Unglingar

WinkUnglingar! Já unglingar eru líka fólk, ég veit og þeir eru alveg dásamlegar verur. Sjálf var ég unlingur fyrir "nokkrum árum" nú ég tók líka þátt í að fjölga mannkininu seint á síðustu öld svo ég þekki þennan aldurshóp af eigin raun. Elsta afkvæmið mitt er sjálft orðið foreldri "ótrúlegt" svo á ég tvö " lítil" rosa fyndin, sko ég auðvitað, þeim finnst það samt ekki, því í augnablikinu eru þau sem sé unglingar og unglingum finnst foreldrar sínir ekki fyndnir, það er bara soleiðis " ég tala af reynslu " þegar ungunum mínum hættir að fynnast ég fyndin, hætta að hlæja af bröndurunum mínum og hætta að nenna að fíflast með mér þá eru þau að sigla inn í gelgjuna Happy En mér finnst þau aftur á móti oft mjö fyndin og fer þá náttla að skellihlæja við lítinn fögnuð! Hva hvað var svona fyndið? GetLost Úps ég átti víst ekki að hlæja núna Whistling En mar er nú svo heppin að eiga litla ömmumús sem finnst endalaust gaman að krúslast með ömmunni sinni, svo bíst ég ekki við að dúllurnar mínar verði þjakaðar af ævarandi gelgjuskeiði. Annars svona í alvöru þá finnst mér unglingar í dag bæði skemmtilegir og eitthvað svo rosalega flottir upp til hópa, og ekki orð um það meir.  Samt tuða ég svona temmilega, eins og foreldra er siður og reyni að kenna ungunum mínum íslenskt mál, þó ég sé ekki sérfræðingur á því sviði tel ég mig vera ágætlega máli farna. Þeim finnst aftur á móti nóg um þegar ég ryð úr mér rammíslenskum málsháttum ellegar brúka gamalt og gott málfar. Eins og til dæmis! Oft er gott það er gamlir kveða. Úr Hávamálum. Já sko þarna fór ég yfir strikið enn einu sinni, geturðu ekki bara verið með túlk með þér mamma? Eða talað venjulegt mál? Já ég ætti kanski að hugleiða það, og þó ég held ekki, ég reyni frekar að halda áfram að ganga fram af ungunum mínum með því að tala íslensku það síast máske eitthvað inn. Góða nótt, sofið rótt og verið góð við hvort annað. 

Trúðu á tvennt í heimi

tign sem hæsta ber

guð í alheims geimi

guð í sjálfum þér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ó já, þessi gelgja...stundum ansi hreint fyndin...en verð að viðurkenna að stundum finnst mér t.d. dóttir mín eða stjúpdóttir bara alls ekki fyndnar!! En yndislegar eru þær báðar tvær.  Og gelgjan rjátlast væntanlega einhverntímann af þeim... :)

SigrúnSveitó, 23.8.2007 kl. 09:25

2 identicon

Mikið er ég sammála, unglingar upp til hópa eru frábærir.

Mínar tvær eru svalar...og þetta ku ganga yfir á einhverjum árum hehehe vona það að minnsta kosti. kv.Erla

Erla (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband