Tatto á brjóstið

Einu sinni ætlaði ég ap fá mér tatto í útlandinu, til allrar Guðs lukku þorði ég ekki þegar á hólminn var komið, hélt að þeir notuðu kannski skítugar nálar þarana úti. En eina þekkti ég sem lét drauminn rætast og fór á tattostofu erlendis, hún hafði fengið sér hressilega neðan í því áður, til að guggna síður á limminu, þegar hún svo fór að skoða málin með tattogaurnum datt henni í hug að gera eitthvað verulega flippað, svo hún bara lét gaurinn skella þessu líka svaka tattoi á annað brjóstið sitt, og þvílík hryggðarmynd, dísús kræst! Með þetta skrímsli á brjóstinu mátti hún svo gefa barninu sínu að drekka, við erum að tala um mynd sem þakti allt brjóstið, en það er nú nokkuð mörg ár síðan þetta var, vonandi að þessir gaurar fari fram á að fólk sé allsgáð áður en þeir hefjast handa.
mbl.is Íslensk húðflúr stækka og stækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Unnar

Það er bannað, allavegana hér á landi, að vera undir áhrifum þegar maður er undir nálinni.

Fólk á að vera allsgáð þegar svona ákvarðanir eru teknar (ekki drekkur maður í sig kjark til að skrifa undir íbúðalánið sitt) og svo blæðir líka miklu meira ef fólk hefur fengið sér einn eða tvo.

Magnús Unnar, 15.2.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

Þetta er bara svo vont, maður finnur minni sársauka við nokkra drykki, svona er að vera með sprautuphobiu og vilja samt fá sér tattoo ;) þá verða drykkirnir að duga

Mikael Þorsteinsson, 15.2.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: hofy sig

Ég man ekki lengur af hverju myndin var, ) já í dag er bannað að vera búin að fá sér einn, hvað þá tvo,¨) og alveg rétt það er miklu meiri hætta á blæðingum ef fólk er búið að drekka áfengi áður,) þannig að það er náttla bara best að sleppa öllu tattoveseni.

hofy sig, 15.2.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband