Fugladráp af gáleysi

Þessi frétt minnti mig á sorglegan atburð í lífi mínu og barnanna minna. Fyrir einhverjum árum keypti ég Finkur fyrir börnin mín, þær voru voða sætar og góðar, ekkert svo sem öðruvísi en páfagaukar í mínum augum nema náttla bara minni. Allt gekk sinn vanagang, þær görguðu, borðuðu og losuðu sig við fóðrið í búrið sem ég hreinsaði annað slagið, sem sagt ósköp venjulegir fuglar í búri. En einn morguninn lágu þær barasta steindauðar á búrgólfinu, ég hafði gefið þeim að borða daginn áður eins og alla aðra daga, en ég hafði keypt mat sem var ætlaður stórum páfagaukum, ég hélt að skipti ekki nokkru máli hvað þær fengju svo framalega það væri fuglamatur, það varð náttla mikil sorg á heimilinu og ég hafði það bara ekki í mér að segja krökkunum að ég hefði óvart drepið þær, það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég játaði á mig fugladráp af gáleysi.
mbl.is Barrfinkur gleðja fuglaáhugamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hofy sig

Já ég vildi að ég hefði ekki "drepið þær"
ég get svo svarið að ég get ekki drepið flugu, mér finnst að þær hafi rétt á að lifa eins og við, mér finnst alveg hræðilegt að fólk skuli drepa eða jafnvel henda dýrunum sínum, ég elska dýr og ég elska næstum því flugur samt ekki alveg, finnst bara óþarfi að drepa þær.

hofy sig, 6.6.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband