Biblían er úrelt skrudda

Ég hef stundum bloggað um trúarofstæki eða ofsatrúarfólk, ég ætla að gera það aftur núna. Ég get með engu móti skilið til hvers títtnefnd bænaganga var, ég get heldur ekki skilið hvað verið er að blanda Guði inn í þessa öfga-vitleysu. Öfgatrúarfólk trúir að mínu mati ekki á Guð, mér virðist miklu frekar að það trúi á sjálfan andskotann, fólk sem álítur að Guð fordæmi einhverjar manneskjur, samkynhneigðar, gagnkynhneigðar eða eitthvað annað er langt í frá að gera það í guðsvilja. Þetta aumkunarverða fólk er í mínum huga haldið einhverskonar sjálfsdýrkun.

Kærleikurinn er ekki blindur en sér það besta í þeim sem hann elskar og kallar það þannig fram. Veljum aldrei þá sem að við ætlum að sýna kærleika. Það er nóg að halda hjarta sínu opnu og láta kærleikann flæða jafnt til allra. Líka til samkynhneigðra, þannig elskar þú með guðlegum kærleika. Guð skrúfar ekki frá eða fyrir kærleika líkt og um krana sé að ræða. Guð elskar alla menn jafnt.

Biblían er í mínum huga löngu úrelt skrudda. Fyrir mér er það ekkert annað en Guðlast að ætla Guði að elska suma menn og aðra ekki, Guð elskar okkur öll, meira að segja trúbullukallana líka.

Jæja ekki meira að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Manni virðist oft að trúin færist frá því að trúa á Guð og yfir í að trúa á Biblíuna sjálfa. Það er margt gott og mikil speki fólgin í sumum bókum Biblíunnar EN það er líka margt mjög slæmt þar. Ég geti ekki séð Guð velja eitt af börnum sínum fram yfir annað, nei það gerir ekki gott foreldri.

Ef maður les orð Jesú sjálfs, í Guðspjöllunum, þá koma fram fallegustu skilaboðin. Hann talaði við alla, sama hvað fólk starfaði(fátækt, ríkt, tollheimtumenn eða hórur) af hvaða uppruna eða löndum fólk var og það sem þótti svo merkilegt á þeim tíma: hann talaði líka við konur Jesús sýnir hvernig maður á að ganga um og lifa án fordóma. Hvenær skyldum við ætla að læra það?!

Fyrir mér er málið að velja frekar til umhugsunar setningu eins og: "elskið náungann" frekar en: "kynvilla er viðurstyggð". (eða hvernig þetta var orðað í gömlu þýðingunni)

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.11.2007 kl. 09:48

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Mikið er þjóðin lánsöm að eiga slíkan trúaðan guðfræðing að !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.11.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Amen

Knús&kærleikur...

SigrúnSveitó, 13.11.2007 kl. 14:21

4 identicon

Góð grein. Ég er sammála þér svo innilega. Ég var einmitt að skrifa eina grein um trú þar sem ég viðra mína skoðun. Ég hugasa að ég setji hana ekki hér inn í heild sinni

Endilega kýktu inn og skoðaðu

Gissur Örn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:10

5 identicon

Takk takk, það eru þessir óþolandi fordómar og margt fleira sem er að trufla mig hjá ofsatrúarfólkinu. Takk fyrir kæri predikari, ég hef ekki áður verið titluð sem trúfræðingur, en já ég er samt alveg sammála þér, þjóðin er bara talsvert lánsöm að eiga mig að

Hófý (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:07

6 Smámynd: SigrúnSveitó

sammála síðasta ræðumanni, við erum heppin öll sem eitt að eiga þig að.

Knús&kærleikur...

SigrúnSveitó, 14.11.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband