Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ekki skrýtið að kallinn hafi langað.

Það er ekki skrítið að manngarmurinn hafi þurft að fara í hóruhús, konan alltaf í vinnunni, og ef hún var ekki í vinnunni þá hafði hún örugglega eitthvað allt annað að gera en að fara í rúmið með honum. Enda svo sem engin ástæða hjá henni að vera að láta hann hafa það frítt, fyrst hann var tilbúin að borga fyrir það í öðrum húsum.
mbl.is Hitti konuna í vændishúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóp á snærið

Það hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá þessum rassálfum, alveg gráupplagt að ná út bolabótunum, ekki þurfti vinur þeirra á þeim að halda héðan af.....Þurfti þá ekki löggimann að skemmileggja partíið, og það áður en það byrjaði Joyful spurning hvort gáfnaljósin hafi ætlað steindauðum manninum að framselja tékkan, ef þetta er ekki hámark heimskunnar, ja þá veit ég ekki hvað Whistling
mbl.is Óku látnum vini sínum í bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálviti eða snillingur.

Hvort ætli heilbrigðisráðherrann sé snillingur eða hálfviti? Fellir niður gjöldin hjá börnum og unglingum, sem er í sjálfu sér ekki slæmt, en að gera það á kostnað aldraðra og öryrkja er aftur á móti ekki mjög höfðinglegt. Hver ætli þurfi oftar að heimsækja Doksa, svona almennt séð, fólk sem fæddist fyrir 67 árum og þar yfir eða fólk sem fæddist fyrir 17 árum eða bara fólk sem fæddist áðan? Og hvort skyldi manneskja sem hefur af lækni verið dæmd út af almennum vinnumarkaði vegna SJÚKDÓMS eða SLYSS þurfa meira á læknisaðstoð að halda en börn og unglingar? Já herra heilbrigðisráðherra

 er greinilega hagsýnn, það er nokkuð ljóst, mér sýnist líka að blessaður maðurinn sé ekki í neinu lífrænu samhengi við umhverfi sitt. Maður fær óþægilega á tifinninguna að hann álíti að við sem tilheyrum þessum tveimur áðurnefndum hópum, séum öll alvarlega fötluð á höfði, og séum bara sæl og glöð með að fá að borga meira í ríkisjötuna sem skammtar okkur eins stórmannlega og raun ber vitni.

Skyldi rödd samviskunnar ekki vera nógu sterk til að angra manninn, eða kannski hún sé bara of veik til þess að halda honum á réttri braut.

Ég get með engu móti fattað í hvaða raunveruleika ráðamenn allir sem einn búa í, fagurgali og innantóm loforð eru þeirra sameiningartákn. Fyrir kosningar streyma fram menn og konur veinandi og kveinandi yfir óréttlæti og skussaskap sitjandi ríkisstjórnar, þeir sem enn sitja í stólunum barma sér og ljúga kokhraustir hver í kapp við annan, og þó þeir hnjóti hvað eftir annað um sannleikann, eru þeir snöggir á fætur aftur og svo halda þeir ótrauðir áfram að hygla sjálfum sér og sýnum forréttindapíkum og jábræðrum.

Þessari ríkisstjórn er ekki bara skítsama um fólkið í landinu, þeir þekkja heldur ekki muninn á því að segja satt og að ljúga. Mín vegna mætti hún leggja upp laupana strax í dag, það yrði góður endir á slæmum ferli.


mbl.is Vilja að komugjöld verði lækkuð eða felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það

Þá vitum við það! Næst þegar okkur langar að keyra full, bregðum við undir okkur betri fætinum "dekkinu" og skeiðum austur fyrir fjall, þar ku menn fá að keyra fullir í friði Whistling
mbl.is Sýknaðir af ákæru fyrir ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúxuskerra

Svona bíl verð ég að eignast Kissing Fínt fyrir unglingskrílin mín, váá! hvað ég yrði glöð ef þetta yrði framtíðin, samt hætt við að Íslenska ríkið tæki svo hressilega tolla og gjöld af kerrunni að hún myndi strax verða að lúxuskerru fárra útvaldra Devil
mbl.is Ódýrasti bíll í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl.

Hvað er eiginlega í gangi?  Þetta er svona svipað og að setja heilbrigðan "ósýktan" einstakling inn í lokað rými með sjúklingum sem haldnir eru bráðsmitandi sjúkdómi. Ef að yfirvöld geta ekki skaffað föngum mannsæmandi vist, ættu þeir einfaldlega að sjá sóma sinn í að koma þeim málum í lag ekki seinna en strax. Svona óráðsía ætti ekki að þekkjast í okkar mikla VELFERÐARRÍki......NOT.
mbl.is Erfitt að vera edrú á Hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós í Garðinn.

Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið í Garði, Ungum barnafjölskyldum munar örugglega um þessa upphæð, reyndar finnst mér að það ætti að gera foreldrum kleift að vera heima hjá börnum sínum upp að tveggja ára aldri, það tel ég að kæmi börnunum og foreldrunum vel, litlu skinnin þurfa að fara allt of fljótt í pössun, alla vega er það mín skoðun.
mbl.is Greiddar umönnunarbætur í Garði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri en ég.

Jahá! það eru fleiri gleymnir en ég, ég þarf oftast að byrja á að leita eins og hver önnur ráfa fyrir utan Kringluna, Smáralindina eða einhverstaðar annars staðar. Þurfti þess reyndar ekki í dag þar sem ég var svo seint á ferð að minn bíll var aleinn á bílastæðinu. Ég þurfti sem sagt að bregða mér í Kringluna með skyrtu sem ég keypti á fyrsta degi  útsölunnar, þjófavörnin fylgdi nebbla með í kaupunum. Svakalega pirrandi þegar slíkt gerist. En ég skundaði so bara með skyrtuna ásamt þjófavörninni, inn í búðina og þjófavörnin lætur hressilega til sín heyra, ég stoppa og allir stara á mig eins og ég hafi framið stórglæp, svo ég reyni að útskíra fyrir afgreiðsludömunni að þjófavörnin hafi gleymst á skyrtunni þegar ég keypti hana, nú það er skrítið, hvenær keyptir þú hana, á mánudaginn held ég segi ég, ha á mánudaginn, aftur segir hún mér að það finnist henni skrítið, svo glápir hún á mig eins og ég sé marsbúi eða eitthvað! Talaðu við þessa segir hún svo skipandi, ég hypja mig þangað sem hún bendir og ber upp erindið mitt, hvenær keyptirðu skyrtuna spyr þessi afgreiðsludama, og þá var ég búin að fatta að mánudagurinn síðasti var gamlársdagur og þá var ég ekki í Kringlunni, þannig að ég segi að ég hafi keypt þessa andsk......lufsu á fyrsta degi útsölunnar, " nei, nei ég sagði ekki andsk....lufsu, til þess er ég of vel upp alin" en yfirheyrslan hélt áfram, ertu með kvittun? Ha nei ég var nú bara að uppgötva þetta áðan af því að ég ætlaði að klæðast flíkinni, hún var búin að hanga inn í skáp frá því ég keypti hana, það væri nú samt betra ef þú værir með kvittunina......þá stóðst ég nú ekki mátið lengur og sagði, það væri nú samt ennþá betra ef þjófavörnin hefði verið fjarlægð þegar ég keypti þessa tusku Pinch Þá þyrfti ég ekki að standa hérna eins og ótýndur glæpamaður. Já afsakaðu innilega sagði þá daman og klippti þjófavörnina loksins af skyrtunni, sem var ekki einu sinni á útsölu, heldur 10% afslætti, það kalla ég nú ekki útsölu.
mbl.is Minnið svíkur marga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pennastokkur læknir

Alveg gæti ég trúað honum syni mínum til að gera eitthvað svona, alla vega ef hann teldi það virka. Svei mér þá, hann væri sko til í að leggja ansi mikið á sig til að sleppa við skólann. Pennastokkur læknir hefur verið notaður óspart á undanförnum árum, þannig að hann er orðinn hálf þreyttur og ótrúverður. Ég klikkaði á hvenær skólinn ætti að byrja núna eftir jólafríið, og hélt að hann ætti að byrja á mánudaginn en ekki á föstudaginn, dreingstaulinn  var nú ekki að leiðrétta mömmu sína, heldur tók bara þátt í gleymskunni þó hann vissi pottþétt betur. En jamm svona er nú skólinn fo.... ömurlegur að hans sögn. Annars gat ég ekki annað en hlegið að þessum tíu ára gutta, þvílíkt hugmyndarflug! líma sig barasta fastan LoLLoLLoL
mbl.is Límdi sig fastan við rúmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert grín að fylla dýr.

Aumingja hundurinn, það er ekkert grín þegar hundarnir detta í það. Hundar hafa nebbla allt öðruvísi meltingarstarfsemi en við mannfólkið. Það getur meira að segja leitt þá til dauða. " sko í alvöru " Mér finnst alltaf jafn sorglegt þegar menn eru að stæra sig af því að hundurinn þeirra drekki oft með þeim. Það segir kannski allt sem þarf ef menn eru farnir að djúsa með hundinum sínum, drykkjufélagarnir búnir að fá nóg og ekki öðrum til að dreifa en blessuðum hundinum.

´Læt smá sögu af sífullum hundi fylgja hérna með.

Fyrir mörgum árum var ég á ferðalagi með vinnufélögum, við fórum eitthvað austur fyrir fjall, þar var pöbb sem ég get ómögulega munað hvað heitir, en hann var innréttaður eins og fjós, hlaða, eða einhverskonar útihús, það var mjög gaman að koma þarna við, svona öðruvísi en maður á að venjast. En gamanið kárnaði hjá mér þegar mér var bent á hundsgrey sem var ansi reikull í spori. Ástæðan var að vesalings hundurinn var ofurölvi, vertinn á þessum stað stærði sig nebbla af því að hella afgöngum úr glösum kúnnana í hundadallinn, kúnnarnir skemmtu sér vel og létu ekki sitt eftir liggja heldur dældu þeir bjór í fárveikt dýrið þar til hann lognaðist út af. Vertinn sagði þá, hann liggur þarna næsta klukkutímann, svo byrjar hann aftur, hann nær ekki einu sinni að þynnast upp, hann er svo svaðblautur þessi hundurUndecided

Ljót saga, ekki satt?


mbl.is Dingo datt í það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband