Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Áfengislaus hvað?

Á Íslandi þarf allt að vera annað hvort svart eða hvítt, við kunnum ekkert sem heitir millivegur. Banna banna banna! Hver er tilgangurinn með boðum og bönnum? Að farið sé eftir þeim reikna ég með, samt ekki endilega þar sem oft er mjög auðvelt að finna einhverja sérleið fram hjá banninu. Eins og t.d. margumræddar bjórauglýsingar bera með sér. Og hvaða andskodans máli skiptir þó skotið sé inn í endrum og sinnum að hægt sé að fá alkahól frían bjór, ætli stór hópur íslendinga sé mikið að drekka hann? Þeir fara þá alla vega fínt með það. Framkvædarstjóri Vín Tríó ehf. sem flytur inn Bavaria, lætur hafa eftir sér að hingað til hafi menn leyft sér aðeins frjálsari auglýsingar á Internetinu heldur en t.d. í blöðum.

Það er akkúrat þetta sem mér finnst svo neyðarlega hallærislegt. Menn hafa leyft sjálfum sér hitt og þetta af því að það er svo auðvelt segja: Þetta er á gráu svæði, en ekki á svörtu eða hvítu svæðu. Umræddur framkvæmdarstjóri heldur því svo fram að "alla jafna" auglýsi hann áfengislausan bjór 0,0% en í þetta skipti hafi það misfarist.

Skellir svo skuldinni á "2 global" fékk þá til að gera borða fyrir sig. Var svo að skoða þessa Bavaria-borða í gær og rak þá alveg óvænt augun í mistökin. En hann er nú búin að byðja þá um að leiðrétta málin. þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í aðstendendur Global

Það sem þeir svo hafa upp úr krafsinu er tvöföld auglýsing, ein frí í kaupbæti. Netið ku vera villta vestrið fyrir auglýsendur og þar vaða þeir uppi á sýnum eigin forsendum, þar er líka markhópurinn enda mun stærri hópur sem notar netið, margir löngu hættir að fletta blöðunum.


mbl.is Bjórinn flæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupatíkur og brennivín

Alveg er endalaust hægt að velta sér upp úr þessari hundleiðinlegu áfengislöggjöf, á að leyfa sölu áfengis í verslunum eður ey. Við erum öll svo miklir eiginhagsmunaseggir, þeir sem vilja leyfa sölu á brennivíni í Bónus og Krónunni eru eðlilega þeir sem kaupa oft áfengi og nenna ekki að kaupa það í sérverslun enda allt of mikið mál að fara í ríkið, samt láta þeir sig nú alltaf hafa það greyin. Svo eru það hinir sem eru bindindismenn á vín og tóbak og geta ekki unnt öðrum að drekka sig fulla. Það er reyndar einn hópur enn, það eru það þeir sem hafa innbyrgt svo mikið brennivín um ævina að þeir hafa næstum glatað glórunni og hafa því sagt skilið við Bakkus. Ég er einmitt ein af þeim síðasttöldu og þar af leiðandi steinhætt að fara í ríkið, en grínlaust held ég að það verði ekki gaman að búa nálægt sólahringsbúðunum ef áfengi verður þar á boðstólum.

Síðan er það annað, í Krónunni og Bónus eru nú ekki margir yfir sextán ára að afgreiða enda tíma þeir helst ekki að borga nema allra lægsta texta og varla það, aumingjas mennirnir sem eiga þessar búðir alltaf skítblankir bara af því að þeir eru svo góðir við litla manninn. Þeir verða svo sem ekkert í vandræðum að leysa svona smámál, fjölga bara hlaupatíkunum, þá verður ein í sígarettunum og eitthvað fleiri í áfenginu "reyndar bara seldar sígó í Krónunni" þeir nenna ekki að standa í tóbakssölu í Bónus enda lítið upp úr því að hafa.

Það var ekki fleira að sinni.

Góða nótt.InLove


Öll fæðumst við saklaus

Ég hef hingað til ekki verið fylgjandi dauðarefsingu, en ég held svei mér þá að ég þurfi að endurskoða þá afstöðu mína rækilega. Þessi maður virðist gjörsneiddur mannlegu eðli, gjörsamlega smviskulaus. Að líkja honum við grimmt dýr finnst mér vera óvirðing við dýrin. Mín skoðun er því sú að það á að taka hann af lífi sem allra fyrst. Mig langar ekki til að hugsa út í hvað gerði þennan mann að viðurstyggilegu skrímsli, ég hlýt þó að álíta að hann sé alvarlega sjúkur, ég get með engu móti ýmindað mér hvað er í gangi upp í hausnum á honum sem betur fer, ég reikna fastlega með að mannkyninu öllu yrði greiði gerður með aftöku hans, tel líka að honum sé fyrir bestu að hverfa úr þessu jarðlífi. Einhvernvegin get ég samt sem áður ekki varist þeirri hugsun hvað gerði manninn svona afbrigðilegan og grimman, öll fæðumst við saklaus í þennan heim.
mbl.is Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlaður

Góðan dag! Þá er komin vetur, Akrafjallið orðið hvítt niður í miðjar hlíðar. Og ég sem ætla að skreppa norður í land í vikunni, alla leið til Akureyrar, ég elska Akureyri í sumarskrúða en mér finnst fjári kalt þar á veturna. Skóli í kvöld, alltaf nóg að gera, var í nöglum í gær, neglur í dag og á morgun líka, bara gott mál. Mikið var sonur minn heppin að hafa ekki fengið sér samloku í skólanum á fimmtudaginn síðasta, aðrir voru ekki eins heppnir og máttu dúsa á klóinu illa á sig komnir tímunum saman. Einhverjum gaurum datt nebbla í hug að setja laxerolíu í brauðið í sjoppunni, mér hefði nú þótt sniðugra að lauma vökvanum í kaffið á kennarastofunni, en það er svo allt önnur saga.

 

Afkvæmi fæðist: Foreldrar, ættingjar og vinir verða himinlifandi, svona í flestum tilfellum alla vega. Svo kemur að því að það þarf að gefa barninu nafn, en þá vandast málin, móðirin vill kanski láta barnið heita Guðmund en faðirinn Jón. Ömmur og afar ætlast til að barnið verði skírt eftir sér og foreldrarnir verða andvaka þegar líður að því að barnið skuli skírt. Sem betur fer er til mjög haghvæm lausn á þessum vanda, en þar sem tiltölulega fáir foreldrar hafa komið auga á hana vil ég nú gera þessu máli svolítið nánari skil. Lausnin er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu, eða þeirra forfeðra og ættingja sem bráðnauðsinlegt er að láta heita eftir. Ef barnið er drengur er haghvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum. Svo heppilega vill til að meirihluti íslenskra nafna er samsett úr tveimur orðum: forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell, Guð-finnur o.s. frv.

Hér eru nokkur dæmi:

Afi 1 heitir Sturlaugur. Afi 2 heitir Starkaður. Barnið er skírt Sturlaður.

Skamkell.....Eilífur........Skammlífur.

Ísleifur......Sigurbjörn........Ísbjörn

Albert .....Ársæll......Alsæll.

Viðar........Jörundur............Viðundur

Hringur........Guttormur.........Hringormur

Stórólfur......Friðþjófur.........Stórþjófur

Svo má líka slá ömmu og afa nöfnum saman.

Haraldur.......Mónika.......Harmónika

Kormákur.........Albertína.........Kortína

Hákon........Margret ........HágrétGrinGrinGrin

Alltaf svo gama hjá mér.

Mitt barnabarn gæti t.d. heitið.... Sturlfríður.....eða..Hólmsturla.....


Brjóstamjólk

Einn fyrir nóttina!

Kona ein kom með kornabarn í ungbarnaeftirlitiðInLove Þegar læknirinn var búin að skoða og vigta barnið sagði hann " hann er svolítið léttur " er barnið á brjósti spurði doksi ? Já svaraði konan, farðau þá úr að ofan vinan ég ætla að skoða þig, svo byrjaði doksi að strjúka og nudda brjóst konunnar af miklum móð, en það er engin mjólk í brjóstunum þínum sagði hann alveg steinhissa. Það veit ég vel svaraði konan, ég er nebbla amma barnsins, ég er nú samt fegin að hafa komið.GrinToungeLoL

Góða nótt nú er ég sko farin í koju Whistling´

Áður en ég bulla meira, knús á liðið Heart


Brúðkaupsnótt og líkbörur

Tja tja tja! Eða þannig sko Cool Ég sjálf er eitthvað að reyna að tjá mig, reyna að segja eitthvað af viti, það gengur bara hreint ekki nógu vel, ég ætla samt að reyna.... Lítil saga um Magga og Lísu á 50 ára brúðkaupsafmælinu þeirra, þau fóru sum sé á hótel til að halda upp á herlegheitin, þau byrjuðu á að borða góðan mat og að því loknu drifu þau sig í rúmið, höfðu skötuhjúin huxað sér að endurlifa brúðkaupsnóttina sælla minninga. Eitthvað var gamli vinurinn linur og slappur svo bóndi skrapp afsíðis og batt hann við reglustiku. Fór hann við svo búið upp í rúm til kerlu og sinnti sínu hlutverki, kerling var hæstánægð með sinn karl. Daginn eftir synti annar eggjastokkurinn til hins og sagði:" Margir hafa nú komið hér við um dagana en aldrey hafa þeir fyrr komið á líkbörum"LoLLoLLoL

Jæja dúlls! Góða nótt og sofið rótt.


Hin eilífa megrunarárátta

Það verður seint sagt um mig að ég sé mjög öflugur bloggari Joyful en mér finnst þetta samt rosa gaman, en tíminn er stundum flogin veg allrar veraldar áður en ég hef svo mikið sem náð að gera brot af því sem ég ætlaði mér þennan daginn eða hinn. Mér myndi alveg passa 48 stundir í sólahringnum, ég er nokkuð viss um að ég er ekki ein um það.

Nú langar mig að tjá mig um útlitsdýrkunina sem er að gera foreldrum unglingsstúlkna lífið leitt Crying ég á einmitt eitt stikki unglingsstúlku sjálf sem ég elska af öllu mínu hjarta, og þó að hún sé dóttir mín er ég ekkert feimin við að segja að hún er mjög vel af Guði gerð að utan sem innan. Hins vegar er hún hreint ekki ánægð með útlitið frekar en jafnöldrur hennar. Ungar stelpur ganga sífellt lengra í brjálæðislegri örvæntingu í leitinni að fullkomri fegurð. Þær harka af sér hvalafullar sérímoníur, bara ef það skilar þeim minna holdi. Tískumógúlarnir eru nú eins og flestir vita "nema unglingsstúlkurnar" hommar upp til hópa, til að fyrirbyggja allan misskilning  vil ég taka það fram að ég hef alls ekkert á móti hommum, en það breytir ekki þeirri staðreynd að tískukóngarnir út í heimi eru flestir samkynhneigðir, þeim finnst drengjalegur vöxtur eðlilega vera mest sexí. Ungar stelpur eru að sjálfsögðu aðalmarkhópur tískufyrirtækja, reyndar allar konur svo sem á hvaða aldri sem þær eru, maður gengur samt út frá því að fullorðnar konur séu sjálfstæðari í hugsun og nógu þroskaðar til að taka ábyrgð á sér sjálfar. Allt þetta megrunarkjaftæði er farið að pirra mig all svakalega Sick 

Hvað ætli við kvenkynsverurnar eyðum miklum aurum í megrunarpillur, megrunardrykki, megrunarsveltikúra, megrunarbelti, megrunarsúkkulaði, pælið í! Megrunarsúkkulaði váá hvað ég væri horuð ef þau virkuðu, sennilega væri ég bara horfin Whistling Ég lifi allavega í voninni um að mjónurnar í Hollyvood detti úr tísku svo stelpur um allan heim geti farið að borða matinn sinn án nagandi samviskubits í tíma og ótíma Smile

Ég hef sjálf gaman af mörgu í tískuheiminum og er í skóla að læra það sem margir kalla bévaðan hégóma, en sama er mér það sem ég er að gera er algjörlega skaðlaust heilsu kvenna, og mér finnst það skipta öllu máli. Ég verð að segja ykkur eitt áður en ég hætti, það nýjasta nýtt í tískuheiminum er að láta klóra á sér rassaskoruna með einhverjum efnum "baneitruðum gæti ég trúað" til að hún líti út eins og hún lítur út á ungbörnum, það er einmitt þetta sem mér finnst svo sjúkt, tískan færist sífellt nær barnaútliti. Svo sona til þeirra sem ekki vita bíða karlmenn í Ameríkunni í röðum eftir braselísku vaxi. Já já það ku vera nokkuð algengt að amerískir strákar séu ekki með stingandi strá á kroppnum sínum, enda líka bara sénsinn að nútímastúlkan hafi áhuga á einhverjum kafloðnum gæja Tounge

Jæja ritræpan alveg í blóma hjá minni núna, kanski rita ég eitthvað meira í kvöld, hver veit?

En bæjó spæjó í bili.


Hæli fyrir barnaperra.

Hoj hoj hoj!  Loksins gef ég mér tíma til að kveikja á minni yndislegu tölvu, það er búið að vera svo brjálæðislega mikið að gera hjá minni að það nær bara ekki nokkurri átt. Ég hef varla litið í fréttablaðið né neitt síðustu vikuna. Ræs klukkan 6.30, jú jú ég þarf mikinn tíma með sjálfri mér á morgnana og fer því fáranlega snemma á ról öðrum heimilismönnum til mikillar furðu, þau eru alltaf jafn hissa á takmarkalausri morgungleði minni, hum hum Wink ekki kanski alveg rétt að tala um morgungleði og mig í sömu setningu, málið er nebbla einfaldlega það að eftir því sem árin færast yfir mig því lengur er ég að tensa mig til á morgnana. Það er líka svo miklu meira vesen að vera kona, mér finnst alla vega að það sé þúsund sinnum einfaldara að vera karlmaður.

Ég er búin að vera í skólanum fram á kvöld undanfarið og er nú búin að læra augnháralengingu, geggjað sniðugt og flott. Er einnig búin að fá kenslu í brasilísku vaxi, ætla samt að ekki að bjóða upp á það. En ég var líka að læra naglaskreytingar sem er skemmtileg viðbót við naglaásetninguna, held að það sé ógislega gaman að vera með rautt og gyllt glimmer á jólunum. Svo var ég að passa sætasta krúttulinginn í nótt sem er alltaf jafn æðislegt, ég er búin að reyna mikið að kenna honum að segja amma, en hann segir þá bara mamma eða babba, hann sagði nú samt amma í dag, Auður sys og mamma töluðu bara svo hátt að það heyrði það enginn nema ég.

Ég var að lesa frétt um Steingrím Njálsson, Illugi Jökulsson kærði hann fyrir hótanir í sinn garð, og hvað haldið þið! Steingrímur Njáls"ég fæ gæsahúð af því einu að skrifa nafn hans, án gríns" hann sem sagt sakaði Illuga um mannorðsmorð, ég hélt nú svona fyrir það fyrsta að maðurinn þyrfti þá að hafa eitthvað sem héti mannorð, Steingrímur er fyrir löngu búin að myrða sitt eigið mannorð, um það sá hann alveg sjálfur. Mér finnst svo ótrúlega skrítið eða bara óendanlega heimskulegt að þessi maður skuli spranga um bæinn eins og hver annar borgari, hvað þá að fyrirfinnist lögmaður sem hefur geð í sér að verja þessa skræfu, hann ætti að mínu mati ekki undir neinum kringumstæðum að ganga laus, maðurinn virðist vera algjörlega laus við mannlegt eðli og gjörsneiddur öllu sem heitir siðgæðisvitund, inn á hæli með hann og það strax, svona alvarlega sjúkur og samviskulaus hefur hann ekkert að gera innan um aðra, allra síst börn. Það er löngu komin tími til að byggja hæli undir einstaklinga eins og hann, kanski væri hægt að hefja landssöfnun til framkvæmdanna, það væri líka hægt að biðla til Bjarna Ármanns og hans líka, máske þeir gætu séð af örfáum miljónum í púkkið, ef þeir væru eitthvað tregir til, nú þá er hægt að bjalla í kallinn á Bessastöðum og athuga hvort hann væri ekki til í að gauka að þeim eins og einni fálkaorðu eða svo, þeir myndu pottþétt falla fyrir því, ekki spurning,"eigum við að ræða það eitthvað"? Nei ég hélt ekki.

Jæja dúlls! Góða nótt og sofið rótt. HeartHeart


Stólpípur í Bónus

Jamm og jæja, það segi ég stundum ef ég hef ekkert að segja eins og núna, og þó ég gæti svo sem viðrað skoðun mína á bloggskrifurum sem leyfa ekki athugasemdir hjá sér, eins og t.D. Jónína Ben mikið rosalega er hún eitthvað aumkunnarverð blessuð manneskjan, það lítur helst út fyrir að hún sé þjökuð af ævarandi gelgjuskeiði eða þannig virkar hún alla vega á mig. Mér finnst vesalings konan vera orðin eins og andlegt rekald, geðvond, kvörtunatsöm og yfir höfuð óskaplega brjóstumkennanleg, vælandi og skælandi yfir Bónusgenginu, manneskjan virðist vera svo pikkföst í hjólförum biturleikans að manni stendur bara ekki á sama. Svo fæ ég nú hálfgerðan kjánahroll þegar ég les "sem er ekki orðið oft" það sem henni dettur í hug að skrifa, eins og t.d. hvað hún varð ótrúlega sár, svekkt og brjálæðislega reið yfir dirfsku blaðamanna DV. Ma ma maaa maaaa...............botnar bara ekkert í þessum mönnum sem voga sér að efast um að þessar stórkostlegu stólpípumeðferðir sem konan býður upp á virki, vita þeir ekki að þær hreinsa görnina á manni? já og kanski eitthvað fleira líka, hver veit. Kanski að maður skelli sér bara til Póllands með Jónínu í allsherjar inniblahreinsun, komi svo heim sæll og glaður með tanduhreint rassg...........W00t Ætli þeir selji nokkuð stólpípur í Bónus?W00t

Hin eilífa bið.

Nú er ég klædd og komin á ról og barasta nokkuð brött, búin að skila unglingunum mínum í skólann, það er ávalt erfitt að vekja guttann og alls ekki það skemmtilegasta sem ég geri, hann er reyndar greindur með öfuga lífsklukku og hefur haft lyf við því til margra ára, ég tók hins vegar þá ákvörðun að hætta að gefa honum lyfin í sumar sökum þess að mér fannst þau ekkert virka vel á hann, hann var miklu þyngri á morgnana öfugt við það sem til var ætlast.

Nógu slæmt er að þurfa að gefa börnunum sínum lyf hvað þá ef þau gera bara illt verra. Annars ætla ég að gera heiðarlega tilraun í dag að ná í unglingageðlækninn sem hann var hjá í sumar, hún var svo sem ósköp elskuleg kona, við fengum að spreyta okkur á sitthvoru prófinu ég og strákurinn minn, svo sagðist hún hafa samband fljótlega, kanski er tíminn svona lengi að líða hjá henni, allavega hef ég ekki heyrt neitt frá henni ennþá. Einnig tjáði hún mér að önnur kona sem er sálfræðingur að mennt með sérþekkingu á atyglisbrest myndi setja sig í samband við mig á næstu dögum, ég mátti ekki hafa samband við hana, enda þyrfti ég ekki að bíða neitt, í mig yrði hringt og við fengjum tíma hjá henni, hún ætti nebbla að taka einhver fleiri próf á drengnum mínum, tíminn virðist vera eitthvað að flækjast fyrir henni líka, ég hef sem sé ekkert heyrt frá henni enn.

Svo er það nú blessaður skólasálfræðingurinn sem kallaði mig til sín í vor, en ég kom með beiðni til hans frá Pétri Lúðvíkssyni einu og hálfu ári áður um að hann tæki hann að sér og athugaði hvort hann yrði einhvers vísari með litla dula strákinn minn, ég hringdi marg oft til að ítreka þessa beiðni, jú jú hann var alveg að fara að komast að, svo endaði með að ég missti þolinmæðina sem gerist ekki mjög oft og fór upp í skóla, þar æsti ég mig upp úr öllu valdi og heimtaði að sáli gerði eitthvað í málunum, ég ætlaði ekki að bíða lengur. Og viti menn það hafði bara engin séð þessa beiðni sem ég var að tala um, þá varð mér nú endanlega allri lokið, ég afhenti hana á skrifstofu skólans eftir samtal við sála, nú nú enn mátti ég bíða meðan verið var að leita og hún fannst, það var einmitt þá sem sáli boðaði mig í viðtal eftir að vera búin að tala við drenginn nokkru sinnum, hann sagði mér að hann skoraði hátt í félagsfælno og athyglisbrest. Kom mér ekki á óvart, kæri sáli ætlaði svo að taka þetta mál föstum tökum um leið og skólinn byrjaði í haust, hvorki ég né strákurinn höfum heyrt í honum enn.

Jæja nóg í bili.

Knús út í daginnInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband