Dularfullir flottræflar.

Ja hérna hér! Það verður trúlega seint sem við Íslendingar hættum að gera okkur að fíflum þegar við heyrum orðið verslun. Þrátt fyrir að vera kona sem finnst bara fjári gaman að versla fengi ekkert mig til að býða í biðröð í nokkra klukkutíma fyrir utan einhverja búð, my God. Eftir áramótin fer svo allt dótadraslið í Just4Kids á blússandi útsölu, og hvað skeður þá, nú þá fer allt fólkið aftur í biðröð og kaupir bara meira dót, alltaf svo gott að eiga soldinn slatta af leikföngum á lager ef einhverjum nálægt manni dytti í hug að fjölga mannkyninu svona allt í einu.

Ég get bara með engu móti skilið að það sé markaður fyrir alla þessa verslunarkjarna á okkar pínulitla landi. Jafnvel þó að við séum með afbrigðum kaupglöð þjóð. Svo má nú ekki gleyma öllu glingrinu sem við dröslum með okkur þegar við skreppum í útlöndin. Ekki gengur fyrir okkur að ætla að stóla á að útlendingarnir versli vörur af okkur, enda allt svo miklu ódýrara heima hjá þeim.

En það eru einhversstaðar til aurar og nóg af þeim. Og vel á minnst, hvað í ósköpunum höfum við að gera með gæludýrabúð sem er ein sú stærsta á norðurlöndunum? Mér hefur sýnst að úrvalið sé mjög gott eins og það er í dag, þegar ég fer í Dýraríkið eða einhverja aðra dýrabúð á ég í mesta basli með að velja sökum þess hve mikið er í boði. Ég held líka að verðið hækki bara meir og meir eftir því sem verslunum fjölgar, við vitum líka að það er ekki á færi annara en ríkisbubbana að byggja verslunarmiðstöðvarnar með svo og svo miklum ýburði. Við vitum líka að ríkisbubbarnir er fámennur hópur á Íslandi, fámennur og samrýndur hópur sem ógna ekki hvor öðrum með samkeppni.

Þessir kallar urðu ekki allir ríkir vegna eigin dugnaðar, sumir þeirra eru ekkert annað en silkisokkar fullir af mykju. Já og þeir ættu að hafa vit á að skammast sín þessar bévuðu hottintottadruslur. Mér hitnar alltaf í hamsi þegar ég fer eitthvað út í þessa sálma og ætti kanski að hafa vit á að ´hætta núna. Eitt enn, það er þetta með kaupið sem flottræflarnir skammta þrælum sínum, eða kallast það ekki barnaþrælkun að píska 14 ára krökkum út, sum staðar fá þau ekki einu sinni sínar pásur eða kaffitíma. Þvílík mannaskipti í sumum verslunum getur tæpast talist eðlileg.

Nú ætla ég að hætta, nóg komið í bili.

Góða nótt kæru vinir og sofið rótt.Heart


mbl.is Þrjár stórverslanir opnaðar í Garðabæ á tveimur dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahhah svo þurfum við að kaupa stærra hús utan um allt dótið haha

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.11.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband