Breiðavíkurdrengir í mál.

Fimmtán menn sem vistaðir voru á Breiðuvík sem drengir hafa ákveðið að stefna íslenska ríkinu, ekki er ég hissa. Enda óraunhæft að ríkið sem er sökudólgur í málinu ákveði hvað gera skuli í framhaldinu. Á þessum annars hrikalega fallega stað var líf margra einstaklinga lagt í rúst. Sá sem þarna drottnaði virðist hafa líkst rottu, fullur grimmdar, andstyggðar og sviksemi. Það er alveg með ólíkindum að ekki skuli vera lengra síðan þessir sorglegu atburðir áttu sér stað. Mér finnst líka mjög óraunhæft að fólk sem starfaði á þessu andstyggylega upptökuheimili á meðan að þessi samviskulausu hjón réðu þarna ríkjum hafi ekki vitað af hrottaskapnum. Reyndar trúi ég því ekki... nema þá að þeir hafi allir verið svona illa siðaðir drullusokkar. Það eru alveg örugglega einhverjir á lífi sem þarna störfuðu, til dæmis við eldamensku þrif og fleira sem einhverra hluta vegna vilja ekki koma fram í dagsljósið og segja frá. Það krefst ekki flókinna heilastarfsemi að sjá hvað þessir menn sem voru sendir í sveit á stað sem er á mörkum hins byggilega... þurftu að láta yfir sig ganga aðeins börn að aldri. Ráðamenn þessar þjóðar ættu að sjá sóma sinn í því að hreinsa upp sorann eftir forvera sína, og hafa manndóm í sér til að reyna að bæta fyrir þau mannréttindabrot sem framin voru á litlum og saklausum börnum. Þó að það sé löngu orðið of seint og aldrey hægt græða sárin sem mennirnir bera á sálinni, þá er ég viss um að það er hægt að létta þeim lífið á einhvern hátt, lífið gæti orðið þeim ögn léttbærara ef ríkið myndi nú tíma að sjá af einhverjum peningum þeim til handa. Bara að þessi guðsvolaða ríkisstjórn hefði haft manndóm í sér að taka strax á málinu og hefði látið verkin tala í stað þess að mala þindarlaust og þvæla málum í ótal nefndir fram og til baka. En það er svo sem ekki von á miklum afrekum hjá mönnum sem ekki geta fretað óundirbúið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband