Síðhvörf

Ég er helst farin að hallast að því að ég sé í síðbúnum síðhvörfum, nema það sé alsheimer leigt "nenni ekki að gá hvernig á að skrifa það" ég er allavega mjög mikið gleymin þessa dagana. Ég byrjaði einn daginn á að gleyma debetkortinu mínu í bensínsjálfsala, sama dag gleymdi ég símanum mínum í Bónus, það var nebbla hringt í mig þegar ég var á kassanum að borga þannig að ég lagði bara síman á borðið þegar ég hafði kvatt og fór að raða í pokana. Nú nú, daginn eftir hringdi löggan í mig því hún hafði kortið mitt undir höndum, það kom sem sé einhver með það á löggustöðina, við erum nebbla svo heiðarleg hérna á Skaganum, svo var það hann Snorri minn sem þurfti að ná í mig og hringdi í símann minn og þá svaraði starfsmaður í Bónus sem tjáði drengnum að sími múttu hans væri þar.

Svo skrapp fraukan í stórborgina á mánudaginn og kom við í Húsasmiðjunni í heimleiðinni, keypti þar eitthvað smálegt og skildi debetkortið barasta eftir á afgreiðsluborðinu, ekki lært mikið af fyrri mistökum Whistling  Svo var það í gær sem ég var á hraðferð enn eina ferðina, og uppgötva þegar ég er sest inn í bíl á leið í skólann að ég er ekki með símann minn, þá var ekki um annað að ræða en þeytast inn til að ná í hann, í stuttu máli sagt fann ég hann ekki, ég gríp þá síma heimasætunnar og hringi án afláts í minn síma, en viti menn ekkert heyrist, ég rýk út og held áfram að hringja, hélt kanski að hann væri í bílnum en er ekki nema komin út um dyrnar er ég heyri hringitóninn minn frá mjög svo torkennilegri átt, var ekki alveg að fatta hvaðan hringingin kom, hljóp eins og hálviti í kringum bílinn og þá loksins sá ég aumingja símann minn liggjandi í götunni í reiðileysi. Hversu utan við sig getur ein manneskja verið? Heyrði ekki einu sinni þegar hann datt, ég virðist einhvernvegin líða áfram eins og sofandi sauður alla dagaSleeping

En ókey bæ.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hahahahhah æ, fyrirgefðu ég veit þetta er ekki fyndið á meðan á því stendur en eftir á hahahah. Ég nefnilega kannast alveg við þetta. Ok, ekki kannski að týna símanum og kortinu mörgum sinnum sama daginn en ég á mörg sett af lesgleraugum og geymi á ýmsum stöðum, því ég týni þeim alltaf! sem betur fer nota ég bara svona ódýr þú veist.

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 7.11.2007 kl. 11:42

2 identicon

Ég á tvenn gleraugu, ein les og ein til að ganga með, þá meina ég svona alvöru, en svo á ég líka svona ódýr, nokkur stikki af þeim sem er eins gott því ég er einmitt fræg fyrir að týna gleraugum, hef meira að segja gengið svo langt að vera byrjuð að leita þegar mér er bent á að ég sé með þau á hausnum, set þau stundum yfir hausin ef ég þarf að hvíla mig á þeim. En ég er samt svakalega utan við mig þessa dagana, ég yrði ekki hissa þó ég myndi gleyma bílnum mínum næst í búðinni

hófý (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband