Allir í strætó

Ég held það sé bara alveg málið að leggja bifreiðinni og nota strætó, finnst það nú samt alveg hræðileg tilhugsun, held að ég hafi fengið minn skammt af strætó á mínum unglingsárum, þá bjó ég náttla í Reykjavíkinni sem er sko fæðingabær minn, eða á ég að segja fæðingaborg? Jú ætli ekki það, nei ég held að það verði seint sem ég fer að nota strætisvagna til að koma mér milli staða, frekar myndi ég labba eða jafnvel hjóla. En bensínverðið er alveg yfirgengilega hátt, máski rafmagnsbílar komi sterkir inn, svona í kreppunni.
mbl.is Bíllinn er byrði þung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Því miður þá eru þessar almenningssamgöngur Íslands sennilegast ein af þeim verri sem fyrirfinnst í Evrópu.  Tekur mig t.d. um 8 mín að keyra í vinnuna, en hins vegar yfir klukkutíma að ferðast þetta með strætó... þetta eru 6 km ferð.  Væri annað ef ég væri að vinna lengst í rassgati... tekur sennilegast skokkara styttri tíma að skokka það. Kerfið er eins vitlaust og hægt er hér á Íslandi.  Einhver nefndi að borgarskipulagið væri heimskulegt... sem ég er 110% sammála, en strætókerfið er enn heimskulegra :D

ViceRoy, 14.2.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Aðeins ein lausn: vera bara heima  

Þarf að fara að einbeita sér að því að finna lausnir, þetta er vandamál sem er sko ekki á leiðinni í burtu, verður bara verra ef ekkert er gert.

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.2.2008 kl. 14:11

3 Smámynd: hofy sig

Já einmitt! Best að halda sig bara heima, eða alla vega stræka á þessar endalausu hækkanir, leggja bílunum og nota fótana.

hofy sig, 14.2.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband