Hlaupatíkur og brennivín

Alveg er endalaust hægt að velta sér upp úr þessari hundleiðinlegu áfengislöggjöf, á að leyfa sölu áfengis í verslunum eður ey. Við erum öll svo miklir eiginhagsmunaseggir, þeir sem vilja leyfa sölu á brennivíni í Bónus og Krónunni eru eðlilega þeir sem kaupa oft áfengi og nenna ekki að kaupa það í sérverslun enda allt of mikið mál að fara í ríkið, samt láta þeir sig nú alltaf hafa það greyin. Svo eru það hinir sem eru bindindismenn á vín og tóbak og geta ekki unnt öðrum að drekka sig fulla. Það er reyndar einn hópur enn, það eru það þeir sem hafa innbyrgt svo mikið brennivín um ævina að þeir hafa næstum glatað glórunni og hafa því sagt skilið við Bakkus. Ég er einmitt ein af þeim síðasttöldu og þar af leiðandi steinhætt að fara í ríkið, en grínlaust held ég að það verði ekki gaman að búa nálægt sólahringsbúðunum ef áfengi verður þar á boðstólum.

Síðan er það annað, í Krónunni og Bónus eru nú ekki margir yfir sextán ára að afgreiða enda tíma þeir helst ekki að borga nema allra lægsta texta og varla það, aumingjas mennirnir sem eiga þessar búðir alltaf skítblankir bara af því að þeir eru svo góðir við litla manninn. Þeir verða svo sem ekkert í vandræðum að leysa svona smámál, fjölga bara hlaupatíkunum, þá verður ein í sígarettunum og eitthvað fleiri í áfenginu "reyndar bara seldar sígó í Krónunni" þeir nenna ekki að standa í tóbakssölu í Bónus enda lítið upp úr því að hafa.

Það var ekki fleira að sinni.

Góða nótt.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband