Sölumenn

Smá framhald: Persónulega dettur mér ekki í hug að líftryggja mig, þegar að ég fell frá og ef það verður á undan pabba barnana minna þá treysti ég honum fullkomlega fyrir þeim sem ekki enn eru orðin fullorðin, ef við hins vegar færum bæði í einu stæðu eignir okkar eftir sem´börnin myndu erfa. Ég hef aldrey skilið þagar fullorðið fólk sem á uppkomin börn sem eru farin að heiman og þá farin að sjá fyrir sér sjálf er að líftryggja sig, til hvers? Svo að börnin fái pening til að kaupa sér nýjan bíl eða eitthvað. Mér finnst þeir tryggingarsalar sem ég hef fyrirhitt um ævina svo óþolandi uppáþrengjandi og dónalegir, man sérstallega eftir einum sem rauk á dyr og skellti fast á eftir sér af því að við vildum ekki kaupa af honum tryggingu.

Í dag ´fá þeir ekki að stíga fæti inn fyrir mínar dyr enda á ég ekkert vantalað við þá.

Líf og sjúkdómatryggingar eru bara fyrir stálhraust og kornungt fólk. Alls ekki fyrir fólk með sjúkdóma . Ég forðast svo sannarlega þessa sölumenn eins og heitan eldin. Ég er líka farin að sjá svo skrambi illa að ég sé ekki lengur smáa letrið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband