Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Svo stolt

Hellú! Góður dagur að baki, fór í skúllen í kveld en nú er bara komið jólafrí þar á bæ til áttunda janúar. Ég er svo stolt af minni frábæru stelpu, einkunnirnar komnar í hús og váá! bara æði, hún er búin að vera mikið veik í allan vetur, alveg frá því í lok ágúst og þar af leiðandi lítið getað mætt í skólann, en eins og ég segi þá náði hún með glans þessi elska. Við mæðgur erum búnar að vera í Smáralindinni í dag, bara í cillinu, skoða og sonna. Ég keypti reyndar jólasveinabúning fyrir litla ömmusnúllan minn, pínuponsulítinn búning en nógu stóran samt.

Við stelpurnar, sungum og sungum jólalög í bílnum báðar leiðir, mikið fjör og mikið gaman hjá okkur LoL Við erum að spá í að baka eitthvað smá á fimmtu eða föstudag, naglaásetningar á morgun og hinn, allar konur vilja vera með flottar neglur á jólunum Grin enginn vill fara í naglasúpu, en þangað fara þær sem ekki fá sér neglur Tounge Djók! Auðvitað. En ég nenni ekki meiru núna.

Góða nótt og sofið rótt.


Úps!

Úps! ég gleymdi að segja að betri systir er ekki hægt að hugsa sér og ég myndi ekki skipta.HeartInLoveHeartInLoveHeart


Auður afmælispæja

Jæja þá er systan mín orðin eldri en ég, hjúked mar!

          Til hamingju með Daginn elsku systaInLove

Það eru ekki nema 11 mánuðir á milli okkar, við erum allt so næstum því tvibbar. Við erum svo náttla jafn gamlar í árum talið í heila 17 daga. Sytir mín verður alltaf eitthvað svo grobbin í þessa 17 daga og setur sig ekki úr færi að tilkynna það öllum, hvort sem fólk vill eitthvað um það vita eður ey.

Hún heldur nebbla að hún yngist alltaf um eitt ár þessa 17 daga, þannig að það er nú ekki til mikils að spyrja hana hvað hún sé gömul, ekki orð að marka svarið eins og gefur að skilja..

Ég er búin að fá bæði afmælismat og kökur hjá systunni minni svo ekki er til neins að heimsækja hana núna á sjálfan afmælisdaginn, örugglega búin að gúffa í sig restinni.Wizard

Ég verð nú samt að segja að systrakærleikur er ekki neinu líkur, við getum sagt það sem okkur dettur í hug við hvor aðra, eigum svona meðfæddan systraeinkahúmor sem engin skilur nema bara við tvær. Við getum líka hlegið mikið hvor af annari, og fíflast eins og við séum enn 10 ára. Fólk skilur yfirleitt ekkert í hverju við erum að hlægja að, oftast hlægjum við bara tvær og hlægjum mikið, afkvæmin okkar eru að sjálfsögðu orðin vön húmornum okkar og sýna ekki lengur nein svipbrigði hvað sem okkur dettur í hug að segja eða gera, nema helst ef einhverjir sem ekki þekkja okkur nógu vel eru nálægt þá hrista þessar elskur bara hausinn og segja, ekkert vera að taka þær alvarlega þær láta bara alltaf svona.Tounge


Forhertir Þjófar

Ja hérna! Maður skyldi ætla að við séum öll að borða sama grautinn, en greinilegt að sumir hafa ausur en aðrir einungis teskeiðar. Það virðist vera til nóg af fólki sem er svo illa haldið af taumlausri fégræðgi, að það er tilbúið að ganga ansi langt í eigin aumingjaskap til að svala takmarkalausri ágirnd sinni. Mín persónulega skoðun er sú að þessir  þrælahaldarar ættu að fá mjög harðan dóm, það ætti að láta þá borga mönnunum allavega tvöfalda ef ekki þrefalda þá upphæð sem þeir hafa ekki vílað fyrir sér að stela af þeim, einnig finnst mér að þeir ættu að dúsa bak við lás og slá sem allra lengst. Svo finnst mér líka að þeir ættu ekki undir neinum kringumstæðum að fá að hafa einhver mannaforráð í framtíðinni, þeir einfaldlega valda því ekki eins og dæmin sanna.

Ég veit að þetta er í rannsókn, en það breytir ekki því að ég veit um ótal marga lúsablesa sem stunda svona glæpi, að flytja inn erlent vinnuafl, bjóða þeim upp á að búa í óíbúðarhæfum húsum, keyra þá áfram í vinnu og toppa svo skömmina með því að stela af þeim stórum hluta launa þeirra.

Ég skil bara alls ekki af hverju er ekki hægt að koma í veg fyrir ósómann, þessir níðingar vaða uppi allt of lengi áður en upp um þá kemst, sumir sleppa sjálfsagt alltaf.


mbl.is Gert að vinna fyrir 317 kr. á tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta með brennuvarga?

Hvað er þetta með eldfæri eiginlega?  Svei mér ef það er ekki á hverjum degi sem ég er að lesa um íkveikjur í hinu og þessu. Þetta er nú meiri ónáttúran, að fá eitthvað út úr að kveikja í húsum, nú eða þá í ruslagámum. Ég er alveg hrikalega eldhrædd og hef alla tíð verið, mér finnst að það eigi að fara djúpt ofan í saumana á þessum málum, og umfram allt að reyna að grafast fyrir hvað það er sem er í gangi í höfðinu á brennuvörgum, vinna svo út frá því í samráði við fagaðila, geðlækna or som! Ég er nokkuð viss um að engin alheilbrigð manneskja kveikir í heilu húsunum, bara sí sona eða í óvitaskap, annað með rusl kannski það sé eitthvað fikt hjá ungmennum, eldfæri virðast stundum hafa ótrúlega mikið aðdráttarafl hjá krökkum á vissum aldri, en það eldist sem betur fer af þeim flestum. En því miður ekki öllum.
mbl.is Kveikt í ruslagámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andlega dofin

Er ekki alveg málið að fara nú að anda með nefinu og hætta að anda með ras....... W00t Er fólk virkilega svona andlega dofið að það telji hálfnaktar konur hafa slæm áhrif á ungmennin okkar, Já Sæll! Segi ég nú bara, annað hvort eru sumir svona gasalega fáfróðir eða þá eitthvað kinkí í kollinum. Það gengur ekki upp að gera endalausar kröfur til allra annara en akkúrat þeirra sem málið varðar, sem sagt okkur foreldranna, þeir foreldrar sem telja afkvæmin sín skaðast af því einu að sjá hálfberar konur ættu umsvifalaust að láta athuga ungana sína og sjálfan sig í leiðinni, það þarf enga snillinga til að sjá að eitthvað mikið er að ef fólk hálfgeggjast yfir svona löguðu. Hins vegar eru leikir inn á þessari síðu sem eru hreint ekki barnvænir, og það er númer eitt, tvö og þrjú foreldrarnir sem bera ábyrgð á hvað börnin aðhafast. Við verðum einfaldlega að vera meira heima hjá ungunum okkar, ökum um á ódýrari bílum, kaupum aðeins færri fermetra á mann, fækkum utanlandsferðum, kaupum ódýrari jólagjafir, kaupum ódýrari innanstokksmuni, með öðrum orðum, hættum á neyslufylleríinu og missum ekki stjórn á okkur út af utanaðkomandi áreiti. Hlúum umfram allt betur að fjársjóðnum sem við setjum í geymslu hingað og þangað þar til við álítum að fjársjóðurinn sé komin með aldur til að geyma sig sjálfur, sem hann er augljóslega ekki ef marka má þessa frétt. Reiði og hneykslan þjónar engum tilgangi og gerir blessuðum börnunum ekkert gagn. Klúðrum ekki því dýrmætasta sem við eigum og skrækjum ekki Úlfur! Úlfur! Þó allt sé ekki alveg eins og við kjósum, hættum að kenna öðrum um, tökum til í okkar eigin ranni og sjá! þá kemur örugglega sitthvað í ljós sem við áttum ekki von á en getum nýtt okkur til góðs.

GrinGrin Verum svo endilega glöð og þakklát fyrir það sem við höfum.


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kósý kvölstund

Tja hvað skal segja! Ég átti yndislega kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar, systan mín bauð í mat í tilefni afmælis síns Wizard Himneskur kjúklingaréttur var á borð borin, svo náttla geggjað góðir eftirréttir bæði hollir og óhollir, sjúklega kósý kvöld sem endaði á spilinu pictonary, reyndar voru það bara ég, systan, tengdadóttlan og mamman okkar sem lögðu í spilið. Karlmennirnir töldu sig of gáfaða til að vera með, hins vegar voru þeir eitthvað að pípa um að spilið hentaði okkur systrum sérlega vel þar sem við værum svo miklar ljóskur W00t við vorum svo sem ekkert ósammála því, okkur finnst nebbla bara gaman að vera svona eins og við erum. Annars þurftu strákarnir að rjúka fljótlega eftir matinn, sem er ekki nýtt, minn frumburður var reyndar fjarri góðu gamni, hann var í Höfuðstaðnum á jólahlaðborði, þannig að eftir voru einungis hann pápi minn, maðurinn minn og minnsti kallin í famelíen hann Haukur litli Leó,"ömmusnúllinn minn"InLove

En vááá! Jólin bara rétt handan við hornið og minns ekkert farin að baka, sem gerir akkúrat ekkert til, baka ef ég nenni annars ekki. Samt búin að kaupa næstum allar jólagjafirnar, skreyta og sonna, ekki búin að fara á neitt jólahlaðborð og nenni ekki á soleiðis þetta árið.

Keypti nokkra jóladiska í dag, systan mín er alltaf eitthvað að kvarta að það vanti músík í kotið, málinu sum sé reddað og ekkert pípTounge Annars er ég ekki til stóræðanna þessa dagana, orkuleysið stundum yfirgengilegt og verkirnir láta sig ekki vantaPinch sei sei nei þeir álíta það heilaga skyldu sína að hanga utan í mér ´dagana langa, bévaðir lúsablesarnir.Undecided Ég ætla samt að reyna að halda út fram yfir áramót á þeim lyfjum sem ég er á, reyna að fresta því eins og hægt er að fara á sterkari lyf.

Væri svo mikið til í að vera ekki svona undirlögð af þessum sóraskratta, ég er sem betur fer alveg meðvituð um að ég hef það samt svo miklu betur en margir aðrir og skammast mín fyrir að vera að væla og skæla, það er bara einhvernvegin svo að þessi fjári er orðin stór hluti af lífinu mínu þannig að ég kemst ekki hjá því að minnast á hann öðru hverju. So held ég að ég ætti að hafa vit á að pilla mig í bælið og fara að sofa í hausinn á mér.

Góða nótt allir og sofið rótt.

Þess óskar næturdrollarinn InLove


Kári kallinn

Ja hérna! Þvílíkur veðurofsi, ég og litli ömmustrákurinn minn erum búin að vera að hlusta á derringinn í honum kára kallinum, litli kútur er í næturpössun hér hjá okkur þar sem pabbinn hans er að vinna og mamman að læra fyrir próf. Afinn var búin að svæfa guttann snemma í kvöld en minn vaknaði svona líka eldsprækur um tólfleytið, og er búin að cilla með ömmu sinni síðan, afinn hins vegar sefur svefni hinna réttlátu, sem er líka bara gott því hann þarf að vakna snemma í vinnuna. Við litli krútti getum sofið út. Jæja nú verð ég að gera tilraun til að svæfa snúllan.

Góða nóttHeart


Brandarakerlingar

Úps! Ætli þær kæri mig ef ég læt sjá mig í bleikri peysu? Nú eða kanski næsta baráttumál þeirra verði að banna bleika varaliti, eða jafnvel að þær fari fram á að bleiki og blái litirnir verði barasta teknir úr umferð?

Þetta fer náttla allt fyrir öryggisráðið áður en eitthvað verður endanlega ákveðið.

Þær eru örugglega bara að grilla í okkur, þeim getur ekki verið alvara, ég held svei mér þá að þær séu eftir allt saman skemmtilegar brandarakerlingar.LoL


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla jóla

Játs játs! Mér er svo illt í gigtinni minni þessa og það er svo hundfúlt eitthvað, gigtarlyfin ekki alveg að gera sig Errm dagarnir líða einn af öðrum, jólin rétt handan við hornið og ég alveg í messi. En ég veit að ég hef það mjög gott miðað við marga aðra, ég sækist ekki eftir meðaumkun, síður en svo, það er samt stundum gott að tjá sig um eigin líðan, ef mar er í því skapinu allt svo Wink annars liggur ljómandi vel á mér svona miðað við allt. Lausn í sjónmáli á ákveðnu máli sem hefur hvílt þungt á mínum herðum, eða alla vega málið komið í góðan farveg, svo sé ég bara til hvert framhaldið verður.

Við mæðgurnar ætlum að skreppa í borgina á morgun, kíkja í búðir og klára jólainnkaupin og svo í skólann um kvöldið. Ég er sko ekkert farin að baka ennþá, mig hefur einfaldlega skort orku í svoleiðis lagað. Þannig að það verður bara látið ráðast í ár, jólin koma alveg þó mar geri ekki þetta eða hitt. Svo þarf ég að skjótast með hann Polla minn í smá jólasnyrtingu á dýraspítalann í vikunni, hann er bara óþekkur þegar klærnar hans eru klipptar og ég löngu búin að gefast upp á að reyna það, enda dugar ekki minna en 2 stykki dýralæknar ásamt mér sjálfri í þa aðgerð, alveg furðulegt eins og hann er endalaust góður og stilltur alltaf hreint þá breytist litla skottið í villidýr um leið og hann kemst í færi við klippurnar frægu.

Jæja ætli ég fari ekki að reyna að sofa í hausinn á mér,klipping og strýpur í rauðabítið á morgun, það þarf sem betur fer ekki að halda mér eins og Pollaling, það væri nú laglegt ef maður væri orðin svo asskoti villtur, svona í seinni tíð, en nei nei mar er svo sem vel viðráðanlegur enn sem komið er í það minnsta. Tounge Hvað sem síðar verður.

Góða nótt og sofið rótt.Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband