Dagurinn í dag

Sunnudagur til sælu Grin Það er svo notalegt að vakna ferskur á sunnudagsmorgni og eiga bara allan daginn til að njóta og alls þess góða sem hann býður upp á. Það er svo sannarlega ekkert sjálfsagt við það, það veit ég af biturri reynslu. Ég get ekki skapað eitthvað nýtt ef ég er föst í fortíðinni, hún er liðin og kemur ekki aftur. Það er undir mér komið að gera þennan dag góðan með því að vera jákvæð og hleypa ekki neikvæðum hugsunum að. Ef upp koma vandamál mun ég takast á við þau en ekki láta þau skemma allt það góða sem ég er að reyna að byggja upp, ég lít á vandamál sem verkefni sem þarf að leysa, til þess að mér takist það þarf ég umfram allt að hugsa jákvætt, hugsa stórt, hugsa mér að allt gangi vel og verkefnin leysist á farsælan hátt.

°Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. Auðvelda leiðin er alltaf fyrir hendi, þá leið vil ég ekki fara. Ég opna þess vegna nýju dyrnar, það er nú einu sinni svo að fyrst verða hlutirnir að versna áður en þeir geta lagast. Suðan kemur upp áður en sýður upp úr en hún losar það sem þarf að hreinsast burt.Lífið er það sem ég geri úr því, ef ég er neikvæð dreg ég að mér neikvæðni og dökk ský leggjast yfir líf mitt. Ef ég er jákvæð og sé það góða í öllu og öllum, þá er himininn blár og sólskin umhverfis mig og innra með mér.

Ég lifi einn dag í einu, ég æði ekki lengur áfram skipuleggjandi morgundaginn, dagurinn á morgun gæti jafnvel aldrey komið. Ég ætla að njóta dagsins í dag og alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Núið er mikilvægasti tíminn, þess vegna ættum við að fara vel með hann. Guð leggur ekki meira á okkur en við getum borið. Öll þráum við það besta í lífinu. Það besta býður eftir okkur þegar við erum reiðubúin að þiggja það. Gleimum aldrey að láta í ljós kærleika og virðingu gagnvart öllu sem okkur er gefið.

Jæja þá er ég að hugsa um að skella mér til mömmu og pabba og færa honu pápa mínum smá afmælisglaðning Wizard

Vona að þið eigið öll góðan dag kæru vinir.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband