Hvar er ábyrgð fíkilsins.

Einu sinni fíkill , alltaf fíkill, það er ekki mjög ábyrgðafullt þegar fíkill leitast við að kenna öðrum en sjálfum sér um. Ef að fíkill ætlar að ná árangri í baráttu sinni við fíknina, verður hann að byrja á að taka ábyrgð á sínum gjörðum. Það var ekki starfsmaður úr spilavítinu né neinn annar sem lét gaurinn spila, hann tók sjálfur ákvörðun um að spila, alkahólistar fá sér líka að drekka, það er engin sem hellir ofan í þá víni, ég ætti kannski að fara í mál við ríkið fyrir að hafa selt mér eins mikinn bjór og ég gat í mig látið, ég gæti altént sagt að ég hafi verið búin að biðja starfsfólk ÁTVR að afgreiða mig ekki með áfengi, það er eitthvað svo átakanlega fáránlegt að fara í mál við einhvern óviðkomandi aðila í stað þess að taka ábyrgð á sinni fíkn og leita sér hjálpar, hjálpin er til staðar, það þarf ekki annað en að teygja sig eftir henni.
mbl.is Í mál við veðmangarann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú hefur greinilega aldrei þurft að glíma við þennan sjúkdóm...

... (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband