Öll fæðumst við saklaus

Ég hef hingað til ekki verið fylgjandi dauðarefsingu, en ég held svei mér þá að ég þurfi að endurskoða þá afstöðu mína rækilega. Þessi maður virðist gjörsneiddur mannlegu eðli, gjörsamlega smviskulaus. Að líkja honum við grimmt dýr finnst mér vera óvirðing við dýrin. Mín skoðun er því sú að það á að taka hann af lífi sem allra fyrst. Mig langar ekki til að hugsa út í hvað gerði þennan mann að viðurstyggilegu skrímsli, ég hlýt þó að álíta að hann sé alvarlega sjúkur, ég get með engu móti ýmindað mér hvað er í gangi upp í hausnum á honum sem betur fer, ég reikna fastlega með að mannkyninu öllu yrði greiði gerður með aftöku hans, tel líka að honum sé fyrir bestu að hverfa úr þessu jarðlífi. Einhvernvegin get ég samt sem áður ekki varist þeirri hugsun hvað gerði manninn svona afbrigðilegan og grimman, öll fæðumst við saklaus í þennan heim.
mbl.is Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega ólýsanlega viðurstyggilegt, en dauðarefsing er ekki að fara að breyta neinu. 

Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

nei frekar bara setja hann í fangelsi og sleppa honum svo aftur eftir nokkur og of fá ár til að eyðileggja annað barn. Og sumt fólk er bara ekki gott og á ekkert heima í okkar samfélagi. Mér fannst mjög áhugavert að sjá viðtalið við barnaníðinginn sem kom til Opruh winfrey, hann sagði að það breytti engu að fara í fangelsi eða á einhverja aðra stofnun, barnagirnd er ekki eitthvað sem maður læknast af. Þessi maður var að reyna að fá að vera geldur til að athuga hvort að löngunin myndi hverfa, en það var ekki öruggt því að kynferðisofbeldi er fyrst og fremst ofbeldi með það að takmarki að hafa vald yfir annarri manneskju. Það er þá spurning um hvort að þessi löngun myndi kannski brjótast út í annarri gerð af ofbeldi. Ég held að ég verði að taka undir orð pistlahöfunds. Fólk sem er á móti dauðarefsingum er alltaf að taka réttarkerfið í USA sem dæmi um hvernig það getur farið illa, en  þar er verið að tala um land þar sem nauðsynlegt var að setja í lög að það er ólöglegt að fara með ljón í bíó og svo eru enn aðrir sem líkja því saman að taka mann af lífi sem hefur sannast að er sekur um alvarlegt brot, eins og þetta sem greinin er um, og þegar illaupplýstir þjóðfélagshópar í afríku eða miðausturlöndum eru að grýta konur til bana fyrir að eignast barn án þess að vera giftar.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 16.10.2007 kl. 16:47

3 identicon

Við hin erum ekki betri ef við skipuleggjum morð á einhverjum.

Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:26

4 identicon

Mín skoðun er sú að ekki sé farsælt að launa ofbeldi með ofbeldi, hins vegar tel ég að þessum sé engin greiði gerður með því að leyfa honum að lifa, ég get með engu móti ímyndað mér hvað fær fólk til að níðast á saklausum börnum, mér skilst að barnagirnd sé ólæknanleg og að ekki sé nein lausn að vana þessa menn. Mér finnst líka tími til komin að taka menn úr umferð sem verða uppvísir að nauðga og misþyrma börnum, á Íslandi fá menn sem fremja svona glæpi óþolandi væga dóma, oft á tíðum vægari dóma heldur en þjófar og það finnst mér hreinlega heimskulegt, ég hef oft velt því fyrir mér á hverju þessir guðsvoluðu dómarar eru eiginlega, eins og t.d. Steingrímur Njálson alræmdur barnaníðingur, svo gjörsamlega siðblint kvikindi og andlega fatlaður á höfði í ofanálag, en nei nei! ekki má nú loka afsyrmið inni, um að gera að leyfa honum að vera til karlgarminum, ætli það sé verið að bíða eftir að hann láti til skarar skríða enn einu sinni?

Hófý Sig (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 21:49

5 Smámynd: Dark Side

Hver fæddi þennan mann fyrst í stað?

Ég held að þetta sé fyrst og fremst óábyrgum foreldrum að kenna. Ef foreldrarnir geta ekki eða kunna ekki að ala upp barnið (ofbeldismanninn), þá eiga þau ekki að fæða það fyrst í stað, þ.e.a.s. ef það er satt að við fæðumst öll saklaus.

Það ætti því að leyfa fóstureyðingar alls staðar til að koma í veg fyrir að fleiri börn verða að ofbeldismönnum eins og þessum.

Dark Side, 16.10.2007 kl. 22:18

6 identicon

Það væri hægt að finna út nákvæmlega hvað veldur svona girnd og vinna með það. Dráp er ekki að fara að leysa neitt. 

Guðrún Geirs (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:22

7 identicon

Mér finnst mjög hæpið að skrifa þetta alfarið á óábyrga foreldra, ég tel það líka óframkvæmanlegt að ætla´sér að finna ofbeldismann í móðurkviði, og mjög svo langsótt, að gefa fóstureyðingar frjálsar myndi ekki hjálpa fórnalömbum kynferðisafbrotamanna, það er ekkert svart og hvítt í þessum málum, ekki trúi ég að níðingur fæðist níðingur, saklaust barn fæðist sem einhverra hluta vegna þroskast ekki eðlilega eða brenglast af manna völdum og er þar af leiðandi ekki fært um að höndla veruleikann, þetta er reyndar bara mín kenning.

Dráp er ekki að fara leysa neitt, veit ég vel en ef hægt er að finna út hvað veldur svona girnd því í ósköpunum er þá ekki búið að því?

Hófý (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Dark Side

"...ég tel það líka óframkvæmanlegt að ætla´sér að finna ofbeldismann í móðurkviði..."

Vonandi ertu ekki að svara mér?

Dark Side, 17.10.2007 kl. 01:09

9 Smámynd: hofy sig

Æji vá! Gæludýr þá, ég viðurkenni fúslega að ég er ekki mjög fróð um villidýr en þeim mun fróðari um gæludýr. En grínlaust þá finnst mér ekki óeðlilegt að þessi frétt vekji upp sterk viðbrögð, mér finnst eitthvað óhuggnanlegt við að vera að bera saman þetta tvennt að bíta barnið á barkan eða nauðgað henni, hér er um að ræða þriggja ára stúlkubarn, ég get ekki með nokkru móti ýmindað mér sársaukan sem stúlkan hefur þurft að þola eða hve illa hún hefur verið farin eftir kvikindið.

hofy sig, 17.10.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband