Fleiri en ég.

Jahá! það eru fleiri gleymnir en ég, ég þarf oftast að byrja á að leita eins og hver önnur ráfa fyrir utan Kringluna, Smáralindina eða einhverstaðar annars staðar. Þurfti þess reyndar ekki í dag þar sem ég var svo seint á ferð að minn bíll var aleinn á bílastæðinu. Ég þurfti sem sagt að bregða mér í Kringluna með skyrtu sem ég keypti á fyrsta degi  útsölunnar, þjófavörnin fylgdi nebbla með í kaupunum. Svakalega pirrandi þegar slíkt gerist. En ég skundaði so bara með skyrtuna ásamt þjófavörninni, inn í búðina og þjófavörnin lætur hressilega til sín heyra, ég stoppa og allir stara á mig eins og ég hafi framið stórglæp, svo ég reyni að útskíra fyrir afgreiðsludömunni að þjófavörnin hafi gleymst á skyrtunni þegar ég keypti hana, nú það er skrítið, hvenær keyptir þú hana, á mánudaginn held ég segi ég, ha á mánudaginn, aftur segir hún mér að það finnist henni skrítið, svo glápir hún á mig eins og ég sé marsbúi eða eitthvað! Talaðu við þessa segir hún svo skipandi, ég hypja mig þangað sem hún bendir og ber upp erindið mitt, hvenær keyptirðu skyrtuna spyr þessi afgreiðsludama, og þá var ég búin að fatta að mánudagurinn síðasti var gamlársdagur og þá var ég ekki í Kringlunni, þannig að ég segi að ég hafi keypt þessa andsk......lufsu á fyrsta degi útsölunnar, " nei, nei ég sagði ekki andsk....lufsu, til þess er ég of vel upp alin" en yfirheyrslan hélt áfram, ertu með kvittun? Ha nei ég var nú bara að uppgötva þetta áðan af því að ég ætlaði að klæðast flíkinni, hún var búin að hanga inn í skáp frá því ég keypti hana, það væri nú samt betra ef þú værir með kvittunina......þá stóðst ég nú ekki mátið lengur og sagði, það væri nú samt ennþá betra ef þjófavörnin hefði verið fjarlægð þegar ég keypti þessa tusku Pinch Þá þyrfti ég ekki að standa hérna eins og ótýndur glæpamaður. Já afsakaðu innilega sagði þá daman og klippti þjófavörnina loksins af skyrtunni, sem var ekki einu sinni á útsölu, heldur 10% afslætti, það kalla ég nú ekki útsölu.
mbl.is Minnið svíkur marga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband