Jólagjöfin í ár.

Pleó er jólagjöfin í ár, gæti ég trúað í það minnsta, sem minnir mig á að einu sinni voru mín börn lítil og alltaf var eitthvað kvikindi nýkomið á markaðinn sem mitt smáfólk þurfti að eignast í einum grænum, eitt sinn voru það pokímon, þá öglý eitthvað, apaskott með fæðingarvottorð og skírnarnafn upp á vasann, sýndargæludýr sem ekki voru stærri en eldspítustokkur, þau gáfu nú samt sem áður frá sér hin ýmsu hljóð, grenjuðu, hlóu og ég veit ekki hvað og hvað, gremlins, körfuboltamyndir, pox, spise girls glös, diskar, myndir, peysur, bolir og meira að segja nærbrækur, já sú var tíðin að mín dama fór ekki út úr húsi öðru vísi en í kryddpíu alklæðnaði, svo voru það anorexíudúkkurnar "Brads" sem betur hefðu aldrei verið framleiddar, þau voru miklu fleiri kvikindin sem öll börn urðu að eignast á þessum árum, minni mitt er bara orðið svo gloppótt að ég man ekki hvað allt þetta drasl hét, þó var þetta hátíð miðað við annað tímabil sem rifjaðist upp fyrir mér, en það voru sko alvöru gæludýr, hamstrarnir trónuðu efstir á vinsældarlistanum um árabil með öllum sínum kostum og göllum, einn dó úr krabbameini annar úr elli og fleira í þeim dúr og allir voru þeir jarðaðir með viðhöfn í garðinum, svo voru það fuglar, fiskar, froskar, kisa, hundur....... >>Já einmitt nú erum við barasta 4 í heimili, 2 unglingar, 1 mamma og einn hundur, ég held svei mér þá að það hafi alltaf verið einhver gæludýr á þessu bráðskemmtilega heimili mínu.
Þó gengu krílin of langt fyrir nokkrum árum þegar þau þegar þau tóku upp á að bjarga músum í stórum stíl úr klóm heimiliskattarins, þau nebbla létu ekki nægja að bjarga músunum heldur voru þær teknar í hjúkrun og búið um þær  ýmis í hamstrabúri eða skálum og þeim gefið að borða, svo voru kvikindin falin í herbergjum barna minna.....þar til ég fann þær mér til mikillar hrellingar...omg! Man hvað ég öskraði þegar ég fattaði trixið hjá krökkunum.


mbl.is Pleo seldist upp í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband