Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Laddi langflottastur

Vááá......... hvað var brjálæðislega gaman í kvöld Grin við skelltum okkur nebbla í Borgarleikhúsið og sáum hinn óviðjafnanlega Ladda syngja og sprella, þvílíkt hvað gaurinn er sprækur ég ætla sko að vera svona spræk þegar ég verð sextug, alla vega ætla ég að stefna að því Wink

Ég hef verið að kíkja á og lesa sum blogg síðustu daga og finnst svo frábært hvað margir eru duglegir að skrifa um erfiðleika og veikindi sem það er að glíma við dags daglega. Ég á þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu, strákarnir mínir eru báðir greindir með dyslexíu sá eldri á háu stigi en sá yngri á lágu stigi. Ég fékk ekki greiningu á eldri strákinn fyrr en hann var kominn í 10. bekk í grunnskóla. Ég var samt sem áður búin að vita lengi að hann væri bæði les og skrifblindur, aftur á móti þóknaðist skólayfirvöldum ekki að athuga hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi, ákváðu frekar að drengurinn minn væri bara svona mikill tossi eða jafnvel svona illa upp alin, þessi strákur minn er edklár í kollinum og margt til lista lagt, það vissi sko mamma hans ósköp vel, hann þurfti ekkert að sanna það fyrir henni.

Aftur á móti rak yfirvaldið upp stór augu þegar stráksi varð vesturlandsmeistari í skák þegar hann var á síðasta ári grunnskólans, og þá var allt í einu ekki eftir neinu að bíða, drengurinn skyldi í greiningu og það strax. Þeim datt si sona í hug að leggja saman tvo og tvo og fengu út fjóra, merkilegt ekki satt? Hann gat sem sé ekki verið svona forheimskur strákurinn fyrst hann var svona sleipur að tefla. Niðurstöður úr greiningunni voru les og skrifblindur á hæsta skala. Ég var í framhaldinu kölluð á ótal fundi svo hægt væri nú að útskíra fyrir mér það sem ég hafði verið að segja þeim í mörg ár. Mér var líka sagt að hafa engar áhyggjur því að í framhalsskólunum væri svo miklu meiri hjálp að fá heldur en í grunnskólunum svo mörg voru nú þau orð.

Jæja ég ætla að hætta núna, skrifa meira seinna.

Knús á ykkur Heart

Góða nótt Sleeping


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband