Ekki kreppa!

Ekki kreppa segir Gorgeir! Hum ég er ekki alveg að skilja kallinn, að minnsta kosti segir mín budda að hér ríki hálfgert kreppuástand, ég hélt að svona mikil verðbólga þýddi KREPPU.
Það er nákvæmlega sama hvar borið er niður, allt hefur hækkað óþyrmilega í þessu landi.
Að reka eina bíldruslu er orðinn hinn mesti munaður, að kaupa í matinn er nú ekki beint billegt, svona væri endalaust hægt að halda áfram, að hafa þak yfir höfuðið kostar ekki lítið heldur, þetta kerfi okkar hér á klakanum er ómanneskjulegt að allt of mörgu leyti,  mér segir svo hugur að þetta stjórnmálalið verði bara að fara að spýta í lófana og það STRAX.
Ég trúi ekki öðru en almenningur í landinu sé búin að fá sig fullsaddan af þessu andskotans fokki þarna á alþingi,  Gorgeir og hans hyski ætti að hafa vit á að taka hausinn út úr rassgatinu á sér og láta eitthvað standa eftir sig, ég er alla vega löngu orðin hundleið á aðgerðarleysi þessarar ríkisstjórnar og hana nú.


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ég tók heldur ekki eftir velmeguninni svokölluðu sem átti að ríkja í landinu okkar.  Ekki hafði ég þá heldur efni á því að eiga né reka bíl, og hvað þá láta eitthvað eftir mér og mínum. 

Í mínum huga hefur fátt breyst, nema að allt er orðið mun dýrara en það var.  Var erfitt og versnaði aðeins.  Hverju breytir það fyrir fátæklingana, sem þurftu hvort eð er að lifa á yfirdrætti í velmeguninni.  Kannski áfall fyrir þá sem hafa haft það gott, en ekki fyrir þá sem höfðu það slæmt í velmeguninni svokölluðu, líka. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 13.9.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband