Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvar er ábyrgð fíkilsins.

Einu sinni fíkill , alltaf fíkill, það er ekki mjög ábyrgðafullt þegar fíkill leitast við að kenna öðrum en sjálfum sér um. Ef að fíkill ætlar að ná árangri í baráttu sinni við fíknina, verður hann að byrja á að taka ábyrgð á sínum gjörðum. Það var ekki starfsmaður úr spilavítinu né neinn annar sem lét gaurinn spila, hann tók sjálfur ákvörðun um að spila, alkahólistar fá sér líka að drekka, það er engin sem hellir ofan í þá víni, ég ætti kannski að fara í mál við ríkið fyrir að hafa selt mér eins mikinn bjór og ég gat í mig látið, ég gæti altént sagt að ég hafi verið búin að biðja starfsfólk ÁTVR að afgreiða mig ekki með áfengi, það er eitthvað svo átakanlega fáránlegt að fara í mál við einhvern óviðkomandi aðila í stað þess að taka ábyrgð á sinni fíkn og leita sér hjálpar, hjálpin er til staðar, það þarf ekki annað en að teygja sig eftir henni.
mbl.is Í mál við veðmangarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talvan hrunin

Jæja þá er ég komin í tölvuna hans pabba míns, mín talva bræddi nebbla úr sér í orðsins fyllstu, bara púff og talvan ónýt eða eitthvað. Ég þarf að athuga með nýja tölvu, verst að hún kostar monninga, sem ég á ekkert allt of mikið af. En tölvulaus ætla ég mér ekki að vera. Það var einhver að óska eftir að gerast bloggvinur minn, ef þú lest þetta þá náði ég ekki að samþykkja áður en talvan dó, svo þú verður bara að gera það aftur.

Annars er allt við það sama, er að druslast við að pakka niður þegar ég nenni og sonna. Nenni ekki meir í bili.


Óþolandi

Ógeðslega finnst mér óþolandi þegar einhverjir vanvitar eru að þeysa í gegnum göngin á seinna hundraðinu, það á að svipta þá á staðnum og láta þá borga 500.000 í sekt, síðan á ekki að hleypa þeim í gegnum göngin aftur, þar sem þeir hafa sýnt fram á að þeir hafa ekki þroska til að keyra í gegnum jarðgöng, þeir geta bara skrönglast fyrir fjörð framvegis þessir bölvuðu vitleysingar.
mbl.is Á 125 km hraða í Hvalfjarðargöngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpuskjátan

Skelfilega ætlar þetta að ganga brösuglega hjá stelpunni, hún virðist vera algjörlega tilfinningadofin, sem er svo sem ekki skrítið, eftir langvarandi neyslu á fíkniefnum. En blessuð börnin eru sjálfsagt best komin hjá pabbanum, hann lætur sér þó alla vega annt um þau hvað sem öðru líður, en vonandi nær hún sér stelpurófan og getur í framtíðinni verið til staðar fyrir strákana sína.
mbl.is „Britney vill ekki fá börnin aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tatto á brjóstið

Einu sinni ætlaði ég ap fá mér tatto í útlandinu, til allrar Guðs lukku þorði ég ekki þegar á hólminn var komið, hélt að þeir notuðu kannski skítugar nálar þarana úti. En eina þekkti ég sem lét drauminn rætast og fór á tattostofu erlendis, hún hafði fengið sér hressilega neðan í því áður, til að guggna síður á limminu, þegar hún svo fór að skoða málin með tattogaurnum datt henni í hug að gera eitthvað verulega flippað, svo hún bara lét gaurinn skella þessu líka svaka tattoi á annað brjóstið sitt, og þvílík hryggðarmynd, dísús kræst! Með þetta skrímsli á brjóstinu mátti hún svo gefa barninu sínu að drekka, við erum að tala um mynd sem þakti allt brjóstið, en það er nú nokkuð mörg ár síðan þetta var, vonandi að þessir gaurar fari fram á að fólk sé allsgáð áður en þeir hefjast handa.
mbl.is Íslensk húðflúr stækka og stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða, hvaða?

Hvaða, hvaða? Eins og það sé eitthvað nýtt undir sólinni að sumir láta ver en aðrir, og ekki þarf marga illa agaða einstaklinga til að skemma fyrir öllum hinum, þarna hefur greinilega verið illa siðað unglingsbarn á ferð, einhver óþekk stelpuskjáta sem ekki vílaði fyrir sér að haga sér eins og bölvaður bjáni fyrir augnabliks athygli. Unglingar í dag eru síst eitthvað verri eða drukknari en á árum áður. Þessi blessuðu unglingsár eru og verða og hafa alltaf verið erfið, það er að segja fyrir unglinginn sjálfan, breytingarnar og hormóna starfsemin eru mörgum unglingnum allt annað en dans á rósum, berum virðingu fyrir þessum aldurshóp rétt eins og öllu öðru fólki, og látum ekki blekkjast þó einn og einn kunni ekki almenna mannasiði.
mbl.is Drukknir unglingar á skólaballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæ, hæ

Jæja þá er ég mætt aftur, ég fór í ljósin og freyðibaðið en gerði ekki meira af því sem ég var búin að plana,´þegar ég kom úr baðinu leið mér eitthvað svo furðulega, skildi ekki hvað var að gerast með mig, svo bara allt í einu fann ég bara æluna gjósa upp og hentist inn á kló og skilaði klósettinu því sem ég hafði látið ofan í mig þann daginn. Svo lagðist ég upp í rúm og steinsofnaði, svaf langt fram á kvöld og vaknaði þá bara nokkuð spræk. Fékk mér að borða og drekka, ég var brjálæðislega þyrst. Ég held að þetta sé ekki annað en álag, andlegt álag sem að mér gekk, svei mér þá. En það fer nú allt saman að lagast, ekki nokkur spurning, ég ætla að koma mér í koju aftur og gá hvort ég get sofnað aftur.

Góða nótt og sofið rótt.


Ýmist í ökla eða eyra.

Váá! Ég er greinilega illa haldin af ritræpu þessa dagana, það er ýmist í ökkla eða eyra hjá mér eins og vanalega, millivegur hvað er nú það? En hvað með það, ég er enn kvefuð alveg upp í haus sem er ekki gaman. Ég er líka drulluslöpp með þessu kvefi, annars veit ég ekki, ég er eitthvað svo hundlöt líka að það er alveg óþolandi, best að sparka duglega í gumpinn á sér og pilla sér í eins og einn ljósatíma, fara svo í freyði og slökunarbað, djúpnæra hárið, blása það og slétta, elda glænýja ýsu og soðnar kartöflur, enda svo á góðum fundi í kvöld. Þetta getur ekki klikkað, bara snilld, og ég er viss um að ég verð bötnuð á morgun.Tounge


Eins gott að hafa það tvöfalt.

Eins gott að læknirarnir og sjúkrakonurnar séu við öllu búin, öryggisráðstafirnar hljóta náttla að vera sko alveg tvöfaldar fyrst hún á von á tvíburum, allir í viðbragðsstöðu konan á að eiga börnin í dag, sjálfsagt gengur hún með eitthvað lengur, kannski það dragist í 2 vikur eins og hjá mörgum öðrum konum, en staffið býður til ´þjónustu reiðubúið 24 tíma sólahringsins, eins lengi og með þarf. Á meðan spásserar sú ólétta bara um í Gucci kjólnum sínum hin rólegasta.
mbl.is Mikill viðbúnaður á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í strætó

Ég held það sé bara alveg málið að leggja bifreiðinni og nota strætó, finnst það nú samt alveg hræðileg tilhugsun, held að ég hafi fengið minn skammt af strætó á mínum unglingsárum, þá bjó ég náttla í Reykjavíkinni sem er sko fæðingabær minn, eða á ég að segja fæðingaborg? Jú ætli ekki það, nei ég held að það verði seint sem ég fer að nota strætisvagna til að koma mér milli staða, frekar myndi ég labba eða jafnvel hjóla. En bensínverðið er alveg yfirgengilega hátt, máski rafmagnsbílar komi sterkir inn, svona í kreppunni.
mbl.is Bíllinn er byrði þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband