Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ekki gáfulegt

Ekki líst mér á að lögreglan fari að ganga með rafbyssur á sér, lögreglumenn eru örugglega hið ágætasta fólk, hins vegar eru þar menn innan um sem ekki höndla valdið sem þeim er treyst fyrir, og þeir einstaklingar ættu alls ekki að bera vopn, þeir sem ofmetnast við það eitt að fara í júníform ættu aldrei að meðhöndla hættuleg vopn, það er mín skoðun í þessu máli.
mbl.is Rafstuð í varnarskyni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úps ég hélt þú værir ólétt.

GrinÞað var nebbla það, Eva þó! Ég sem hélt að það væri bara ég sem væri svona svakalega gráðug, að meira að segja konan í bakaríinu spurði mig voða svona settlega, ertu bara að koma með eitt lítið? Ég verð nú að viðurkenna að ég fattaði ekki alveg hvað konan var að fara, ha hva segiru? Ertu bara að koma með eitt lítið, endurtók bakaríisbúðakonan? Og ég get svo svarið það, henni var alvara, LoL ég gat nú ekki annað en skellt upp úr 47 ára gömul konan Tounge nei, nei, ég er bara orðin svona feit, ha nei, nei, sagði hún þá, það hlýtur að vera kápan sem, sem Gasp Úps hún varð alveg miður sín blessuð manneskjan. Og ég fór aðeins að skera niður súkkulaðið
mbl.is Ekki ólétt heldur gráðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi er ekki lausnin

Hvað í veröldinni skyldi fá 12 ára krakka til að myrða? Ég er nokkuð viss um að heilbrigt 12 ára barn fremur ekki svona ódæði. Hvað ætli þessi drengur hafi upplifað á sinni stuttu ævi? Annað hvort hefur hann gengið í gegnum eitthvað hræðilegt eða þá að hann er alvarlega veikur á geði. Og ef hann er veikur á geði, af hverju var honum þá treyst fyrir litla barninu? 12 ára börn þekkja muninn á réttu og röngu, ég velti fyrir mér hvort ekkert hafi áður gerst sem gaf til kynna að hann væri ofbeldisfullur, eða missti alla stjórn ef hann reiddist. Mér finnst þetta allt hið furðulegasta mál, fangelsi er örugglega ekki lausnin, það lífgar ekki litlu stúlkuna við þó hann yrði lokaður inni það sem hann á eftir ólifað. Hann þarf um fram allt að komast undir læknishendur, svo hlýtur að þurfa að athuga uppeldisaðstæður hans gaumgæfilega.
mbl.is Talinn hafa barið 17 mánaða gamla stúlku til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallæris málstaður.

Mín vegna má maðurinn svelta sig fyrir málstaðinn, ég hef aldrei skilið til hvers fólk er að refsa sjálfum sér til að ná einhverju fram, eins og konan sem var nær dauða en lífi eftir margra vikna svelt "að eigin sögn" í fyrra eða hittifyrra, man ekki hvað hún heitir, en hún var að berjast fyrir bættum kjörum öryrkja, hún hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði eins og náttla allir vissu, nema hún sjálf. Það er tæplega hægt að hugsa sér hallærislegri málstað en þann sem frakkinn er að berjast fyrir, það er í það minnsta mín skoðun.
mbl.is Í hungurverkfall vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakna ekki Boggunnar.

Fyrir einhverjum árum náðist mynd af mér í göngunum á of hröðum akstri, ég dreif í að greiða sektina eins og lög gera ráð fyrir, en ég hef sko passað mig síðan og það held ég að aðrir geri líka sem verða uppvísir af því að keyra of hratt þarna í gegn, ég held líka að fólk svona almennt séð, geri sér grein fyrir hættunni sem af hraðakstri í göngunum stafar. Það er orðið afar fátítt að ég verði vör við að fólk sé að taka einhverja sénsa með glæfraakstri í Hvalfjarðargöngunum. Ég nota göngin mikið, og er ein af þeim sem fagnaði ákaft þegar þau voru opnuð, gleymi aldrei þeim degi. Og ekki get ég sagt að ég sakni Boggunnar, eins sjóveik og ég nú er.


mbl.is 89 óku of hratt í Hvalfjarðargöngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi.

Ég get svo svarið það! Hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi eiginlega ? Mikið rosalega líður mörgum illa, skyldi blessaðri konunni hafa liðið betur eftir að hafa gefið vagnstjóranum einn gú moren? Vonandi áttar konan sig, áður en stjórnleysi hennar hefur enn alvarlegri afleiðingar í för með sér. Rosalega held ég að það sé niðurlægjandi að vera dregin fyrir dóm fyrir að geta ekki hamið eigin skapsmuni. Á reiðistjórnunarnámskeið með dömuna, það ætti auðvitað að dæma hana til þess, hver veit nema að það mundi opna augu hennar og hún myndi alla vega læra að telja upp í 100 áður en hún lætur til skarar skríða næst.
mbl.is Sló vagnstjóra í reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grinvíkingar eitthvað öðruvísi?

Vægast sagt stórskrítið, brjálað veður bara í Grindavík. Ætli grindjánarnir hafi gert eitthvað mikið af sér? VeðurGuðirnir eru greinilega ekki sáttir við fólkið á þessum stað, alla vega ekki í augnablikinu.

Hér hjá mér er einmuna veðurblíða, eins og náttla oftast hérna á Akranesi. Mér finnst best að hafa kannski bara pínu frost og stafalogn, á vetrum. Ég hef búið á Vestfjörðum og sakna ekki snjósins og ofsaveðrana sem þar geysa stóran hluta vetrar, ég hef líka búið í Grindavík og get ekki sagt að ég sakni veðurfarsins þar, ROK, ROK og meira ROK. Já svona er nú það.

Svakalega litaglöð sem ég er núna, bara gaman af því.


mbl.is Skólahaldi frestað til hádegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hellú!

Hellú allir saman. Ég ætla að reyna að eiga góðan dag í dag, vaknaði ekkert allt of bjartsýn svo sem, en ekki dugir að ákveða fyrirfram að allt muni verða erfitt og leiðinlegt. Það er auðvitað undir mér sjálfri komið hvernig ég tek á móti´þessum degi, rétt eins og öðrum dögum. Suma daga er samt erfiðara að takast á við en aðra, jafnvel þó þeir séu í stórum dráttum ekkert frábrugðnir hver öðrum. Það er bara eitthvað leiðinda vonleysi í mér þessa dagana varðandi ákveðna manneskju. Ég er samt ekkert á leiðinni í uppgjöf í því sambandi, veit ekki alveg hvernig ég get tæklað þessi mál, öðruvísi en allt fari upp í loft, en ég ætla að leggja mig aðeins, vaknaði kl. 6 ekki alveg ég. Kannski lundi verði léttari og bjartari eftir smá bjútý blund.

Stundum er lífið erfitt.

Þá er helgin um garð gengin, og var hún bara fín, ég fékk ömmusnúllann minn að láni í dag, honum tekst alltaf að lýsa allt upp í kringum sig, það er ekki annað hægt en að líða vel í kringum hann. Í dag komu líka mamma, pabbi og Auður sys, við Auður, Polli og Haukur Leó fórum í göngutúr í góða veðrinu, svo komu Siggi Már og Sigrún í mat og það var grillað, bara sumarstemmari í því Cool Stundum er lífið svona létt og skemmtilegt, en það koma líka erfiðir tímar, miserfiðir auðvitað, enda hefur manni svo sem aldrei verið lofað eilífri sælu. Það skiptast á skin og skúrir í lífi hvers manns. Svo er það misjafnt hvernig við höndlum erfiðu tímana, ég höndla þá í vissan tíma en svo bara brestur eitthvað og ég fæ bara nóg.

Það er eitthvað þannig í gangi hjá mér núna, veit samt ekkert hvað er best að gera í stöðunni, sumir einstaklingar eru svo snúnir  að það er bara too much, sumir eru eitthvað svo ótrúlega erfiðir og staurblindir á eigin bresti að það gerir hvern mann vitlausan að umgangast þá. Ég freistast stundum til að hugsa um hvað Guð hafi haft í huga þegar hann útdeildi hamingjunni, einnig spái ég oft í hvort og hver tilgangurinn sé, með hinu og þessu í lífinu.'; En já já, þetta er orðið soldið mikið sjálfsvorkunnarlegt hérna hjá mér, ég játa það líka hiklaust að akkúrat núna er ég í sjálfsvorkunn, en hún stendur aldrei lengi hjá mér núorðið, verður örugglega farin í fyrramálið, eða alla vega skulum við vona það.

Ég ætla að fara í rúmið mitt núna. Góða nótt kæru vinir nær og fjær.


Sukk og svínarí.

Sukk og svínarí! Svona fréttir eru orðnar daglegt brauð, að hugsa sér spillinguna sem er orðin allsráðandi í þessu þjóðfélagi okkar, þessi glæpafélög viðurkenna að hafa átt með sér langvarandi og ólöglegt samráð, hversu háan siðferðisstuðul skyldu þessir kónar hafa? Að mínu eru þeir gjörsamlega lausir við allt sem heitir siðgæði. Svindl á svindl ofan hvar sem gripið er niður, maður getur ekki einu sinni treyst verðupplýsingum á útsölum, eins og sannaðist þegar kona ein skellti sér á kirfilega auglýsta útsölu í Rúmfatalagernum á dögunum, hún hafði keypt sér jólaseríu fyrir jólin í umræddri búð sem þá kostaði 1299 kr. Hún var svo ánægð með seríuna að hún ákvað að kaupa sér aðra á útsölunni, en hún hætti hins vegar við er hún sá verðmiðann sem komin var á djásnið: Verð áður 1999kr + 50% afsláttur á kassa. Það er ekki skrítið að þeir geti boðið upp á 50% afslátt, þegar tekið er mið af viðskiptaháttunum sem tíðkast orðið út um allt. Hækka bara eina skitna jólaseríu sem ekki átti að kosta nema 1299 kr um 700 kr. Manni verður sko bara mál að gubba.
mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband