Auður afmælispæja

Jæja þá er systan mín orðin eldri en ég, hjúked mar!

          Til hamingju með Daginn elsku systaInLove

Það eru ekki nema 11 mánuðir á milli okkar, við erum allt so næstum því tvibbar. Við erum svo náttla jafn gamlar í árum talið í heila 17 daga. Sytir mín verður alltaf eitthvað svo grobbin í þessa 17 daga og setur sig ekki úr færi að tilkynna það öllum, hvort sem fólk vill eitthvað um það vita eður ey.

Hún heldur nebbla að hún yngist alltaf um eitt ár þessa 17 daga, þannig að það er nú ekki til mikils að spyrja hana hvað hún sé gömul, ekki orð að marka svarið eins og gefur að skilja..

Ég er búin að fá bæði afmælismat og kökur hjá systunni minni svo ekki er til neins að heimsækja hana núna á sjálfan afmælisdaginn, örugglega búin að gúffa í sig restinni.Wizard

Ég verð nú samt að segja að systrakærleikur er ekki neinu líkur, við getum sagt það sem okkur dettur í hug við hvor aðra, eigum svona meðfæddan systraeinkahúmor sem engin skilur nema bara við tvær. Við getum líka hlegið mikið hvor af annari, og fíflast eins og við séum enn 10 ára. Fólk skilur yfirleitt ekkert í hverju við erum að hlægja að, oftast hlægjum við bara tvær og hlægjum mikið, afkvæmin okkar eru að sjálfsögðu orðin vön húmornum okkar og sýna ekki lengur nein svipbrigði hvað sem okkur dettur í hug að segja eða gera, nema helst ef einhverjir sem ekki þekkja okkur nógu vel eru nálægt þá hrista þessar elskur bara hausinn og segja, ekkert vera að taka þær alvarlega þær láta bara alltaf svona.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband