Klóra klóra klóra!

Hellú! Ég er mætt aftur í netheima, og bara nokkuð brött jafnvel þó mótvindurinn sé fullmikill á köflum. Þannig er það bara í lífinu hjá okkur öllum, mismikið að vísu. Sjálf hef ég svo sem enga ástæðu til að hvarta, það sem ekki brýtur mann, herðir mann las ég einhversstaðar. Ég var að koma frá kærri vinkonu, áttum gott spjall yfir pepsí max, hvað væri lífið án vina! fátæklegt held ég. Ég get ekki sagt að ég elski blessaða rigninguna, en hún er nauðsin, ég veit Undecided hún er barasta svo asskoti blaut og drungaleg eitthvað. Svo er hún líka allt of seint á ferðinni, gróðurinn er komin í haustlitina og jurtirnar í óða önn að leggjast í dvala, þannig að þær þurfa ekki mikið á henni að halda lengur. Mikið ofboðslega er ég orðin þreytt á að klóra mér í handleggjunum Pinch ég má sjálfsagt þakka fyrir að enn séu þeir hangandi á öxlunum mínum. Þessi kvimleiði kláði hefur staðið yfir 6 vikur takk fyrir takk. Ég er búin að fara þrisvar til læknis og jafnoft í apótekið, búin að eyða fleiri þúsund krónum í lyf og krem, meira að segja sterk sterakrem sem gerðu bara illt verra. Já já aumingja ég, allt í messiFrown Ég var samt svo heppin að fá tíma hjá húðlækni á morgun í Reykjavíkinni, læknirinn sem ég fór til á laugardaginn hefur sambönd á réttum stöðum, hann á nebbla frænda sem einmitt er húðlæknir, ekkert smá sem ég er lukkuleg með það. En jæja ég ætla þá að fara að hætta núna, enda þarf ég að hafa mig alla við að klóra mér, ótrúlegt en satt.

Góða nótt, sofið rótt og elskið hvort annað.

Hamingja er ekki það sem maður vill, heldur það sem maður fær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Vonandi finnur húðlæknirinn eitthvað út.

Knús&kærleikur...

SigrúnSveitó, 5.9.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband