Ömmu og afa ferðir!

Ömmu og afa ferðir! Börn eru orkumikil! Ekki alveg nýjar fréttir, sum markaðssetning er svo átakanlega kjánaleg eitthvað, nýjasta dillan er sú að smala saman örvasa gamalmennum eins og mér, senda liðið með barnabörnin upp í óbyggðir, eins og það er nú skemmtilegt, svo má maður barasta labba á sínum lúnu löppum, eltandi ungviðið upp um fjöll og fyrnindi. Síðan er boðið upp á gistingu í kofum þar sem allir kúldrast hver ofan í öðrum, gamlingjarnir mega svo standa í biðröð við prímus að sjóða pulsur og hita kakó ofan í grislingana. Þá á eftir að koma liðinu í svefn..W00t Og á fætur að morgni....Crying

Ég get nú ekki alveg sagt að draumaferðin mín sé akkúrat þessi ferð.

En sé samt fyrir mér að jólagjöfin í ár verði einmitt þessi hryllingur.

Umslag með fallegu korti og mynd af barnabörnunum auðvitað, í kortinu er svo mynd af úber fallegu húsi með arni, uppbúnum rúmum og kósíheitum sem erfitt er fyrir einmanna ömmur að standast, ferð fyrir þig elsku amma og "okkur" í sveitasælu í faðmi hárra fjalla. Heart

Ég ætla að frábyðja mínum börnum að þau skuli ekki voga sér að gefa mér svona ferð, nema ef hjólastóll fylgir, hann þarf ekkert að vera rafknúin, krakkarnir skiptast bara á að aka stólnum, enda uppfull af orku eins og segir í auglýsingunni..Tounge

 


mbl.is Ferðafiðringurinn kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

hahahhaha ég sé mig bara í anda! Held að barnabarnið þyrfti að bera mig hálfa leiðina

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: hofy sig

Nákvæmlega

hofy sig, 7.4.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband