Mannvonska eða?

Hverskonar fólk lokar dýr inni til að svelta í hel? 'Otrúleg mannvonska, eða svona yfirgengilt kæruleysi, ég skil ekki hvað fólk er að pæla, illu skárra hefði verið að loka veslings kisuna úti, það hefði að minnsta kosti gefið henni möguleika á að bjarga sér, kisur eru duglegar að spjara sig, svo er sem betur fer fullt til af sönnum dýravinum sem hefðu glaðir skotið yfir hana skjólshúsi, þar á meðal ég.
mbl.is Grindhoruðum ketti bjargað af lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hvað er að? Hvernig er þetta hægt? Það eru líka til góð dýrahótel ef fólk þarf að bregða sér af bæ. Það fýkur bara í mann að lesa svona og það gerist ekki oft....

en annars hlý og góð kveðja til þín Hófý

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 10:32

2 identicon

Ég vil vita hvort þessi einstaklingur verður sektaður, eða jafnvel kærður í samræmi við dýranverndunarlög? Það er kominn tími til að taka fyrir svona. Að kvelja bjargarlaus dýr og jafnvel deyða þau með svona pyntingum getur ekki talist annað en mannvonnska á háu stigi.

Linda (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:49

3 identicon

Að sjálfsögðu á að dæma svona dýraníðinga ekki síðaur en aðra níðinga, það er hins vegar sorglega sjaldan sem slíkt er gert, og allt of auðvelt fyrir fólk að fá sér dýr í einhverri augnablikshrifningu, svo bara hendir það dýrunum þegar það nennir ekki að eiga þau lengur, allt of margir hugsa ekki dæmið til enda og líta jafnvel á lifandi dýr sem leikföng fyrir smábörn..............Arrrrg ég get sko orðið alveg brjáluð yfir svona hugsunarleysingjum og dýraníðingum.

hofy (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband