Dingaling!

Dingaling! Allir á fætur klukkan er orðin sjööö, Sleeping sumir eru svakalega syfjaðir á þessum tíma sólahringsins, sonur minn yngsti er einmitt einn af þeim og finnst fátt leiðinlegra en að vakna í skólann. Mér finnst sjálfri afskaplega gott þegar regla kemst á ungana mína eftir óreglu sumarsins. Við mæðgurnar erum búnar að kaupa skólabækurnar, biðum ekki nema klukkutíma og korter í einni bókabúðinni í Reykjavík, brjálað að gera á skiptibókamörkuðunum. Svo byrjar sá yngsti í 9. bekk á morgun og þá fæ ég aftur að bíða í biðröð í bókabúð já já allt að gerast hjá minni. Hann spurði nefnilega hvort ég gæti ekki bara farið ein í þessa miður skemmtilegu verslunnarferð, og auðvitað sagði elsku mamma Whistling jú jú elskan ekkert mál. Þannig að ég held að ég komi mér bara í koju svo ég vakni nú á tilsettum tíma. Góða nótt elskurnar og sofið rótt.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband