Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvar endar þetta?

Hvar endar þetta allt saman? Ég hefði nú heldur talið að matarverð þyrfti að lækka og það all verulega, svona miðað við hinn almenna launþega í þessu landi. Alveg drullupirrandi hvernig allt hækkar, nema náttla launin, þau eru í hróplegu ósamræmi við verðlag á öllum sköpuðum hlutum. Til dæmis ef við tökum tannlæknakostnað barna, ég var að borga 50.000 þúsund fyrir strákinn minn í tannlækningar og hann fer 2 svar á ári. Svo koma tannréttingarnar þar ofan á, ég er með tvö börn í tannréttingum. Íþróttir, tónlistarnám, skólaferðalög og Guð má vita hvað og hvað, þetta er bara út úr öllu korti, svo finnst mér svo dularfullt og hefur alltaf fundist að barnabæturnar skerðast þónokkuð við 7 ára aldur, einmitt um það bil sem börn eru að byrja í íþróttum og hvers kyns tómstundum, og unglingarnir eru nú ekkert sérlega ódýrir í rekstri ef út í það er farið. Jæja ég er greinilega komin langt út fyrir efnið sem ég byrjað að ræða um. Svo nú er mál að hætta.
mbl.is Matarútgjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendingahatur

Hrikalega finnst mér sorglegt hvernig sumt fólk getur hagað sér, að ráðast á fólk og berja, stinga og Guð má vita hvað, af þeirri ástæðu að það er ekki sömu þjóðar og það sjálft. Og að hrópa ókvæðisorð á eftir útlendingum, og öskra á eftir þeim að fara heim til sín og annað í þeim dúr, sýnir held ég bara hvað slíkir einstaklingar eru illa á sig komnir andlega.

Ég er samt sem áður hlynnt því að herða þurfi reglur á innflutningi erlends vinnuafls og erlendu fólki til landsins yfir höfuð. Mér fyndist líka að yfirvöld ættu hiklaust að krefja erlenda ríkisborgara um sakavottorð, áður en þeim er hleypt inn í landið til að dvelja í lengri tíma.

En þessi ömurlega framkoma sumra Íslendinga í garð útlendinga finnst mér dæma sig soldið sjálf, þá meina ég að þeir sem haga sér svona ættu kannski að leita sér hjálpar, það hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá fólki sem leitar uppi fólk frá öðrum löndum til að hrella og meiða. Ég veit að þetta eru mikið mjög ungir einstaklingar sem eru að kenna útlendingum um allt sem miður fer, eins og að þeir séu að taka frá þeim vinnu og fleira, ég hef hins vegar ekki orðið vör við að þessir sömu krakkar séu ýkja sólgin í vinnu í slorinu. Auðvitað er fullt af fólki á öllum aldri að ýminda sér það sama og krakkarnir, það heyrist náttla bara hæst í æskunni. 

Svo byrjar útlendingahatrið líka einhversstaðar ekki satt? sjálfsagt hjá okkur fullorðna fólkinu, þar sem ungdómurinn gleypir það hrátt, og boltinn rúllar, svo endar öll vitleysan í fáránlegum múgæsingi.

Ekki meira frá mér að sinni.


mbl.is Undiralda útlendingahaturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgafullir vitleysingar.

Þessir öfgafullu brjálæðingar eyðileggja fyrir öllum múslimum, þetta er svo illa upp lýst og forheimskur söfnuður að það nær ekki nokkurri átt, það að þessir fáráðlingar séu að drepa fólk, hægri, vinstri í nafni trúarinnar er bara ekkert annað en viðurstyggð, einhver teiknar mynd af átrúnaðargoðinu og birtir í blöðum, er nóg til að skríllinn gengur af göflunum, og hrópar drepa, drepa, í nafni trúarinnar. Fuss og svei, þetta eru nú ljótu aularnir.
mbl.is Líkur taldar á mótmælum múslíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúskí karamba.

Rúskí Karamba! Léleg þessi rússalögga, að geta ekki einu sinni skutlað grey kallinum heim, kannski var hann líka bara alveg næstum því að fara borga skuldina Gasp Örugglega búin að steingleyma að hann skuldaði einhverjum pjéning.Halo
mbl.is Bíllinn hirtur fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttukerla

Sko! Það er töggur í þeirri gömlu, hún er BARA krúttleg.
mbl.is Níræð braust inn á eigið heimili með öxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir hverju var hann að bíða.

Af hverju ætli hann hafi beðið þar til hann var orðin 570kg? Ég meina ég hélt að þetta væri bara ekki hægt, og hvernig í ósköpunum ætli maðurinn framfleyti sér, eitthvað kostar nú fæðið ofan í gaurinn. Svo er ég stundum svo mikill pælari, þannig að ég var að pæla í því hvernig hann þrífur sig, eða náttla gerir hann það ekki sjálfur, enda ekki á færi eins manns svo sem, ég skil bara alls ekki hvernig hægt er að þrífa allar fellingarnar svo einhver mynd sé á. Helst dettur mér í hug að kraftslanga sé látin spúla hlunkinn, ekki að mér komi það nokkurn skapaðan hlut við, datt þetta bara sonna í hug.


mbl.is Þyngsti maður heims léttist um 230 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sykur!

Jæja þá er mar loksins búin að setja inn nýjar myndir, alltaf so lengi að koma því í verk.

Það sem mér liggur á hjarta núna er sykurneyslan okkar, mér finnst svo pirrandi að það sé verið að troða sykri í nánast allt. Eins og til dæmis jógúrt, í einni pínulítilli jógúrtdós er hvorki meira né minna en 5 stk. sykurmolar, við erum að tala um kannski nokkrar teskeiðar af jógúrti. Kókómjólkin er sömuleiðis uppfull af sykri, það eru meira en 5 sykurmolar í pínuponsu fernu, æji ég man ekki hvað hún er mörg grömm, skiptir heldur ekki öllu. Mér finnst þessi sykurneysla okkar vera komin út í algjöra vitleysu, sykur, sykur, sykur! Og ég er sko í sykurfráhaldi, sem er bara alls ekkert auðvelt í þessu bandbrjálaða sykurneyslusamfélagi okkar.

Annars er ég alveg hundlasin, með hálsbólgu, kvef og hósta, eins og meginþorri þjóðarinnar. Held ég komi mér barasta undir sæng í von um að ég verði betri á morgun.

Gangið í gleðinni.InLove


Bjór í heimabyggð.

Eins og það skipti nú höfuðmáli hvar mjöðurinn er bruggaður, allt rennur þetta ljúft niður í landann. Og flestum bjórþömburum er örugglega nokk sama hvar bjórinn er búin til. Annars getur svo sem vel verið að næsta krafa verði: Bjór í heimabyggð Tounge Hvað veit ég? Ekki mikið, enda bara að bulla einhverja steypu.
mbl.is ÁTVR brýtur reglur EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já einmitt.

Já einmitt! Það er löngu hætt að vera frétt að atkvæðasmalarnir lofi frá sér glórunni, og standi aldrei við eitt né neitt, það væri miklu heldur frétt ef einhver silkibrókin í stjórnarliðinu stæði við þó ekki væri nema eitt loforð.
mbl.is Fjórtán milljarða króna loforð fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymingja fólkið.

Eymingja fólkið þarna fyrir vestan, það er svo þreytandi að hafa þessa hættu alltaf hangandi yfir sér, sumir þurfa sífellt að vera að rýma húsin sín, og flytja inn á aðra. Sú var tíðin að ég bjó þarna á hjara veraldar, það var oft erfitt fyrir borgarbarn eins og mig, það var sko heilmikið mál að skreppa einhvern spotta yfir háveturinn, enda entist ég ekki lengi á vestfjarðarkjálkanum, bjó þar þó í 2 ár. Hins vegar var alltaf gaman að koma vestur yfir sumartímann, og dvaldi ég oft þar í góðu yfirlæti hjá ömmu minni og afa á Ísafirði. En fólkið sem endist til að búa þarna ár eftir ár og áratug eftir áratug, á sko hrós skilið, já það á hrós skilið fyrir að halda þessum stöðum í byggð, ekki vildi ég sjá allt leggjast í eyði á þessum annars hrikalega fallega stað, það er Vestfjarðarkjálkanum.
mbl.is Snjóflóð féll á Óshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband