Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vitlaus blaðasnápur.

Ég er ekkert hissa á að hvutti glefsi
að svona blaðasnápum, hins vegar verð ég alltaf jafn undrandi á hvað fólk almennt veit lítið um hunda eins og þeir hafa þó fylgt manninum lengi,
það er aldrei góð hugmynd að vaða beint að ókunnugum hundi með einhver fleðulæti og klapp, hundurinn getur auðveldlega orðið hræddur og hann hefur ekki annað en kjaftinn til að verja sig, byrjar oft á að glefsa sem oftast dugar, sem betur fer fyrir paparassann í þessari "stórfrétt"

mbl.is Hættulegur forsetahvutti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur.

Hryllilega óhugnanlegt, tárin leka niður við lesturinn, ég kem bar engum  orðum niður, svo erum við að væla.
mbl.is Enn leitað í rústum skólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jafn gaman í miðbænum.

Ekki minnka skrílslætin og hallærisgangurinn í okkur Íslendingum þó fjárhagurinn þrengist á flestum heimilum þessa dagana, þvert á móti reyndar, auðvitað verða allir að drekkja sorgum sínum sem aldrei fyrr og berja mann og annan.
Dapurlegt að vakna upp í fangageymslu og eiga kannski ekki einu sinni fyrir strætó heim!
Öss! Öss! Öss! Og allt er þetta náttla KREPPUNNI að kenna. W00t

mbl.is Mjög erilsöm nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjað stykki.

Þetta langar mig sko að sjá! Akkúrat húmor fyrir mig W00t
Örugglega nógu svartur að mínum smekk Ninja
Já svona er ég nú bara einu sinni gerð, fíla grófan og kolsvartan húmor í ræmur Halo Ha, ha, ha! Ótrúlegt en dagsatt.

mbl.is Lífræn leikmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beðmálið á bannlista.

Ókey! Þá er Beðmálið komið á bannlista á þessu heimili,
ekki líklegt að hlustað verði mikið á mann sem gerir
nú líka ekki mikið til, ætli áhyggjur manns beinist ekki að
einhverju öðru en sjónvarpsglápi unganna í kotinu.
Sjálf horfi ég stundum á á Beðmálsskutlurnar með stelpunni minni,
aðallega til að kitla hláturtaugarnar Grin ekki veitir nú af á þessum síðustu og verstu.

mbl.is Tengsl milli sjónvarpsáhorfs og þungana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta grín?

Eruði að grínast eða?

Það sem fólk getur endalaust verið að reyna að ráðskast með aðra Pinch Hvurn andskotann skyldi einhverjum koma það við hvort fólk gifti sig? Burtséð frá hvort það vill giftast manneskju af sama kyni eða af gagnstæðu kyni, ég get bara með engu móti séð hvernig það truflar líf fólks hver giftist hverjum, þó að Biblían segi að hjón skuli vera maður og kona, hver veit þá með vissu hvað er satt og hvað er logið í þeirri frægu skáldsögu?


mbl.is Kæra bann á hjónavígslum samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínar hugrenningar.

Jæja þá er þessi dagur allur, eins gott líka W00t Nei, nei, ekkert verri en aðrir dagar svo sem. Allir dagar hafa eitthvað til síns ágætis, svo er það náttla bara hvernig ég ætla að líta á hlutina, valið er mitt að miklu leyti alla vega. Ég get ákveðið að vera neikvæð og svartsýn, ég get til allrar Guðs lukku líka ákveðið að vera jákvæð og bjartsýn sem er einmitt sú ákvörðun sem ég hef tekið.

Ég verð sennilega seint sökuð um að vera höfðingjasleikja og því síður kann ég að smjaðra, það tel ég vera kost en það vinnur þó stundum á móti mér. Það háir mér samt ekki að ráði þannig séð, ég hef í sjálfu sér ekkert á móti fólki sem hefur ríka tjáningarþörf en þegar fólk malar þindarlaust út um bæði munnvikin í einu þá einhvernvegin bara loka ég ósjálfrátt á öll skilningarvit, annað hvort er það meðfæddur hæfileiki eða áunnin, ég hallast heldur að því síðarnefnda held reyndar að ég hafi tamið mér þennan eiginleika af illri nauðsyn.

En hvaða, hvaða, við getum ekki öll rekið við og tuggið tyggjó samtímis W00t 

Jæja þá er ég búin að tæma hausinn minn í bili
Góða nótt og sofið rótt.

 

 


Jamm, jamm

Jamm, jamm, mig langar aðeins að skrifa niður hugsanir mínar, mér finnst orðið svo andskoti niðurdrepandi að fletta blöðum og hlusta á fréttir að ég er hreinlega svo gott sem hætt því. Ég er ekki rík af veraldlegum eigum og var það ekki heldur áður en fjármálakreppan margummrædda skall á. Þannig að ég þarf til allrar hamingju ekki að gráta tapað fé í bönkum eða veðbréfum, þó svo að auðvita bitni kreppudruslan á mér eins og öðrum öreygum, ég missi ekki svefn og svelt ekki heilu hungri, að minnsta kosti ekki enn. Ég held að við Íslendingar verðum að fara að lenda og þá með báðar fætur á jörðinni, við þurfum að líta gaumgæfilega í eigin barm og athuga hvort ekki sé komin tími til að breyta lífstílnum eitthvað aðeins, hætta að væla og skæla þó við getum ekki leyft okkur að aka um á glænýjum jeppum og bla, bla,bla, öll höfum við gott af að leita inn á við og sættast við okkur sjálf, hætta allri sýndarmennsku og flottræfilshætti sem kemur okkur aldrei annað en illa.

Því hvað er ríkt fólk? Það er fólk sem hefur mikið í veltunni og á ekki neitt nema áhyggjurnar ef allt væri gert upp, og fer út úr heiminum alveg nákvæmlega eins snautt og hinir, að því undanskildu að það hefur haft af meira búksorgum, minna af sannri lífsgleði.
Halldór Laxnes "Sjálfstætt fólk"


Kreppubrjálæði

Það er nú meira hvað ég er orðin leið á þessu endalausa krepputali, við ættum kannski að byrja á að spyrja okkur sjálf nokkura spurninga, eins og til dæmis, sveltum við? Höfum við þak yfir höfuðið? Höfum við nóg af vatni? Er einhver að deyja úr vosbúð og sulti hér á landi? Ég held ekki, væri ekki bara ágætt að hverfa nokkur ár aftur í tímann, persónulega væri mér sama þó sjónvarpstöðvarnar færu allar á hausinn, nei annars ég vil að sjálfsögðu ekki að fólkið sem þar vinnur yrði atvinnulaust, en það væri samt kósí að hafa ekkert sjónvarp því þá væri fólk kannski til í að sitja og spjalla í stað þess að láta mata sig endalaust á afþreyingu, já og sleppa svo áhyggjunum um gleðileg jól, kerti og spil eru allt sem þarf fyrir utan góða skapið náttla, um að gera að njóta samverustundanna með fjölskildunni, vera góð hvert við annað og bara njóta þess að vera saman, gjafirnar þurfa hreint ekki að kosta aleiguna, það er hugurinn sem gildir og ekkert annað. Burt með vælið segi ég nú bara og hana nú.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband