Lykillinn að hamingjunni.

Mér finnst þetta með að Íslendingar eigi að vera eitthvað hamingjusamari en aðrir vera svo tilbúið. Lykillinn að hamingjunni liggur djúpt innra með sérhverri manneskju, það skiptir ekki nokkru máli hverrar þjóðar hún er, "mitt álit" Eymd er að vissu leyti valkostur, stundum veljum við að dvelja í eymdinni, gerum ekkert sem gæti hugsanlega hjálpað okkur upp úr henni, svo getum við verið komin á þann stað, að okkur er farið að þykja pínu vænt um það neikvæða ástand sem við erum komin í. Og þá tekur sjálfsvorkunnin við, það væri hræsni að halda því fram að við séum aldrei í sjálfsvorkunn, ég held að allir hafi einhvertímann kynnst því að finnast að maður eigi alveg óskaplega bágt. Náskyld frænka sjálfsvorkunnannar er svo öfundin, sem ég held að engin mannleg vera komist hjá að kynnast að einhverju leyti.

Með því að rækta sjálfan sig og leitast eftir framförum, einblína ekki á það neikvæða, heldur reyna að sjá eitthvað gott í sérhverri manneskju, fyrirgefa og biðjast fyrirgefningar, og ekki síst finna fyrir þakklætinu, ef okkur tekst þetta, munum við öðlast innri frið.

Við verðum að byrja á okkur sjálfum, og þegar okkur hefur tekist að finna frið og ró innra með okkur, förum við að geisla af friði og kærleika og sendum góða strauma út frá okkur, þau auðvitað sé eðlilegt að vera stundum leiður, þá er aldrei gott að dvelja í eymd og volæði.

Gangið í gleðinni.

Góða nótt og sofið rótt. Heart


mbl.is Hamingju leitað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært innlegg hjá þér Hofy Sig um þessa endalausu leit okkar að hamingjunni og hvar og hvernig við eigum að öðlast hana.... ég sef allavega vel í nótt eftir að hafa lesið þennan ágæta pistil þinn...... snork...snork....með bros á vör og hjarta.

Tóti (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband