Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Eins gott þau ættleiddu ekki mín

Það er eins gott að þau ættleiddu ekki mín börn "ekki að það hafi svo sem staðið til boða" en vóóó! Blessað barnið var matvant eins og svo mörg önnur börn, þar á meðal mín dásamlegu börn. Ekki samlagast fjölskyldunni segja þau, var litla stúlkan einmitt ekki ein af fjölskyldunni? það er kanski bara ég en ég skil ekki alveg, að skila bara barninu sínu eins og gölluðum ískáp eða eitthvað Woundering
mbl.is Skiluðu ættleiddu barni eftir 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðljótir feðgar á blogginu

Ég verð alltaf soldið hissa og pínu reið, samt er það meðaumkun sem hefur yfirhöndina þegar ég sé hvað sumir eru hrikalega bitrir og reiðir út í allt og alla. Eins og feðgar tveir sem eru illa haldnir af ritræpu og hlusta ekki á neinn annan en sjálfan sig, og náttla hvorn annan, enda myndi enginn heilvita maður hlusta á þá ótilneyddur. Annar þeirra er svo átakanlega fastur í eigin tilfinningarkreppu og ekki síður fastur í dimmu hyldýpi ömurleikans, að sjálfsögðu er manninum ekki sjálfrátt. Það er líka til skíring á öllu, og ekki hefur farið fram hjá mér að maðurinn virðist engan vegin hafa náð að fóta sig í lífinu, honum hefur trúlega verið dömpað af kvennmanni of oft. Svo situr bálreiður maðurinn í súpunni og svalar reiði sinni með því að gera lítið úr þeim sem ekki hafa getu til að svara fyrir sig.

Hinn er ekkert annað en geðillt, elliært gamalmenni með hægðartregðu. Belgingurinn í þeim gamla er svo fáránlegur og yfirmáta óþroskaður, manni dettur helst í hug að hann hafi meyrnað áður en hann þroskaðist kallgarmurinn. Einhvernvegin hef ég það á tilfiningunni að feðgarnir séu gjörsneyddir öllu sem kallast gæti mannlegt eðli, menn án markmiðs en hafa hins vegar mikla trú á eigin heigulshætti. Alveg er ég viss um að þeir geta sagt eitthvað ljótt út um bæði munnvikin samtímis og ef þeir stæðu sjálfan sig einhverntíma að því að segja eitthvað fallegt þá yrðu þeir snöggir að leiðrétta sjálfan sig, bara til þess að halda sig við efnið, þó það nú væri.

Já já! Þessar feðgar vita allt en skilja ekkert. Ég vildi óska að ég gæti sagt eitthvað fallegt um þessa misvitru menningarvita, en því er nú ver og miður af því getur ekki orðið. Hvað frumleika þeirra í orðavali varðar þarf enga sérstaka þekkingu til að níða niður allt og alla. Án gríns þá held ég að þessir kallar séu svo hræðilega leiðinlegir að jafnvel gröfin geyspi yfir þeim. Ég ætla svo að tileinka þeim feðgunum setningu sem ég heyrði einhvertímann........ Hún hljóðar svona. Orðið "kærleikur" í munni feðganna  hljómar eins og "Ást" í munni hóru.

Jæja ég ætla ekki að nefna nein nöfn, þetta eru aðeins menn sem tala digurbarkalega, en eiga hins vegar ekkert sameiginlegt með sönnum karlmönnum, sumir eru alltaf litlir og hræddir drengir inn við beinið, það er ekki þeim að kenna, þeim er einfaldlega ekki sjálfrátt.Smile

Góða nótt kæru vinir.Heart

 


Flugmiðar í jólagjöf

Vááá...... hvað er brjálæðislega mikið af afspyrnuleiðinlegum auglýsingum í gangi nú þessa dagana. Jóla þetta og jóla hitt, gefið ferð frá Flugleiðum eitthvert út í heim, já helst að eigin vali. Eimitt það sem ég var að spá í þetta er svo ótrúlega þægileg gjöf, bara eitt símtal og panta flugmiða á línuna, þá sleppur mann líka við að standa upp á endann í endalausum biðröðum. Nú svo er um að gera að splæsa einni á sjálfan sig líka, reyna svo að pilla sig sem allra fyrst úr landi, þá þýðir heldur ekkert að vera að byðja mann um að baka sörur´og sona fínerí. Ekki fer maður nú að standa í jólabakstri í útlandinu, ekki þyrfti mann heldur að vesenast við að pakka inn gjöfunum, maður léti bara Flugleiðir senda miðana til allra sinna og málið er leyst. Tounge

Annars er ég náttla bara að grínast, enda er ég mikið jólabarn, eða ætti ég frekar að segja jólakerling ? Það er að minnsta kosti nær lagi. Ég er sko búin að kaupa næstum allar jólagjafirnar, en ekki búin að baka eina litla smákökusort sem stafar af því að mer hefur alla tíð fundist alveg óhemjuleiðinlegt að baka. Samt ætla ég nú að baka eitthvað, en bara þessar góðu sortir, eins og til dæmis, sörur lakkrísbitakökur og súkkulaðibitakökur, ég baka einfaldlega margfaldar uppskriftir af þessum allra bestu, mér finnst nebbla rosa gott að borða þær, sérstaklega sörurnar. Þegar að Snorri minn var lítill kallaði hann Sörur, Dísur og mér fannst það svo krúttlegt að ég var ekkert að leiðrétta hann, þannig að stundum köllum við þær Dísur enn í dag. Grin

Jæja kæru vinir: Góða nótt og sofið rótt. Heart


Bravó fyrir Mary

Bravó fyrir Mary, mér finnst þetta frábær hugmynd hjá henni, það getur nebbla verið ansi snúið að klöngrast upp í jeppa í þröngu pilsi, háhæluðum skóm og með laaannngar neglur, trúið mér, I have been there. Held það hafi verið fróðleg upplifun fyrir kallana að prufa. Annars er ég alveg búin að játa mig sigraða þegar stórir jeppahlúnkar eru annars vegar, ég held mér sem fastast við litla sæta konubílinn minn, enda er ég líka kona og langar ekki að vera kall. Mér finnst reyndar að hún Mary ætti að láta kallana vera með gelneglur í eina viku og þá á svona litlum og sætum konubíl til að finna upp eitthvað sístem srm auðveldar okkur konunum að halda nöglunum okkar ósködduðum lengi lengi. Því auðvitað eru flestar alminnilegar konur með langar gelneglur, þær sem eru svó óheppnar að vera ekki með gelið geta bara hlúnkast upp í sína sróru jeppa í lopapeysunum og vaðmálsbrókunum sínum. Tounge
mbl.is Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skralló

Halló Skralló! Loksins sest ég við tölvuna, bara búið að vera brjálað að gera hjá mér, og svo náttla fjandas gigtin alveg búin að vera í essinu sínu, ekkert smá uppáþrengjandi tæfan sú Angry En samt alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi líka, góð vinkona frá Akureyri er búin að vera í heimsókn hjá mér síðustu daga og hún er svo yndisleg alveg hreint þessi elska. Það er engu líkara en að hún hafi verið send mér og mínum akkúrat núna, hún er allavega búin að hjálpa okkur hér á bæ í mjög svo erfiðum aðstæðum, já hún hefur sko mikið að gefa konan sú, og hún er sjálf búin að vera að ganga í gegnum hrikalega erfiða hluti sem margir hefðu barasta ekkert staðið upp úr, hvað þá að eiga eitthvað eftir til að hjálpa öðrum. En hún vinkona mín lét sér nú ekki muna um það, hún er Bara frábær InLoveHeart 

Annars er allt í jollý, svona fyrir utan eitt og annað. Ég er komin í ágætis jólaskap, það kemur alltaf í kringum afmælið mitt " sko jólaskapið " mín yndislega stórfjölskylda heiðraði mig á afmælisdaginn og það var dásamlegt kvöld sem við áttum saman, ég átti svo sem ekkert stórafmæli í þetta sinn, við höfum það fyrir sið að hittast á afmælisdögm stórum og smáum Wizard Svo varð hann Polli minn tveggja ára 3 des. Það er mikið af desember börnum í minni fjölskyldu, systa mín er 17. Ömmustrákurinn er 21. og frumburðurinn og pabbi krúttsins fæddist 22 des.

Svo útskrifast mín sæta og góða tengdadóttir þann 20. des. Sem stútent, hvað annað. Jæja þá er hún vinkona mín að fara að yfirgefa okkur í bili, en það er huggun harmi gegn að hún er að flytja nær okkur, þannig að við komum nú til með að hittast oftar sem er gott.

Bless í bili og eigið góðan dag. Heart


gafada eg

Jæja loks mætt aftur, eg helti koksopa ofan i lyklabordid mitt og var ad kaupa nytt, keypti ovart utlenskt, gafada eg, nenni ekki ad skrifa meira a tetta bord, buid ad loka budinni svo eg verd ad bida til morguns..............

Bæ bæ Tounge


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband