Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Biblían er úrelt skrudda

Ég hef stundum bloggað um trúarofstæki eða ofsatrúarfólk, ég ætla að gera það aftur núna. Ég get með engu móti skilið til hvers títtnefnd bænaganga var, ég get heldur ekki skilið hvað verið er að blanda Guði inn í þessa öfga-vitleysu. Öfgatrúarfólk trúir að mínu mati ekki á Guð, mér virðist miklu frekar að það trúi á sjálfan andskotann, fólk sem álítur að Guð fordæmi einhverjar manneskjur, samkynhneigðar, gagnkynhneigðar eða eitthvað annað er langt í frá að gera það í guðsvilja. Þetta aumkunarverða fólk er í mínum huga haldið einhverskonar sjálfsdýrkun.

Kærleikurinn er ekki blindur en sér það besta í þeim sem hann elskar og kallar það þannig fram. Veljum aldrei þá sem að við ætlum að sýna kærleika. Það er nóg að halda hjarta sínu opnu og láta kærleikann flæða jafnt til allra. Líka til samkynhneigðra, þannig elskar þú með guðlegum kærleika. Guð skrúfar ekki frá eða fyrir kærleika líkt og um krana sé að ræða. Guð elskar alla menn jafnt.

Biblían er í mínum huga löngu úrelt skrudda. Fyrir mér er það ekkert annað en Guðlast að ætla Guði að elska suma menn og aðra ekki, Guð elskar okkur öll, meira að segja trúbullukallana líka.

Jæja ekki meira að sinni.


Skammdegisljós

Shit! Ég verð alveg nett pirruð á rausinu í sumu fólki út af jólaljósunum, það veitir nú ekki af að lýsa upp skammdegisdrungann hér heima á Fróni. En nei nei, um að gera að væla, skæla og barma sér. Ég persónulega elska jólaljósin, mörg þessara ljósa éru í rauninni skammdegisljós, sjálf læt ég alltaf eitthvað af mínum ljósum hanga þar til fer að birta, mér og mínum til ánægju. Þeir sem láta svona smotterí fara í taugarnar á sér ættu að mínu mati að skoða sjálft sig og hreinsa burt neikvæðni og svartsýni.

Upp með ljósin, það er svo brjálæðislega notó og kósí birta frá jólaljósunum og um að gera að láta þau hanga sem allra lengst.

Góða nótt kæru félagar.

Og sofið rótt. Heart


mbl.is Jólaljósin sett upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullir flottræflar.

Ja hérna hér! Það verður trúlega seint sem við Íslendingar hættum að gera okkur að fíflum þegar við heyrum orðið verslun. Þrátt fyrir að vera kona sem finnst bara fjári gaman að versla fengi ekkert mig til að býða í biðröð í nokkra klukkutíma fyrir utan einhverja búð, my God. Eftir áramótin fer svo allt dótadraslið í Just4Kids á blússandi útsölu, og hvað skeður þá, nú þá fer allt fólkið aftur í biðröð og kaupir bara meira dót, alltaf svo gott að eiga soldinn slatta af leikföngum á lager ef einhverjum nálægt manni dytti í hug að fjölga mannkyninu svona allt í einu.

Ég get bara með engu móti skilið að það sé markaður fyrir alla þessa verslunarkjarna á okkar pínulitla landi. Jafnvel þó að við séum með afbrigðum kaupglöð þjóð. Svo má nú ekki gleyma öllu glingrinu sem við dröslum með okkur þegar við skreppum í útlöndin. Ekki gengur fyrir okkur að ætla að stóla á að útlendingarnir versli vörur af okkur, enda allt svo miklu ódýrara heima hjá þeim.

En það eru einhversstaðar til aurar og nóg af þeim. Og vel á minnst, hvað í ósköpunum höfum við að gera með gæludýrabúð sem er ein sú stærsta á norðurlöndunum? Mér hefur sýnst að úrvalið sé mjög gott eins og það er í dag, þegar ég fer í Dýraríkið eða einhverja aðra dýrabúð á ég í mesta basli með að velja sökum þess hve mikið er í boði. Ég held líka að verðið hækki bara meir og meir eftir því sem verslunum fjölgar, við vitum líka að það er ekki á færi annara en ríkisbubbana að byggja verslunarmiðstöðvarnar með svo og svo miklum ýburði. Við vitum líka að ríkisbubbarnir er fámennur hópur á Íslandi, fámennur og samrýndur hópur sem ógna ekki hvor öðrum með samkeppni.

Þessir kallar urðu ekki allir ríkir vegna eigin dugnaðar, sumir þeirra eru ekkert annað en silkisokkar fullir af mykju. Já og þeir ættu að hafa vit á að skammast sín þessar bévuðu hottintottadruslur. Mér hitnar alltaf í hamsi þegar ég fer eitthvað út í þessa sálma og ætti kanski að hafa vit á að ´hætta núna. Eitt enn, það er þetta með kaupið sem flottræflarnir skammta þrælum sínum, eða kallast það ekki barnaþrælkun að píska 14 ára krökkum út, sum staðar fá þau ekki einu sinni sínar pásur eða kaffitíma. Þvílík mannaskipti í sumum verslunum getur tæpast talist eðlileg.

Nú ætla ég að hætta, nóg komið í bili.

Góða nótt kæru vinir og sofið rótt.Heart


mbl.is Þrjár stórverslanir opnaðar í Garðabæ á tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börberry brók

Hvernig nærbrækur notar þú frú mín góð? Hverju skyldi maður svara ef bláókunnugur maður hringdi í mann og bæri fram þessa spurningu? Og hvað skyldi mannfýlunni falla best í geð? Hum, ég er í svona venjulegum bómullarbrókum háum upp í mittið, ja eða bara alla leið upp að brjóstum reyndar,  því ég er svo skrambi kulvís, svo finnst mér líka svo gott að vera rækilega brókuð, alla vega yfir vetratímann. Það er svo sem ekki eina ástæðan, ég myndi nú kanski ganga í streng ef ég fyndi nógu stóran kæri nærfatadóni.

Ég á sko þrjár gular með rósamynstri, svo á 2 sloggí en teyjan er orðin pínu slöpp í öðrum þeirra og þær nota ég svona í hallæri þegar hinar eru allar óhreinar. Nú svo á tvennar soldið síðar með skálmum svona hálfgerðar skinnbrækur. Tvær fölgrænar gærubrækur, ég á sko líka einar börburrí, alveg gasalega lekkerar, svo á ég auðvitað einar sem ég nota algjörlega spari, ég kalla þær tyllidagabrækurnar mínar, þær eru hvítar með bróderaðri blúndu að aftan, svaðalega flott eintak þar á ferð. Og síðast en ekki síst þá á ég tvennar alveg geggjað sexí brækur, aðrar eru rauðar en hinar svartar og þær kalla ég nú svonna upp á grínið glyðrubrækurnar.

Þá er ég hrædd um að það sé upptalið, en þú vilt kanski fá lýsingu á spenastatífunum líka, nei annars ég hef ekki tíma í það núna, en hringdu endilega seinna, alltaf gaman þegar einhver sýnir naríunum mínum áhuga, það er nú ekki orðið oft svona í seinni þíð.

Já áhugamálin eru margvísleg, asskoti skítt að lenda í fangelsi fyrir einskæran áhuga á kerlingarbrókum.

Svo býð ég góða nótt kæru félagar.


mbl.is Nærfatadóni fangelsaður í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barbípjásur

Omg! Það er nú meira hvað þetta fjölmiðlalið endist til að búa til fréttir af akkúrat ekki neinu, skyldi sú manneskja vera til sem virkilega fannst tónlist kryddpíanna góð, það er að segja ef einhver yfir 10 ára hlustaði á þær. Það væri guðlasti næst að halda því fram að þessar dúkkulísur geti sungið. Ég komst ekki hjá að hlusta á falska píkuskrækina í þeim þar sem mín yndislega dóttir var einmitt á þeim aldri sem þær höfðuðu til þegar þær voru að rembast við að syngja og voru frægar, sum sé sex ára gömul. Dæmigert: Eina manneskjan sem ekki lítur út eins og óþroskaður unglingsstrákur með sílíkonbrjóst verður endilega að létta sig svo hún passi nú betur inn í tilgerðarlega glansmyndina. Já já Emma ræfilinn á í harðri baráttu við aukakílóin! Viljiði spá! Hún átti barnið í ágúst. Ég hef einhvernvegin þá tilfiningu um Viktoriu að hún sé svo leiðinleg að hundurinn hennar forðast hana, ég held líka að hún sé hættulega sjálfsánægð. Mel b Íslandsvinur minnir mig alltaf á fiðrildi á fengitíma, og hún þarna æji ég man ekki hvað hún heitir sú fjórða, ekki að það komi svo sem að sök.

Jæja nenni ekki að bulla um þessar barbídúkkur meir.


mbl.is Kryddpía berst við aukakílóin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðhvörf

Ég er helst farin að hallast að því að ég sé í síðbúnum síðhvörfum, nema það sé alsheimer leigt "nenni ekki að gá hvernig á að skrifa það" ég er allavega mjög mikið gleymin þessa dagana. Ég byrjaði einn daginn á að gleyma debetkortinu mínu í bensínsjálfsala, sama dag gleymdi ég símanum mínum í Bónus, það var nebbla hringt í mig þegar ég var á kassanum að borga þannig að ég lagði bara síman á borðið þegar ég hafði kvatt og fór að raða í pokana. Nú nú, daginn eftir hringdi löggan í mig því hún hafði kortið mitt undir höndum, það kom sem sé einhver með það á löggustöðina, við erum nebbla svo heiðarleg hérna á Skaganum, svo var það hann Snorri minn sem þurfti að ná í mig og hringdi í símann minn og þá svaraði starfsmaður í Bónus sem tjáði drengnum að sími múttu hans væri þar.

Svo skrapp fraukan í stórborgina á mánudaginn og kom við í Húsasmiðjunni í heimleiðinni, keypti þar eitthvað smálegt og skildi debetkortið barasta eftir á afgreiðsluborðinu, ekki lært mikið af fyrri mistökum Whistling  Svo var það í gær sem ég var á hraðferð enn eina ferðina, og uppgötva þegar ég er sest inn í bíl á leið í skólann að ég er ekki með símann minn, þá var ekki um annað að ræða en þeytast inn til að ná í hann, í stuttu máli sagt fann ég hann ekki, ég gríp þá síma heimasætunnar og hringi án afláts í minn síma, en viti menn ekkert heyrist, ég rýk út og held áfram að hringja, hélt kanski að hann væri í bílnum en er ekki nema komin út um dyrnar er ég heyri hringitóninn minn frá mjög svo torkennilegri átt, var ekki alveg að fatta hvaðan hringingin kom, hljóp eins og hálviti í kringum bílinn og þá loksins sá ég aumingja símann minn liggjandi í götunni í reiðileysi. Hversu utan við sig getur ein manneskja verið? Heyrði ekki einu sinni þegar hann datt, ég virðist einhvernvegin líða áfram eins og sofandi sauður alla dagaSleeping

En ókey bæ.InLove


Jólaljós

Jóla, jóla jóla, ha jóla hvað? Akkúrat jóla hvað, mann bara spyr sí sona ? Verslunarmennirnir eru svo sannarlega komnir í jólafílinginn, ekki spurning! Jólin eru að minnsta kosti komin í búðunum, það er bara ekki nokkur leið að finna svo mikið sem þvottaklemmur í rúmmfatalagernum, bara búið að sópa öllu burt svo allt jólaskranið komist nú fyrir. Það er alveg hreint með ólíkindum hvað hægt er að gabba okkur til að kaupa, að hugsa sér eins og til dæmis, jólahandklæði, jólasápu, jólaviskustikki, jólanaríur, jólaskeinipappír, jólaþvottapoka, jólasokka, jólaglös, jóladiska og bara endalaust jóla þetta og jóla hitt.

Það væri fróðlegt að vita hvað við Íslendingar eyðum miklum peningum í jóladrasl um hver einustu jól. Geimslan mín er alveg ágætlega stór, samt er hún næstum því full þegar allt jólaglingrið mitt er komið inn, það er bara hægt að athafna sig vandræðalaust inni í henni í desember, nú og svo bætist náttla alltaf eitthvað við um hver jól, því það er svo margt nýtt í boði, annars er ég veikust fyrir jólaljósunum og á orðið ansi gott safn. Það aftraði mér þó ekki frá að bæta einu við í dag, það var nebbla svo gasalega flott, og ég gat sko bara ekki með nokkru móti staðist freystinguna. Ég skil samt sem áður ekkert í kaupmönnunum að vera að ginna mann svona upp úr skónum, og það sem er nú bara rétt komin nóvenber.

Kær kveðja út í nóttina Heart


Bara eitthvað

Vaknaði nokkuð spræk kl. 7.40 allt of snemmt að mínu mati, en skyldan kallar og ekkert me he með það sko. Ég er búin að gera morgunverkin, allt svo fá mér morgunmat vekja unglingana mína, skutla þeim í skólann, knúsa hundinn minn og síðast en ekki síst setja upp andlitið sem verður nú alltaf flóknara og strembnara  með árunum. Einu sinni var það bara tannburstinn og greiðan, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mörg meikdollan verið tæmd. Og sei sei já, svona er nú lífsins ganga og allt í lagi með það. Ég er að spá í að hlussast í höfuðborgina snöggvast og versla fáeinar jólagjafir, vera nú einu sinni snemma í því, en ég er einmitt þessi típa sem rýk af stað korter fyrir jól og botna ekkert í að allt sé uppselt. Svo eru það öll desemberafmælin, þau eru nokkur í minni famelíu, fyrsta er 3. des en það er hann Polli hundurinn minn sem verður tveggja ára, svo er það tíkin nei djók, ég meina náttla systir mín sem er þann 17. Ömmubarnið mitt verður 1 árs þann 21.Og síðast en ekki síst þá er það sjálfur frumburðurinn sem verður 25 ára 22 desember.

Jæja best að koma sér af stað annars endar með að ég nenni ekki, væri líkt mér að slá þessu upp í kæruleisi og gera þetta barasta á Þollák.


Aumingja Ozzy

Aumingja Ozzy Undecided Notaður sem tálbeita, mér finnst nú reyndar að hann gæti alveg verið stoltur af því að hafa svona óbeint átt þátt í handtökunni, og þó, nei annars þetta var ódýrt og barnalegt af löggunni að mínu mati og sjálfsagt hárrétt hjá Ozzy að þetta sé ekkert annað en leti hjá löggunni, en kanski alls ekki svo vitlaus hugmynd samt sem áður, svona nokkurs konar hóphandtaka og ekki leiðist karlinum honum Ozzy athyglin. Tounge


mbl.is Bandarískir lögreglumenn móðga Ozzy Osbourne
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hva! gátu þeir ekki skutlað honum.

Ja hérna hér! Það er löngu hætt að vera fréttnæmt hvað er að gerast í miðbænum um helgar, hópslagsmál hér og þar, löggimann fær á túllann, fangageimslur vel nýttar og þar fram eftir götunum. Seinheppin ofurölvi gaur frá Selfossi bað um far hjá löggunni og það er bara stórfrétt, hvurslags eiginlega er þetta! Gátu löggumennirnir ekki skutlað gaurnum, kanski var hann á leið í partý Reykjavíkinni og var orðin allt of seinn, nú eða hann langaði bara að komast í alminnileg hópslagsmál, örugglega ekki nógu margir á Selfossi sem eitthvað fútt var í.

Svo er líka möguleiki að hann hafi verið í sumarbústaðnum og rétt verið búin að hita sig upp þegar löggan mætti á svæðið og eiðilagði plön hans um hópslagsmál þar. Annars finst mér frekar fúlt að fá engar fréttir af pissumálum, því var reyndar hvíslað að mér að alhörðustu barflugurnar skelltu bara á sig einni pambers áður en þeir yfirgæfu barin. Já svona er Ísland í dag. Whistling


mbl.is Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband