Sunnudagshugleiðingar móður

Sunnudagsmorgun og mín komin á ról fyrir 7, hvað er að ske?
Já og meira að segja bara bráðhress og til í allt, eða sonna næstum allt. Dóttirin var að koma heim eftir djammferð úr borginni, borginni sem ég er fædd og alin upp í, mér finnst æskustöðvarnar alltaf verða meira og meira framandi eftir því sem árin líða, enda kannski ekki ýkja margt sem minnir á Reykjavíkina í dag og Reykjavíkina sem ég ég ólst upp í.
Þá fóru við krakkarnir í mjóddina á skauta og í útilegur með tjald og tilheyrandi. Þar byggðu við líka heilu kofaþorpin, vááá! Svo voru farnir ófáir berjatúrarnir alla leið upp í Seljahverfi Whistling

Já já maður er sko farin að hljóma eins og gömul kelling, sem ég er alls ekki.
Annars var ég svoooo fegin þegar heimasætan kom heim, hún fór á bílnum mínum "okkar" greinilega ekki minn einkabíll lengur, en þær fóru vinkonurnar sum sé að skoða næturlífið í borginni. Það er erfitt að sleppa þegar börnin manns eiga í hlut, ég reyndi árangurslaust að fá hana ofan af því að fara af því að mér fannst veðrið svo vont og af því að það var myrkur og bara af því að ég er alltaf svo skíthrædd um mína yndislegu unga, en auðvitað spjaraði snátan sig, nema hvað.

Hún verður nú samt örugglega dáldið sybbin í vinnunni þessi elska, enda ekki langur lúr sem hún fær. Haukur Leó minn yndislegi ömmusnúlli fór heim með pabba sínum í gær, það er alltaf jafn himneskt að hafa litla kútinn, honum leiðist nú ekki heldur hjá ömmunni sinni og var ekkert á því að fara heim. Við fórum að sjálfsögðu í kaffi og með því hjá langömmu og langafa í gær, þeim stutta leiddist það aldeilis ekki heldur.

Ég á svo að mæta með hann Snorra minn hjá sála á morgun, ekki alveg það skemmtilegasta sem hann gerir það vita þeir sem hann þekkja að honum finnst ekkert afspyrnu gaman að ræða við fólk, og gildir þá einu hvort hann þekkir viðkomandi eitthvað persónulega. Vona bara að þessi kona komist að einhverri niðurstöðu, það er í vinnslu hvort hann verður settur á lyf við athyglisbrest sem myndu líka hjálpa í sambandi við félagsfælnina, ég er samt algjörlega á móti þunglyndislyfjum fyrir hann enda búið að prófa þann pakka.

Svo er það tölvufíknin sem á að taka á, það verður erfitt en mig hlakkar samt til að takast á við það með honum. Læknirinn hans var að fá umsókn frá 2 sálfræðingum og einum lækni um strákinn minn, sem segir kannski soldið mikið, umsögnin hljóðaði upp á akkúrat það sem ég vissi fyrir fram, þau voru engu nær og komust ekki að neinni einni niðurstöðu sem er alls ekki skrýtið af því að hann Snorri minn er ekki alveg að tala yfir sig, svo dulur strákurinn, og ekki beint að opna sig fyrir ókunnuga, ég er sú eina sem hann talar við eitthvað náið og ekki er það þó mikið sem ég næ upp úr honum. En ég set allt mitt traust á þennan nýja sála, hún er sérfræðingur í erfiðum einstaklingum svo ég er bara bjartsýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband