![]() |
Steikir á daginn, skrifar á kvöldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Betra að hlýða krökkunum
2.4.2008 | 08:02

![]() |
Ætluðu að ræna kennaranum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki öfundsverð
1.4.2008 | 23:34

![]() |
Afgönsk stúlka stefnir á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)