Voða eitthvað asnalegt.

Ég horfði á þessa uppákomu í sjónvarpinu, og mér fannst þetta hálf kjánalegt allt saman. Ólafur F átti mína samúð, þó ég hafi ekki hingað til  fylgt honum eitthvað sérstaklega að málum. Mér finnst ekkert að því að mótmæla, en svona dóna og ruddaskapur eins og fram fór á pöllunum, getur tæplega verið einhverjum til framdráttar.

Taumlaus valdagræðgi skín úr hverju andliti hjá öllu þessu liði, hvort sem þeir tilheyra Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Samfylkingu, Vinstri grænum, Frjálslyndum, Íslandsflokk og kannski eitthvað meira, sama er mér hvað þeir heita þessir hottintottaflokkar allir saman.

Þetta er komið gott, og farið að verða hálf hallærislegt þetta valdastríð flokkana, þeim væri nær að taka hausinn út úr rassgatinu á sér og hunskast til að láta verkin tala og standa við stóru orðin, já fara svo að gera eitthvað gagn, fyrir það er þeim borgað. Svo þætti mér  fyrrverandi, núverandi, og tilvonandi Borgarstjórar ekki of góðir að til afsala sér óverðskulduðum biðlaunum sínum, þeir gætu látið aurana í mun þarfari verkefni, og örugglega ekki alveg á flæðiskeri staddir, menn sem hafa yfir miljón á mánuði. Þeir ættu að hafa vit á að handskammast sín fyrir andskotans peningagræðgina.

Svo læt ég hér staðar numið, enda ekki hollt að vera að æsa sig of mikið yfir þessum vitleysingum.


mbl.is Harma framferði ungliðahreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Sammála!

Það er valdníðsla að mótmæla með þessum hætti. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 19:29

2 identicon

Sammála. Þetta eru skrílslæti og barnaskapur

Gissur Örn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband