Sekur eða saklaus?

Ekki ætla ég að dæma þennan mann,
ég veit ekki hvort hann er sekur eða saklaus,
fyrir mér eru prestar ekkert heilagri en aðrir.
Hins vegar er ég komin með svo mikið ógeð
á barnaníðingum að ég fæ alltaf viðbjóðslega
tilfinningu þegar ég les um svona lagað,
það er oftar en ekki einhver fótur fyrir
svona kvörtunum.
Mér dettur ekki í hug að prestar séu í
nánara sambandi við Guð en bara ég sjálf,
og persónulega finnst mér prestastéttin ofmetin
á öllum sviðum.

Guð hjálpar okkur þegar þörf er
alveg óháð því hvort við mætum í
kirkju til að hlusta á predikanir
mis gáfaðra manna.

Ég er svo lánsöm að eiga æðri máttarvöld sem ég get talað við í dag.
Ég get verið viss um að það verður annast um mig.


mbl.is Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prestur! þeir eru ógeð svo þetta kemur ekki á óvart.

óskar (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég held ekki að það sé rétt að dæma prestastéttina sem slíka.  Þá getum við dæmt stétt lögreglumanna sem ofbeldismenn, þó margt hafi breyttst frá því í gamla daga, áður en lögregluskólinn varsettur á laggirnar,dæmt lesbíska femínista sem kynferðisafbrotamenn og nauðgara o.s.frv.

Sjálfur sæki ég ekki sjálfviljugur kirkjur,var borinn þangað með valdi til skírnar, þá 3ja mánaða gamall, síðan skipað með ofbeldi að láta ferma mig, ég gat engum mótbárum beitt verandi undir lögaldri.  Næst, og í síðasta skiptið verð ég borinn þangaðinn og út, í ksitu og get engum vörnum komið við, því þá verð ég dauður.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 4.5.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: hofy sig

Ég er ekkert að segja að allir prestar séu glataðir, mér finnst prestastéttin samt mjög svo ofmetin.

hofy sig, 4.5.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband